Hljómskálagarður

Verknúmer : US130314

52. fundur 2014
Hljómskálagarður, uppsetning á garði til heiðurs formæðrum íslenskrar höggmyndalistar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 vegna samþykktar borgarráðs 7. nóvember 2013 um að vísa tillögu varðandi uppsetningu á garði til heiður formæðrum íslenskrar höggmyndalistar í Hljómskálagarði til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs vegna staðsetningar. Einnig er lagt fram minnisblað Listasafns Reykjavíkur dags. 27. janúar 2014.
Hafþór Yngvason safnstjóri Listasafns Reykjavíkur kynnir
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að staðsetningu garðsins.


44. fundur 2013
Hljómskálagarður, uppsetning á garði til heiðurs formæðrum íslenskrar höggmyndalistar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. nóvember 2013 vegna samþykktar borgarráðs 7. nóvember 2013 um að vísa tillögu varðandi uppsetningu á garði til heiður formæðrum íslenskrar höggmyndalistar í Hljómskálagarði til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs vegna staðsetningar.

Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.