Laugardalur, Secret Solstice

Verknúmer : US150146

110. fundur 2015
Laugardalur, Secret Solstice, framlenging á dagskrá á útisvæðum
Lögð fram umsókn Friðriks Ólafssonar og Jakobs Frímanns Magnússonar dags. 9. október 2014 til borgarráðs um leyfi til að halda útilistarhátíðna Secret Solstice. Einnig er lagður fram tölvupóstur Friðriks Ólafssonar dags. 27. maí 2015 varðandi framlengingu á dagskrá útihátíðarinnar Secret Solstice Festival í Laugardalnum til kl. 23:30 á útisvæðum. Jafnframt er lögð fram umsögn Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis dags. 6. júní 2015 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhirðu og reksturs, dags. 9. júní 2015.

Svæði og ný staðsetning.
121. fundur hverfisráðs Laugardals.
Fundur 10.09.14.

Umhverfis- og skipulagsráð lítur svo á að þeim skilyrðum sem sett voru hafi verið mætt með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. júní 2015. Ráðið gerir ekki athugasemd við framlengingu á tíma útitónleikahalds til kl. 23:30 með vísan til umsagnar hverfisráðs Laugardals.
Vísað til borgarráðs.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 12:15.


109. fundur 2015
Laugardalur, Secret Solstice, framlenging á dagskrá á útisvæðum
Lagður fram tölvupóstur Friðriks Ólafssonar dags. 27. maí 2015 varðandi framlengingu á dagskrá útihátíðarinnar Secret Solstice Festival í Laugardalnum til kl. 23:30 á útisvæðum.




Frestað.
Óskað er eftir umsögn hverfisráðs Laugardals.