Umhverfis- og skipulagsráð

Verknúmer : US130220

33. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn um aðgengi fatlaðra í miðborginni
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn umhverfis- og skipulagsráðs varðandi aðgengi fatlaðra um miðborgina: "Nýlega var í sjónvarpsfréttum fjallað um aðgengi fatlaðra. Sértaklega var sjónum beint að verslunum og veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur þar sem aðgengi fyrir fatlaða er víða óviðunandi. Viðmælandi fréttamanns, Edda Heiðrún Backmann, sagði að veitingastöðum hefði verið meinað að setja upp rampa nema þá að kaupa borgarland sem hafi reynst rekstraraðilum ofviða. Mikilvægt er að fara vel yfir þetta mál enda snerta þau mannréttindi margra. Óskað er eftir að farið verði yfir þessi mál á næsta fundi umhverfis og skipulagsráðs. Teknar verði saman upplýsingar um þær umsóknir og fyrirspurnir sem borist hafa Reykjavíkurborg. Einnig verði tekið saman hvaða afgreiðslur umsóknir hafa fengið. Nú þegar Laugavegur er að fara í endurhönnun er mikilvægt að nýta það tækifæri til þess að leggja áherslu á aðgengi fatlaðra.
Björn Stefán Hallson byggingarfulltrúi svarar munnlega.

30. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagsráð, fyrirspurn um aðgengi fatlaðra í miðborginni
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn umhverfis- og skipulagsráðs varðandi aðgengi fatlaðra um miðborgina: "Nýlega var í sjónvarpsfréttum fjallað um aðgengi fatlaðra. Sértaklega var sjónum beint að verslunum og veitingastöðum í miðborg Reykjavíkur þar sem aðgengi fyrir fatlaða er víða óviðunandi. Viðmælandi fréttamanns, Edda Heiðrún Backmann, sagði að veitingastöðum hefði verið meinað að setja upp rampa nema þá að kaupa borgarland sem hafi reynst rekstraraðilum ofviða. Mikilvægt er að fara vel yfir þetta mál enda snerta þau mannréttindi margra. Óskað er eftir að farið verði yfir þessi mál á næsta fundi umhverfis og skipulagsráðs. Teknar verði saman upplýsingar um þær umsóknir og fyrirspurnir sem borist hafa Reykjavíkurborg. Einnig verði tekið saman hvaða afgreiðslur umsóknir hafa fengið. Nú þegar Laugavegur er að fara í endurhönnun er mikilvægt að nýta það tækifæri til þess að leggja áherslu á aðgengi fatlaðra. Lagt er til að skipaður verði sérstakur átakshópur í þeim tilgangi. Hann móti áherslur og stefnu Reykjavíkurborgar og verkferla vegna umsókna sem berast um bætt aðgengi. Átakshópur vinni með kaupmönnum og öðrum rekstraraðilum."


Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.