Umhverfis- og skipulagsráð

Verknúmer : US130272

42. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagsráð, Reykjavíkurráð ungmenna, tillaga um bættan hverfisbrag í Grafarholti
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. október 2013 vegna samþykktar borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna 8. október 2013 um að vísa svohljóðandi tillögu Sólrúnar Ástu Björnsdóttur frá ungmennaráði Árbæjar, Norðlingaholts og Grafarholts um bættan hverfisbrag í Grafarholtinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs: "Þarf tiltekt á stórum svæðum í Grafarholtinu, hraðbanka og aukna þjónustu, huggulega staði og tengingu Úlfarsárdals og Grafarholt. Einnig þarf skjólsælli og huggulegri útisvæði." Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. nóvember 2013.

Sólrún Ásta Björnsdóttir frá ungmennaráði Árbæjar, Norðlingaholts og Grafarholts kynnir.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 4. nóvember 2013 samþykkt. Erindi verður sent til kynningar í hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals.

Björn Axelsson víkur af fundi við afgreiðslu ráðsins.


41. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagsráð, Reykjavíkurráð ungmenna, tillaga um bættan hverfisbrag í Grafarholti
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. október 2013 vegna samþykktar borgarstjórnar og Reykjavíkurráðs ungmenna 8. október 2013 um að vísa svohljóðandi tillögu Sólrúnar Ástu Björnsdóttur frá ungmennaráði Árbæjar, Norðlingaholts og Grafarholts um bættan hverfisbrag í Grafarholtinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsráðs: "Þarf tiltekt á stórum svæðum í Grafarholtinu, hraðbanka og aukna þjónustu, huggulega staði og tengingu Úlfarsárdals og Grafarholt. Einnig þarf skjólsælli og huggulegri útisvæði."

Frestað