Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs um fagrýnihóp nýbygginga á lykilsv.

Verknúmer : US140089

68. fundur 2014
Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs um fagrýnihóp nýbygginga á lykilsv., fagrýnihópur nýbygginga.
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. í 14. maí 2014 um að stofna hóp faglegra álitsgjafa undir stjórn byggingarfulltrúans í Reykjavík til þess að rýna og gefa umsagnir um hönnun helstu nýbygginga auk áhrifa þeirra á nærumhverfið á hverfisverndarsvæðinu innan Snorrabrautar/ Hringbrautar. Einnig skal fjalla um mikilvægar nýbyggingar á lykilstöðum annarsstaðar í borginni. Í faghópnum séu auk byggingarfulltrúa tveir fulltrúar frá Arkitektafélagi Íslands og einn fulltrúi frá Félagi íslenskra landslagsarkitekta. Auk þess verði skipulagsfulltrúi og skrifstofustjóri skrifstofu skipulags, bygginga og borgarhönnunar ráðgjafi hópsins.
Faghópurinn skal gefa umsögn um listræna ásýnd og gæði bygginga og lóða sem verði hluti af umfjöllun um byggingarleyfi. Álitsgjafar verði skipaðir til þriggja og fjögurra mánaða í senn. Hópurinn komi að jafnaði saman vikulega svo framarlega sem tilefni gefst til. Byggingarfulltrúi mótar í framhaldi af samþykkt þessari starfsreglur hópsins í samvinnu við AÍ og FÍLA. Jafnfram skal skipað í hóp álitsgjafa eins fljótt og auðið er.
Byggingarfulltrúi getur auk ofangreinds kallað saman faghópinn ef þörf krefur.
Fyrirkomulag og árangur vinnunnar verði metið og endurskoðað að ári liðnu.


Samþykkt.

67. fundur 2014
Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs um fagrýnihóp nýbygginga á lykilsv., fagrýnihópur nýbygginga.
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs dags. í 14. maí 2014 þar sem lagt er til að stofnaðu verði hópur faglegra álitsgjafa undir stjórn byggingarfulltrúans í Reykjavík til þess að rýna og gefa umsagnir um hönnun helstu nýbygginga auk áhrifa þeirra á nærumhverfið á hverfisverndarsvæðinu innan Snorrabrautar/ Hringbrautar. Einnig skal fjalla um mikilvægar nýbyggingar á lykilstöðum annarsstaðar í borginni. Í faghópnum séu auk byggingarfulltrúa tveir fulltrúar frá Arkitektafélagi Íslands og einn fulltrúi frá Félagi íslenskra landslagsarkitekta. Auk þess verði skipulagsfulltrúi og skrifstofustjóri skrifstofu skipulags, bygginga og borgarhönnunar ráðgjafi hópsins.
Faghópurinn skal gefa umsögn um listræna ásýnd og gæði bygginga og lóða sem verði hluti af umfjöllun um byggingarleyfi. Álitsgjafar verði skipaðir til þriggja og fjögurra mánaða í senn. Hópurinn komi að jafnaði saman vikulega svo framarlega sem tilefni gefst til. Byggingarfulltrúi mótar í framhaldi af samþykkt þessari starfsreglur hópsins í samvinnu við AÍ og FÍLA. Jafnfram skal skipað í hóp álitsgjafa eins fljótt og auðið er.
Byggingarfulltrúi getur auk ofangreinds kallað saman faghópinn ef þörf krefur.
Fyrirkomulag og árangur vinnunnar verði metið og endurskoðað að ári liðnu.

Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi kl. 11:17 Óttarr Guðlaugsson tekur sæti á fundinum á sama tíma þá átti eftir að fjalla um lið nr. 7 hér undan á fundinum.
Elsa Hrafnhildur Yoeman víkur af fundi kl. 11:30 Diljá Ámundadóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma, þá átti eftir að fjalla um lið nr. 7 hér undan á fundinum.

Frestað.

65. fundur 2014
Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs um fagrýnihóp nýbygginga á lykilsv., fagrýnihópur nýbygginga.
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsráðs dags. 30. apríl 2014 að settur verði á fót hópur faglegra álitsgjafa um nýbyggingar á lykilsvæðum í Reykjavík í samvinnu við Arkitektafélag Íslands.
Sviðsstýru umhverfis-og skipulagssviðs í samvinnu við skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa verði falið að móta tillögu um markmið, verklag og ábyrgðarsvið og leggja fyrir umhverfis-og skipulagsáð ekki síðar en 14. mai nk.

Samþykkt