Miðborgin

Verknúmer : US130125

19. fundur 2013
Miðborgin, göngugötur 2013 og lokanir vegna framkvæmda
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. maí 2013 vegna samþykktar borgarráðs 16. maí 2013 á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs um göngugötur í miðborg Reykjavíkur 2013.



17. fundur 2013
Miðborgin, göngugötur 2013 og lokanir vegna framkvæmda
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, samgöngur ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. maí 2013 varðandi göngugötur í miðborg Reykjavíkur 2013 og lokanir gatna vegna framkvæmda í sumar.

Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við tillögu umhverfis- og skipulagssviðs.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir bókuðu:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt ríka áherslu á samráð við borgarbúa og rekstraraðila vegna lokana á götum í miðborginni á sumrin. Sérstaklega er mikilvægt að vakta áhrif lokana nú í sumar vegna framkvæmda á Hverfisgötu, Klapparstíg og Frakkastíg. Þeim götum mun verða lokað á sama tíma og sumarlokanir Laugarvegar og Skólavörðustígs verða í gildi. Fulltrúar SAF hafa lýst áhyggjum sínum vegna þessa. Auðvelt er að bregðast við ef með þarf þar sem lokun gatna er einföld aðgerð. Í kvöld hefur Reykjavíkurborg boðað til opins fundar vegna lokananna og nokkuð víst að margvísleg skoðanir muni koma fram þar enda eru sumarlokanir umdeildar. Mikilvægt er að borgarráð fái upplýsingar um þau sjónarmið sem fram koma á fundinum þegar málið verður til endanlegrar afgreiðslu í ráðinu á morgun.

Atkvæðagreiðsla fór fram þegar fulltrúi Sjálfsstæðisflokksins Jarþrúður Ásmundsdóttir hafði vikið af fundi.



14. fundur 2013
Miðborgin, göngugötur 2013 og lokanir vegna framkvæmda
Lagt fram erindi umhverfis- og skipulagssvið, samgögnur ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22 apríl 2013 varðandi göngugötur í miðborg Reykjavíkur 2013 og lokanir gatna vegna framkvæmda í sumar.

Frestað.