Umhverfis- og skipulagsráð

Verknúmer : US130240

37. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi starfsemi gróðrarstöðva
Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 18. september 2013 var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur: "Starfsemi gróðrarstöðva hefur verið hluti af fjölbreyttu atvinnulífi borgarinnar. Almennur áhugi á garðrækt styður mikilvægi þess að skapa gróðrarstöðvum aðstæður í borgarlandinu til þess að byggja upp sinn rekstur og þjóna borgarbúum. Bent skal á að eitt af þekktustu fyrirækjum á þessu sviði í Reykjavík er á lóð þar sem leigusamningur rennur út eftir fá ár. Það er því mikilvægt að tryggja því fyrirtæki viðunandi úrlausn til framtíðar. Einnig verður að skapa tækifæri fyrir önnur fyrirtæki sem vilja hasla sér völl á þessu sviði. Hvaða svæði innan borgarmarkanna koma til álita fyrir þennan atvinnurekstur? " Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 7. október 2013.



34. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi starfsemi gróðrarstöðva
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur: "Starfsemi gróðrarstöðva hefur verið hluti af fjölbreyttu atvinnulífi borgarinnar. Almennur áhugi á garðrækt styður mikilvægi þess að skapa gróðrarstöðvum aðstæður í borgarlandinu til þess að byggja upp sinn rekstur og þjóna borgarbúum. Bent skal á að eitt af þekktustu fyrirækjum á þessu sviði í Reykjavík er á lóð þar sem leigusamningur rennur út eftir fá ár. Það er því mikilvægt að tryggja því fyrirtæki viðunandi úrlausn til framtíðar. Einnig verður að skapa tækifæri fyrir önnur fyrirtæki sem vilja hasla sér völl á þessu sviði. Hvaða svæði innan borgarmarkanna koma til álita fyrir þennan atvinnurekstur? "