Miklabraut

Verknúmer : US130088

13. fundur 2013
Miklabraut, áhrif lækkunar hámarkshraða
Lögð fram skýrsla Mannvits dags. í mars 2013 varðandi áhrif lækkunar hámarkshraða á Miklubraut.



Þorsteinn Hermannsson frá Mannvit kynnti
Umhverfis -og skipulagsráð bókaði:
"Skýrsla Mannvits um áhrif lækkunar hámarkshraða á hluta Miklubrautar var unnin fyrir Reykjavíkurborg og Vegagerðina. Niðurstöður skýrslunnar eru þær að lækkun hámarkshraða skilar betri hljóðvist, betri umhverfisgæðum og auknu öryggi. Umhverfis og skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að hefja viðræður við Vegargerðina um viðbrögð við skýrslunni en lækkun umferðarhraða hefur óumdeilda kosti fyrir nærliggjandi hverfi".