Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga varðandi handbók

Verknúmer : US150227

122. fundur 2015
Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga varðandi handbók, tillaga varðandi handbók fyrir framkvæmdaaðila
Fulltrúi Samfylkingarinnar Sverrir Bollason lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Umhverfis- og skipulagsráð felur sviðsstjóra að útbúa handbók fyrir framkvæmdaraðila sem eru að byggja í grónum hverfum. Bæklingurinn geri grein fyrir þeim reglum sem gildi um umgengni á byggingarstöðum og kynni þær með skýrum og aðgengilegum hætti. Þar verði teknar saman og samræmdar kröfur í lögum, reglugerðum og þeim samþykktum sem Reykjavíkurborg hefur sett fram. Leitað skal samstarfs við Vinnueftirlit Ríkisins og Umhverfisstofnunar um fjármögnun, vinnslu og útgáfu bæklingsins. "

Frestað.

123. fundur 2015
Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga varðandi handbók, tillaga varðandi handbók fyrir framkvæmdaaðila
Fulltrúi Samfylkingarinnar Sverrir Bollason lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Umhverfis- og skipulagsráð felur sviðsstjóra að útbúa handbók fyrir framkvæmdaraðila sem eru að byggja í grónum hverfum. Bæklingurinn geri grein fyrir þeim reglum sem gildi um umgengni á byggingarstöðum og kynni þær með skýrum og aðgengilegum hætti. Þar verði teknar saman og samræmdar kröfur í lögum, reglugerðum og þeim samþykktum sem Reykjavíkurborg hefur sett fram. Leitað skal samstarfs við Vinnueftirlit Ríkisins og Umhverfisstofnunar um fjármögnun, vinnslu og útgáfu bæklingsins. "

Samþykkt.