Rofabær 34, Árbæjarskóli

Verknúmer : US130162

22. fundur 2013
Rofabær 34, Árbæjarskóli, endurbætur á lóð
Lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholt dags. 29. maí 2013 vegna svohljóðandi bókunar hverfisráðs Árbæjar 27. maí 2013. "Hverfisráð Árbæjar beinir því til borgaryfirvalda að á þessu ári verði hafinn undirbúningur að endurbótum á lóð Árbæjarskóla en eins og segir í ástandskýrslu- lóðar frá árinu 2007 að "Lóðin sé í sæmilegu ástandi, en heilmikilla endurbóta er þörf" og hefur ástandið versnað mikið frá því að skýrslan var gerð. Fulltrúar foreldraráðs Árbæjarskóla og Íbúasamtök Árbæjar, Ártúnsholts og Seláss hafa óskað eftir liðsinni hverfisráðsins við að vekja athygli á mjög slæmu ástandi skólalóðar þessa stærsta grunnskóla borgarinnar og eftir vettvangsferð í lok fundar ráðsins vill ráðið ítreka enn frekar mikilvægi þess að nú þegar verði hafin undirbúningur að endurgerð lóðarinnar."

Vísað til meðferðar skrifstofustjóra framkvæmda og viðhalds mannvirkja.