Umhverfis- og skipulagssvið

Verknúmer : US130095

16. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagssvið, kynjuð fjárhags- og starfsáætlanagerð
Fulltrúi vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að til viðbótar við þegar samþykkt tilraunaverkefni, verði áhrif hverfisskipulagsvinnu borgarinnar á konur og karla metin. Ljóst er að hverfisskipulagsáætlanir og aukin nærþjónusta mun hafa umtalsverð áhrif á hagi barnafjölskyldna og má leiða að því líkum að í kjölfarið muni verkaskipting á heimilum breytast til batnaðar sem svo aftur hefur áhrif á tækifæri kynjanna á vinnumarkaði.




Samþykkt.

13. fundur 2013
Umhverfis- og skipulagssvið, kynjuð fjárhags- og starfsáætlanagerð
Lagt fram minnisblað dags. 25. mars 2013 vegna tilraunaverkefnis USK vegna kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlanagerðar

Marta Guðjónsdóttir vék af fundi kl. 14:40.

Ráðið þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og tekur undir að verkefni I í minnisblaði væri það sem best myndi henta sviðinu að þessu sinni. Því er starfshópnum falið að vinna áfram að verkefninu.

Fulltrúi vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir lagi fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að til viðbótar við þegar samþykkt tilraunaverkefni, verði áhrif hverfisskipulagsvinnu borgarinnar á konur og karla metin. Ljóst er að hverfisskipulagsáætlanir og aukin nærþjónusta mun hafa umtalsverð áhrif á hagi barnafjölskyldna og má leiða að því líkum að í kjölfarið muni verkaskipting á heimilum breytast til batnaðar sem svo aftur hefur áhrif á tækifæri kynjanna á vinnumarkaði.
Frestað