Sumargötur 2015

Verknúmer : US150091

104. fundur 2015
Sumargötur 2015, göngugötur í miðborg Reykjavíkur
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. apríl 2015 að göngugötum í miðborg Reykjavíkur sumarið 2015.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar, fulltrúum Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og Páls Hjaltasonar og fulltrúa Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísla Garðarssonar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Halldór Halldórsson og Börkur Gunnarsson greiða atkvæði gegn tillögunni og bóka: "Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði telja það jákvæðan þátt í borgarþróun að bæta aðstöðu gangandi vegfarenda. Það er líklegt til að hafa í för með sér ávinning fyrir vegfarendur og þjónustuveitendur. Hins vegar þarf að innleiða slíkar breytingar í eðlilegum áföngum en ekki stórum stökkum. Líklegt er að með götur lokaðar næstum hálft árið verði veðurfar þannig marga daga tímabilsins að fólk verði lítið utandyra. Það mun mögulega bitna á rekstaraðilum við lokaðar götur enda gefur skoðanakönnun Miðborgarinnar okkar það til kynna að meirihluti þeirra sé á móti fimm mánaða lokun. Af þessum sökum telja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins rétt að halda sig áfram við þriggja mánaða lokun en ekki auka við hana á þessu stigi."
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni og bókar: "Við teljum að lokun í 5 mánuði frá 1. maí til 1. október sé of langt tímabil."
Vísað til borgarráðs.


103. fundur 2015
Sumargötur 2015, göngugötur í miðborg Reykjavíkur
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. apríl 2015 að göngugötum í miðborg Reykjavíkur sumarið 2015.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.