Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Húsahverfi svæði C, Hólmsheiði, fangelsislóð, Sundlaugavegur 30, Frostaskjól 2, Blikastaðavegur 2-8, Hverfisgata 57, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Skipulagsráð, Öskjuhlíð, Vatnsmýrin, Skipulagsráð, Miðborgin, Betri Reykjavík, Ártúnshöfði, Nelson Mandela torg, Reykjavíkurflugvöllur, Sóleyjarimi 4 og 6, Pósthússtræti 11, Sléttuvegur, Hrafnista, Seljahverfi,

Skipulagsráð

300. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 19. desember kl. 09:08, var haldinn 300. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Björn Stefán Hallsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Valný Aðalsteinsdóttir og Margrét Þormar. Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 14. desember 2012.



Umsókn nr. 120562 (02.84)
2.
Húsahverfi svæði C, breyting á skilmálum vegna húsagerðar E8 og E9
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. desember 2012 að breytingu á skilmálum deiliskipulags "Húsahverfi Grafarvogur III svæði C" , vegna húsagerðarinnar E8 og útbyggingum. Breytingin felst í því að heimilt hámarks byggingarmagn er hækkað og heimildum til útbyggingar breytt.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120371
510391-2259 Framkvæmdasýsla ríkisins
Borgartúni 7 150 Reykjavík
531107-0550 Arkís arkitektar ehf
Höfðatúni 2 105 Reykjavík
3.
Hólmsheiði, fangelsislóð, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 10. ágúst 2012 var lagt fram erindi Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 9. ágúst 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiði, fangelsislóðar. Í breytingunni felst m.a. breyting á girðingum, samkvæmt uppdrætti Arkís arkitekta dags. 8. ágúst 2012.

Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 120563
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
4.
Sundlaugavegur 30, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 14. desember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna lóðarinnar nr. 30 við Sundlaugarveg. Í breytingunni felst að byggja tveggja hæða varðturn ofan á núverandi búningsaðstöðu Laugardalslaugarinnar, samkvæmt uppdr. Landslags ehf. dags. 12. desember 2012.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120564 (01.51.69)
700169-3919 Knattspyrnufélag Reykjavíkur
Frostaskjóli 2 107 Reykjavík
5.
Frostaskjól 2, Breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Knattspyrnufélags Reykjavíkur dags. 14. desember 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis KR vegna lóðarinnar nr. 2 við Frostafold. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir þrjár færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdr. framkvæmda- og eignasviðs dags. 14. desember 2012. Einnig er lagt fram samþykki Knattspyrnufélags Reykjavíkur f.h. lóðarhafa Frostaskjóls 2 og 4 dags. 14. desember 2012.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Frostaskjóli 13, 15, 17, 19, 21, 23 og 25 og Fjörugranda 2, 4, 6, 8, 10 og 12.

Umsókn nr. 120228 (02.4)
531107-0550 Arkís arkitektar ehf
Höfðatúni 2 105 Reykjavík
6.
Blikastaðavegur 2-8, breytt deiliskipulag vegna gagnavers
Lagt fram erindi Arkís dags. 16. maí 2012 ásamt uppdrætti dags. 20. apríl 2012 um breytingu á deiliskipulagi að Blikastaðavegi 2-8. Breytingin felst í því að lóðin verði skilgreind sem verslunar, þjónustu og athafnasvæði og afmarkaðir verða 3 nýir byggingareitir á lóðinni.



Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120570 (01.15.25)
660504-2060 Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
460212-1460 Hverfill ehf.
Helluvaði 1 110 Reykjavík
7.
">Hverfisgata 57, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Plús arkitekta varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.5 vegna lóðarinnar nr. 57 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst hækkun á húsinu um eina hæð ásamt auknu byggingarmagni á lóðinni samkvæmt uppdrætti Plús arkitekta dags. 18. desember 2012.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 57 við Hverfisgötu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir. Deiliskipulag lóðanna Hverfisgata 59-61 og Frakkastígs 6b verður tekið til endurskoðunar síðar.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 44003
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 712 frá 18. desember 2012.




Umsókn nr. 120566
9.
Skipulagsráð, menningarminjalög
Kynnt ný lög um menningarminjar sem taka gildi um áramótin 2012-2013

Anna Lísa Guðmundsdóttir kynnti.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 10:20, Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum á sama tíma, þá átti eftir að fjalla um mál nr. 6 og 7 á dagskránni.


Umsókn nr. 120035 (01.76)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10.
Öskjuhlíð, opin hugmyndasamk/ samkeppnislýsing
Kynnt niðurstaða dómnefndar í hönnunarsamkeppni um skemmtilegri Öskjuhlíð. Í samkeppnina bárust tillögur frá 58 aðilum og voru margar þeirra mjög fjölbreyttar og frjóar.
Hlín Sverrisdóttir kynnti.

Umsókn nr. 120558 (01.6)
521280-0189 Minjasafn Reykjavíkur
Pósthólf 10020 130 Reykjavík
11.
Vatnsmýrin, fornleifaskrá og húsakönnun
Lagt fram bréf Minjasafns Reykjavíkur dags. 10. desember 2012 ásamt drögum að húsakönnun dags. 10. desember 2012 varðandi mannvirki frá árum seinni heimsstyrjaldar og varðveislugildi þeirra.

Frestað.

Umsókn nr. 120569
12.
Skipulagsráð, leiðrétt fundargerð frá 3. desember 2012.
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar að fundargerð skipulagsráðs frá 3. desember 2012 yrði lagfærð þannig að í afgreiðslu málsins væri bókun Sjálfstæðismanna lögð fram fyrst síðan bókun áheyrnarfulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs og að lokum bókun Besta flokksins og Samfylkingarinnar.

Samþykkt.


Umsókn nr. 120302
13.
Miðborgin, hús sem má rífa samkv. deiliskipulagi
Lögð fram samantekt dags. júní 2012 yfir hús sem má rífa í miðborginni samkvæmt samþykktu deiliskipulagi

Kynnt.

Umsókn nr. 120486
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14.
Betri Reykjavík, Matarmarkaður við höfnina á sumrin
Á fundi skipulagsstjóra 30. nóvember 2012 var lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. október 2012 " Matarmarkaður við höfnina á sumrin" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Frestað.

Umsókn nr. 120552 (04.0)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15.
Ártúnshöfði, landþróun og skipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 7. desember 2012 ásamt erindi Faxaflóahafna og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar dags. 30. nóvember 2012 varðandi landþróun og skipulag á Ártúnshöfða og Sævarhöfða. Borgarráð samþykkti á fundi sínum 6. desember 2012 að vísa erindinu til umsagnar skipulagsráðs.
Frestað.

Umsókn nr. 120474
16.
Nelson Mandela torg, bréf Arkitektur- og designhögskolen i Oslo
Lagt fram bréf Arkitektur- og designhögskolen i Oslo dags. 5. október 2012 varðandi útfærslu á Nelson Mandela torgi í Reykjavík.
Frestað.

Umsókn nr. 120511 (01.6)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
17.
Reykjavíkurflugvöllur, frumvarp til laga
Lagt fram bréf borgarráðs 7. desember 2012 vegna samþykktar borgarráðs þann 6. desember 2012 á umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. nóvember 2012 og sameiginlegri umsögn skrifstofu borgarstjórnar og borgarlögmanns dags. 28. nóvember 2012 um frumvarp til laga um miðstöð innanlandsflugs.



Umsókn nr. 120526 (02.53.45)
18.
Sóleyjarimi 4 og 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 7. des. 2012 um samþykkt borgarráðs dags. 6. des. 2012 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi vegna Sóleyjarima 4 og 6.



Umsókn nr. 120519 (01.14.05)
620698-2889 Hótel Borg ehf
Borgartúni 26 105 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
19.
Pósthússtræti 11, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 7. des. 2012 um samþykkt borgarráðs dags. 6. des. 2012 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi vegna Pósthússtrætis 11.



Umsókn nr. 120500 (01.79)
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
570269-2679 Sjómannadagsráð Rvíkur/Hafnarfj
Laugarási Hrafnistu 104 Reykjavík
20.
Sléttuvegur, Hrafnista, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 7. des. 2012 um samþykkt borgarráðs dags. 6. des. 2012 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar Hrafnistu á Sléttuvegi.



Umsókn nr. 120520 (04.9)
21.
Seljahverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 7. des. 2012 um samþykkt borgarráðs dags. 6. des. 2012 á auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna tengingu gangstíga.