Fjölgun náttúrulegra svæða

Verknúmer : US160022

135. fundur 2016
Fjölgun náttúrulegra svæða,
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, umhverfisgæða dags. 22. janúar 2016 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. í janúar 2016 varðandi að breyta slegnum svæðum í náttúruleg svæði. Einnig er lögð fram greinargerð Landmótunar dags. 15. apríl 2015.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Hildur Sverrisdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir bóka:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Sverrisdóttir og Herdís Anna Þorvaldsdóttir, fagna því að leitað sé leiða til að til að leyfa villtri náttúru njóta sín þar sem það á við, sérstaklega á svæðum eins og við sjávarsíðuna. Undanfarin ár hefur grassláttur ekki staðið undir væntingum borgarbúa og því vert að brýna að ekki megi slaka á nauðsynlegu viðhaldi þó áherslur breytist til að fjölga svæðum með villtri náttúru. Fulltrúarnir vara einnig við að farið verði of geyst í að láta náttúruna taka völdin á sumum svæðum og óska þess að fylgst verði náið og gagnrýnið með viðeigandi inngripum ef að ljóst þykir að óheft náttúran á ekki heima í borgarlandinu."