Varðveislusetur menningarverðmæta Reykjavíkurborgar

Verknúmer : US130278

41. fundur 2013
Varðveislusetur menningarverðmæta Reykjavíkurborgar, forsögn
Lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 16. október 2013 vegna svohljóðandi bókunar menningar- og ferðamálaráðs frá 14. október 2013 um Varðveislusetur menningarverðmæta Reykjavíkurborgar: "Menningar- og ferðamálaráð ítrekar þörfina á varðveislusetri fyrir menningarverðmæti borgarinnar. Nú sem fyrr er þörfin brýn að finna framtíðarlausn og er uppfærðri forsögn um Varðveislusetur menningarverðmæta Reykjavíkur vísað til kynningar í borgarráði og umhverfis- og skipulagssviði."

Rúnar Gunnarsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Signý Pálsdóttir skrifstofustjóri á menningar- og ferðamálasviði kynnir.