Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Verknúmer : US150121

120. fundur 2015
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, beiðni um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir.
Á fundi umhverfis og skipulagsráðs 10. júní 2015 var lögð fram beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir.
Mikilvægt er að leita leiða til þess að minnka svifryk í borginni. Margvíslegar aðgerðir annarra borga til að halda niðri loftmengun geta átt við hér og skilað árangri. Óskað er eftir upplýsingum um loftmengun annarra borga á norðlægum slóðum og samanburður gerður á loftmengun í Reykjavík. Hvernig hafa þær borgir, sem upplýsingar verða fengnar frá, brugðist við loftmengun og hvaða árangri hefur það skilað? Eru aðferðir við mælingar á loftgæðum í Reykjavík sambærilegar við mælingar annarra borga? Skoðað verði hvort orsök og samsetning mengunar annarra borga sé sambærileg við orsök og samsetningu mengunar í Reykjavík? Hver er þáttur samgangna í menguninni? Hvaða áhrif hafa opin svæði nærri byggð og opnir grunnar? Litið verði m.a. til þess hvernig hreinsun gatna er háttað og hvaða aðferðir eru notaðar við það verkefni. Einnig er lagt fram svar Heilbrigðiseftrilits Reykjavíkur dags. 14. september 2015.

Kristín Lóa Ólafsdóttir og Svava Svanborg Steinarsdóttir verkefnastjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.



106. fundur 2015
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, beiðni um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir.
Lögð fram beiðni fulltrúa Sjálfstæðsiflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir.
Mikilvægt er að leita leiða til þess að minnka svifryk í borginni. Margvíslegar aðgerðir annarra borga til að halda niðri loftmengun geta átt við hér og skilað árangri. Óskað er eftir upplýsingum um loftmengun annarra borga á norðlægum slóðum og samanburður gerður á loftmengun í Reykjavík. Hvernig hafa þær borgir, sem upplýsingar verða fengnar frá, brugðist við loftmengun og hvaða árangri hefur það skilað? Eru aðferðir við mælingar á loftgæðum í Reykjavík sambærilegar við mælingar annarra borga? Skoðað verði hvort orsök og samsetning mengunar annarra borga sé sambærileg við orsök og samsetningu mengunar í Reykjavík? Hver er þáttur samgangna í menguninni? Hvaða áhrif hafa opin svæði nærri byggð og opnir grunnar? Litið verði m.a. til þess hvernig hreinsun gatna er háttað og hvaða aðferðir eru notaðar við það verkefni.





110. fundur 2015
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, beiðni um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir.
Lögð fram beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur um upplýsingar um loftgæði og samanburð við aðrar borgir.
Mikilvægt er að leita leiða til þess að minnka svifryk í borginni. Margvíslegar aðgerðir annarra borga til að halda niðri loftmengun geta átt við hér og skilað árangri. Óskað er eftir upplýsingum um loftmengun annarra borga á norðlægum slóðum og samanburður gerður á loftmengun í Reykjavík. Hvernig hafa þær borgir, sem upplýsingar verða fengnar frá, brugðist við loftmengun og hvaða árangri hefur það skilað? Eru aðferðir við mælingar á loftgæðum í Reykjavík sambærilegar við mælingar annarra borga? Skoðað verði hvort orsök og samsetning mengunar annarra borga sé sambærileg við orsök og samsetningu mengunar í Reykjavík? Hver er þáttur samgangna í menguninni? Hvaða áhrif hafa opin svæði nærri byggð og opnir grunnar? Litið verði m.a. til þess hvernig hreinsun gatna er háttað og hvaða aðferðir eru notaðar við það verkefni.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu umhverfisgæða.