Gámaþjónustan hf.

Verknúmer : US130201

30. fundur 2013
Gámaþjónustan hf., starfsleyfi
Lagt fram erindi heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags 2. júlí 2013 ásamt fylgigögnum þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs hvort það samrýmist stefnu borgarinnar um meðferð úrgangs í Reykjavík að veita Gámaþjónustunni hf. starfsleyfi. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. ágúst 2012.

Umsögn umhverfis- og skipulagsráðs dags. 19. ágúst 2013 samþykkt með sex atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar, Hólmfríðar Jónsdóttur og Diljár Ámundadóttur og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóleyjar Tómasdóttur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir greiddu atkvæði á móti og bókuðu: "Furðu sætir að meirihlutinn skuli hafna ósk Gámaþjónustunnar um að fá að safna lífrænum úrgangi við reykvísk heimili. Fjölmargar óskir hafa komið frá almenningi sem vill flokka meira en boðið er upp á í kerfi borgarinnar. Einkafyrirtæki á markaði bjóða þegar upp á fleiri flokka til endurvinnslu en Reykjavíkurborg. Það ætti því að vera fagnaðarefni að slík metnaðarfull fyrirtæki hafi hug á að fjölga flokkunum enn frekar, og stuðla með því að umhverfisvænni borg. Í staðinn birtist í umsögn umhverfis- og skipulagsráðs mikil tortryggni í garð einkafyrirtækja sem þó hafa sýnt um langt árabil að er vel treystandi til þessara mikilvægu verkefna. Meirihlutinn er gjarnan með fagurgala um endurvinnslu í ræðu og riti,en þegar til kastanna kemur er aukinni endurvinnslu hafnað."
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Hólmfríður Jónsdóttir og Diljá Ámundadóttir og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókuðu: "Fulltrúar Besta Flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna eru ánægðir með þann metnað sem einkafyrirtæki sýna í endurvinnslumálum. Einkafyrirtæki hafa hingað til haft starfsleyfi til að sækja þurr endurvinnsluefni til heimila. Fyrirkomulag varðandi lífrænan úrgang og blandaðan heimilisúrgang er annars eðlis. Þar er um grunnþjónustu að ræða. Við teljum að henni sé best fyrir komið hjá sveitarfélögunum enda hafa þau lögbundnar skyldur á þessu sviði."


29. fundur 2013
Gámaþjónustan hf., starfsleyfi
Lagt fram erindi heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags 2. júlí 2013 ásamt fylgigögnum þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs hvort það samrýmist stefnu borgarinnar um meðferð úrgangs í Reykjavík að veita Gámaþjónustunni hf. starfsleyfi.


Frestað

28. fundur 2013
Gámaþjónustan hf., starfsleyfi
Lagt fram erindi heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags 2. júlí 2013 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagsráðs hvort það samrýmist stefnu borgarinnar um meðferð úrgangs í Reykjavík að veita Gámaþjónustunni hf. starfsleyfi.

Frestað.