Átak í gangbrautarmálum

Verknúmer : US140174

82. fundur 2014
Átak í gangbrautarmálum, tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Á fundi borgarstjórnar 7. október 2014 var samþykkt að vísa svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs: "Í þeim tilgangi að draga úr slysahættu gangandi og hjólandi vegfarenda er lagt til að gert verði sérstakt átak í því að auka öryggi á gangbrautum í borginni en þar er mesta hætta á slysum. Aukning hefur orðið á alvarlegum slysum, einkum á hjólreiðafólki, og er nauðsynlegt að bregðast við því með öryggisráðstöfunum. Áhersla verði lögð á að samræma hönnun gangbrauta í Reykjavík, endurgera þær þar sem það reynist nauðsynlegt, auka lýsingu og bæta merkingar. Þá verði lögð áhersla á að gera sebrabrautir á vegum þar sem það á við, með gangbrautarskiltum báðum megin akbrauta eins og lýst er í handbók um umferðarmerki sem Vegagerðin og Reykjavíkurborg gáfu út á síðasta ári. Horft verði til þess að skapa samræmi í umferðarmerkingum á höfuðborgarsvæðinu og leitað eftir samstarfi við önnur sveitarfélög um það. Fræðsla meðal almennings og í grunnskólum borgarinnar um það hvernig hjólandi og gangandi þvera akbrautir á sem öruggastan máta verði hluti af þessu átaki. Leitað verði eftir samstarfi við frjáls félagasamtök, lögregluna og Strætó. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að móta áætlun sem lögð verði fyrir borgarráð og miðast við að átakið klárist á tveimur árum eða skemur ef hægt er."
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.