Snorrabraut

Verknúmer : US130216

36. fundur 2013
Snorrabraut, bann við U-beygju
Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 26. september 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs um bann við U- beygju á Snorrabraut við Bergþórugötu þegar ekið er til suðurs



30. fundur 2013
Snorrabraut, bann við U-beygju
Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. ágúst 2013 varðandi bann við U-beygju á Snorrabrautar við Bergþórugötu þegar ekið er til suðurs.

Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins með átta atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Hólmfríðar Jónsdóttur og Diljár Ámundadóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Gísla Marteins Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur. Fulltrúi Sjálfsstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá og bókaði: "Breytingar sem gerðar voru á Snorrabraut í sumar eru flóknar og hafa dregið úr eðlilegu flæði umferðar. Líkur eru á að þrengingar muni skapa óöryggi í stað þess að auka það. Mikilvægt er að fylgjast vel með umferð og umferðaróhöppum eftir breytingarnar og bregðast við ef með þarf. Nýlega kom fram í fréttum að Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins gerði mjög alvarlegar athugasemdir við þrengingu götunnar vegna neyðarbíla en Snorrabraut er ein helsta leið þeirra til norðurhluta borgarinnar frá Gömlu höfninni að Sundabraut. Við sumum athugasemdum þeirra var brugðist en ekki öllum. Hægt er að draga úr umferðarhraða og auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi með ýmsum öðrum aðferðum en þeim sem hér er beitt. Ein af þeim er að gangbrautir séu skýrar og í samræmi við lög. Á það skortir verulega í borginni."

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Hólmfríður Jónsdóttir og Diljá Ámundadóttir og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir bókuðu: "Snorrabrautin hefur á undanförnum árum verið ein hættulegasta gata borgarinnar fyrir gangandi vegfarendur. Tvö banaslys og fjöldi annarra alvarlegra slysa hefur orðið þar á síðasta áratug. Íbúar við Snorrabraut hafa árum saman kvartað undan hraðakstri og óöryggi á götunni. Fjölmörg börn sækja skóla yfir þessa götu og enn fleiri þurfa að þvera hana vegna tómstunda. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði athugasemdir við frumhönnun breytinganna. Vegna bréfsins voru fulltrúar slökkviliðsins boðaðir á fund og mikið tillit var tekið til athugasemda þeirra í lokahönnun. Við framkvæmdirnar sjálfar var samgönguskrifstofa borgarinnar í samráði við slökkviliðið. Sérfræðingar borgarinnar í samgöngum og umferðaröryggi eru þess fullvissir að breytingar auki öryggi götunnar."