Fjarðarsel 2-18

Verknúmer : US130154

28. fundur 2013
Fjarðarsel 2-18, áskorun vegna bílastæða
Lagt fram bréf lögreglustjórans í Reykjavík dags. 8. júlí 2013 það sem fallist er á tillögu umhverfis- og samgönguráðs um bann við að leggja bílum í Flúðaseli beggja vegna götunnar frá Seljabraut vestur fyrir Fjarðarsel og að beygju á Flúðaseli.



22. fundur 2013
Fjarðarsel 2-18, áskorun vegna bílastæða
Lagt fram erindi Sindra Sveinssonar og Páls Þórs Kristjánssonar f.h. húsfélagsins Fjarðarseli 2-18 þar sem skorað er á Reykjavíkurborg að banna bifreiðastöður við Flúðasel. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. júní 2013.

Umsögn umhverfis-og skipulagssviðs samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa íbúa með fréttatilkynningu í Hverfisblaði Breiðholts með eðlilegum fyrirvara.


19. fundur 2013
Fjarðarsel 2-18, áskorun vegna bílastæða
Lagt fram erindi Sindra Sveinssonar og Páls Þórs Kristjánssonar f.h. húsfélagsins Fjarðarseli 2-18 þar sem skorað er á Reykjavíkurborg að banna bifreiðastöður við Flúðasel.

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur.