Umhverfis- og skipulagsráð

Verknúmer : US130261

37. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagsráð, vélknúinn þvottabúnaður
Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir því að þar sem framkvæmdir eru taldar meiriháttar að mati byggingarfulltrúa, skuli þess óskað við samþykkt byggingaráforms, að vélknúin þvottabúnaður verði til staðar á byggingarstað sem tryggi að vörubifreiðar og aðrar þungavinnuvélar verði þrifnar áður en þær yfirgefa byggingarstað. Samráð skal haft við byggingarfulltrúa um staðsetningu búnaðarins.
Umhverfis- og skipulagsráð felur embætti byggingarfulltrúa að tryggja framgang málsins.