Tillaga fuflltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna lóðar Landsbankans við Aus

Verknúmer : US150172

115. fundur 2015
Tillaga fuflltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna lóðar Landsbankans við Aus,
Við fögnum því að stjórnendur Landsbankans hafi ákveðið að staldra við og endurskoða áform um uppbyggingu 16.000 fermetra höfuðstöðva á Hörpureitnum. Austurbakki er lykilsvæði í þróun miðborgarinnar og því mikilvægt að hugsa vandlega öll þau skref sem þar eru stigin. Sem betur fer hafa grunnhugmyndir að deiliskipulagi svæðisins þroskast frá því að það var unnið árið 2005 og ýmsar breytingar verið gerðar á skipulaginu. Upphaflega var t.d. skoðað að nýta umrædda lóð Landsbankans fyrir nýbyggingar Listaháskólans og náttúruvísindasafn. Þær skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið hafa aðallega miðast við samgöngumannvirki eða einstakar lóðir án þess að því hafi fylgt heildarmat á áhrifum breytinganna á miðborgarsvæðið.
Lagt er til að það svigrúm sem skapast hefur með ákvörðun stjórnenda bankans verði nýtt til að vinna með Landsbankanum að því að finna viðunandi framtíðarstaðsetningu í borginni fyrir höfuðstöðvar bankans.
Skipulag lóðar bankans á Austurbakka verði endurskoðað. Efnt verði til samkeppni um nýtingu lóðar Landsbankans og leitað eftir hugmyndum frá fagfólki og almenningi um það hvernig lóðin muni best nýtast í heildarsamhengi miðborgarinnar.



114. fundur 2015
Tillaga fuflltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna lóðar Landsbankans við Aus,
Við fögnum því að stjórnendur Landsbankans hafi ákveðið að staldra við og endurskoða áform um uppbyggingu 16.000 fermetra höfuðstöðva á Hörpureitnum. Austurbakki er lykilsvæði í þróun miðborgarinnar og því mikilvægt að hugsa vandlega öll þau skref sem þar eru stigin. Sem betur fer hafa grunnhugmyndir að deiliskipulagi svæðisins þroskast frá því að það var unnið árið 2005 og ýmsar breytingar verið gerðar á skipulaginu. Upphaflega var t.d. skoðað að nýta umrædda lóð Landsbankans fyrir nýbyggingar Listaháskólans og náttúruvísindasafn. Þær skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið hafa aðallega miðast við samgöngumannvirki eða einstakar lóðir án þess að því hafi fylgt heildarmat á áhrifum breytinganna á miðborgarsvæðið.
Lagt er til að það svigrúm sem skapast hefur með ákvörðun stjórnenda bankans verði nýtt til að vinna með Landsbankanum að því að finna viðunandi framtíðarstaðsetningu í borginni fyrir höfuðstöðvar bankans.
Skipulag lóðar bankans á Austurbakka verði endurskoðað. Efnt verði til samkeppni um nýtingu lóðar Landsbankans og leitað eftir hugmyndum frá fagfólki og almenningi um það hvernig lóðin muni best nýtast í heildarsamhengi miðborgarinnar.

Frestað.