Söfnunarstaðir ferðamanna

Verknúmer : US150076

107. fundur 2015
Söfnunarstaðir ferðamanna, merkingar/auðkenni (USK2015030027)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngudeildar, dags. 13. mars 2015 varðandi merkingar eða auðkenni við söfnunarstaði ferðamanna, þ.e.a.s. þá staði sem ferðaþjónustuaðilar geti vísað ferðamönnum til, þar sem ferðamenn eru sóttir eftir atvikum.

Umhverfis og skipulagsráð telur mikilvægt að ferðaþjónusta í Reykjavík starfi í sem mestri sátt við íbúa borgarinnar. Liður í því að létta á rútuumferð um íbúðarsvæði er að skipuleggja, merkja og kynna söfnunarstaði fyrir ferðafólk. Ráðið felur starfsfólki umhverfis og skipulagssviðs að útfæra þessa staði í samráði við samtök ferðaþjónustunnar, hverfisráð miðborgarinnar, höfuðborgarstofu og Miðborgina okkar.