Vesturbæjarlaug

Verknúmer : US130038

9. fundur 2013
Vesturbæjarlaug, Framkvæmdir 2013, nýtt pottasvæði
Kynnt fyrirkomulag, frumkostnaðaráætlun og áætlaður framkvæmdatími vegna Vesturbæjarsundlaugar. Einnig er lagður fram uppdráttur dags. 12. febrúar 2013.

Rúnar Gunnarsson sat fundinn undir þessum lið.

Samþykkt

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson greiddi atkvæði á móti afgreiðslu málsins og bókaði:"Fulltrúi Vinstri-hreyfingarinnar græns framboðs í skipulagsráði telur að nýr og vandaður pottur sem skipulagsráð leggur til að verði byggður við Vesturbæjarlaug sé eftirsóknarverð viðbót við laugina en þurfi að falla betur að formi laugarinnar og stærð en tillagan gerir ráð fyrir. Úr því væri auðvelt að bæta. Atkvæði gegn fyrirliggjandi tillögu er greitt á þeim grunni"







5. fundur 2013
Vesturbæjarlaug, Framkvæmdir 2013, nýtt pottasvæði
Kynnt fyrirkomulag, frumkostnaðaráætlun og áætlaður framkvæmdatími vegna Vesturbæjarsundlaugar. Einnig er lagt fram bréf mannvirkjadeildar umhverfis- og samgöngusviðs dags. 18. desember 2012.

Ámundi V. Brynjólfsson skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds og Rúnar Gunnarsson deildarstjóri tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

Frestað.



4. fundur 2013
Vesturbæjarlaug, Framkvæmdir 2013, nýtt pottasvæði
Kynnt fyrirkomulag, frumkostnaðaráætlun og áætlaður framkvæmdatími vegna Vesturbæjarsundlaugar. Einnig er lagt fram bréf mannvirkjadeildar umhverfis- og samgöngusviðs dags. 18. desember 2012.

Frestað.