Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins

Verknúmer : US140186

83. fundur 2014
Sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins, verklok niðurstöður, vaxtarsamningur höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. september 2014 vegna samþykktar borgarráðs frá 18. september 2014 um að vísa samantektar- og undirskýrslum ¿Skólar í fremstu röð¿, til umfjöllunar skóla- og frístundaráðs. Undirskýrslu um háskólaborgina til umfjöllunar hjá stjórnkerfis- og lýðræðisráði, umhverfis- og skipulagsráði og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Undirskýrslu um endurmenntun á vinnumarkaði til umfjöllunar mannauðsskrifstofu. Undirskýrslu um menningarverkefni og samstarf við menntakerfið til umfjöllunar menningar- og ferðamálaráðs.
Borgarráð samþykkti einnig að vísa samantektar- og undirskýrslum ¿Vaxtarsamningur höfuðborgarsvæðisins¿ til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsráðs, fjármálaskrifstofu og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar. Undirskýrslum um framtíð og fjárfestingaþörf í ferðaþjónustu og um skapandi greinar og græna hagkerfið til umfjöllunar menningar- og ferðamálaráðs.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.