Hljómskálagarður

Verknúmer : US150232

145. fundur 2016
Hljómskálagarður, Torflistaverk
Lögð fram tillaga Hjörleifs Stefánssonar arkitekts, dags. ágúst 2014 að torflistaverki í Hljómskálagarðinum. Einnig lagt fram bréf stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík, dags. 21. október 2015 þar sem staðfest er að verkið verði hluti af dagskrá 30. Listahátíðar í Reykjavík 2016. Jafnframt er lagt fram bréf Hönnu Styrmisdóttur og Hjörleifs Stefánssonar f.h. Listahátíðar í Reykjavík, dags. 9. apríl 2016 og tillaga Hjörleifs Stefánssonar arkitekts að torflistarverki í Hljómskálagarðinum, dags. 13. apríl 2016.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt.

124. fundur 2015
Hljómskálagarður, Torflistaverk
Kynnt tillaga Hjörleifs Stefánssonar arkitekts, dags. ágúst 2014 að torflistaverki í Hljómskálagarðinum. Einnig lagt fram bréf stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík, dags. 21. október 2015 þar sem staðfest er að verkið verði hluti af dagskrá 30. Listahátíðar í Reykjavík 2016.

Hildur Sverrisdóttir tekur sæti á fundinum kl. 10:03
Sverrir Bollason tekur sæti á fundinum kl. 10:05.

Þórólfur Jónsson deildarstjóri, Snorri Sigurðsson verkefnisstjóri og Hjörleifur Stefánsson arkitek taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.