Vistvæn vottun bygginga Reykjavíkurborgar

Verknúmer : US150198

123. fundur 2015
Vistvæn vottun bygginga Reykjavíkurborgar, (USK2014120009)
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. október 2015, vegna samþykktar borgarráðs frá 8. október 2015 á skýrslu starfshóps um vistvæna vottun þar sem lagt er til að umhverfisvottunarkerfið BREEAM verði notað til að votta byggingar Reykjavíkurborgar.



120. fundur 2015
Vistvæn vottun bygginga Reykjavíkurborgar, (USK2014120009)
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra frumathugana mannvirkjagerðar á skrifstofu skipulags, byggingar og borgarhönnunar, dags. 19. desember 2014 ásamt skýrslu starfshóps um umhverfisvottunarhverfi fyrir byggingar Reykjavíkurborgar, dags. desember 2014.

Leiðrétt bókun frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 23. september 2015.
Rétt bókun er:
Bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19 desember 2014 samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


119. fundur 2015
Vistvæn vottun bygginga Reykjavíkurborgar, (USK2014120009)
Lagt fram bréf Umhverfis- og skipulagssviðs, deildarstjóra frumathugana mannvirkjagerðar á skrifstofu skipulags, byggingar og borgarhönnunar, dags. 19. desember 2014 ásamt skýrslu starfshóps um umhverfisvottunarhverfi fyrir byggingar Reykjavíkurborgar, dags. desember 2014.
Bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19 desember 2014 samþykkt.

Rúnar Gunnarsson deildarstjóri tók sæti á fundinum undir þessum lið.