Skipulagsráð, Holtsgöng, nýr Landspítali, Hringbraut, Nýr Landspítali við Hringbraut,

Skipulagsráð

297. fundur 2012

Ár 2012, mánudaginn 3. desember kl. 09:13, var haldinn 297. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Stefán Finnsson, Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Margrét Leifsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 120537
1.
Skipulagsráð, minning
Formaður skipulagsráðs, Páll Hjalti Hjaltason kveður sér hljóðs utan dagskrár og minnist fyrir hönd skipulagsráðs, Jóhannesar Kjarvals arkitekts, fyrrum starfsmanns skipulags- og byggingarsviðs, sem lést sl. laugardag, 69 ára að aldri.
Skipulagsráð Reykjavíkur og starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs senda fjölskyldu Jóhannesar Kjarvals samúðarkveðjur, um leið og honum er þakkað fyrir mikilvæg störf sín í þágu skipulagsmála hjá Reykjavíkurborg.



Umsókn nr. 80245
2.
Holtsgöng, nýr Landspítali, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga nýr Landspítala dags. 7. nóvember 2011 breytt í maí 2012 ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu dags. í maí 2012. Einnig er lögð fram umsögn Hafnarfjarðar dags. 9. maí 2012, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 9. maí 2012, umsögn skipulagsnefndar Mosfellsbæjar dags. 10. maí 2012 og umsögn Vegagerðarinnar dags. 21. maí 2012 og umsögn skipulagsnefndar og bæjarstjórnar kópavogs dags. 24. maí 2012. Tillagan var auglýst frá 10. júlí 2012 til og með 4. september 2012. Auglýsing var framlengd til 19. október 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þórir Einarsson dags. 4. sept, Friðrik Kjarrval, dags. 4. sept. Metróhópur Háskóla Íslands dags. 4. sept. Guðrún Bryndís Karlsdóttir dags. 4. sept., Íbúasamtök 3. hverfis dags. 4. sept., Guðrún D. Harðardóttir dags. 4. sept., Sturla Snorrason dags. 4. sept.,Hörður Einarsson dags. 4. sept., Hverfisráð Hlíða dags. 4. sept., Steinunn H. Yngvadóttir dags. 4. sept. og Kjartan T. Hjörvar. Jafnframt er lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um umhverfisskýrslu dags. 4. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn tölvupóst þar sem óskað var eftir framlengingu á fresti til að senda inn athugasemdir: Þóra Andrésdóttir dags. 4. sept., Guðríður Adda Ragnarsdóttir dags. 3. sept., Björn B. Björnsson dags. 4. sept. og bréf Jónína Birna Halldórsdóttir dags. 4. sept. 2012. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis- og samgöngusviðs dags. 5. nóvember 2012 varðandi framtíðarþróun umferðar í nágrenni við nýjan Landspítala. Einnig eru lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2012.

Samþykkt að vísa breytingartillögu ásamt greinargerð, umhverfisskýrslu (sbr. 9 gr. laga nr. 105/2006) og umsögn um athugasemdir til afgreiðslu í borgarráði, sbr. 1. og 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga með fjórum atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar og Elsu Hrafnhildar Yeoman og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson greiddu atkvæði á móti tillögunni.




Umsókn nr. 120092
3.
Hringbraut, breyting á deiliskipulagi færslu Hringbrautar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hringbrautar. Í breytingunni felst að felldur er úr gildi hluti deiliskipulagsins umhverfis Hlíðarfót. Svæðið verður innan deiliskipulagsmarka Landsspítala Háskólasjúkrahúss, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 22. nóvember 2011, breytt. 12. mars 2012. Tillagan var auglýst frá 10. júlí til og með 20. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Friðrik Kjarrval dags. 4. sept., Sturla Snorrason dags. 4. sept. Guðrún D. Harðardóttir dags. 4. sept., Steinunn H. Yngvadóttir dags. 4. sept., og Hörður Einarsson dags. 4. september.
Einnig eru lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. desember 2012.

Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl 11:10.
Samþykkt með vísan til umsagnar umsagnar skipulagsstjóra dags. 2. desember 2012 með fjórum atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar og Elsu Hrafnhildar Yeoman og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir greiddu atkvæði á móti tillögunni.

Vísað til borgarráðs.





Umsókn nr. 110037 (01.19)
4.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 og fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011. Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 8. mars 2012 br. 26. mars 2012 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 8. mars 2012, greinargerð og skilmálar dags. 8. mars 2012 br. 26. mars 2012 , uppfærð 7. júní 2012, ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011, þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011, minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011, minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011. Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur: ,,greinargerð um samgöngur'' dags. 19. mars 2012, ,,þyrlupallur forsendur'' dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,gróður á lóð Landspítalans '' dags. 10. maí 2011, breytt 12. mars 2012, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011, kynningarbréf dags. 30. maí 2011 og ,, hljóðvistarskýrsla´´dags. 20. mars 2012., ásamt hljóvistarkortum. Einnig er lögð fram lokaskýrsla Fornleifaverndar ríkisins, Grænaborg " Úr borg í bæ", útgáfuár 2012 vegna rannsókna á fornleifum á lóð Landspítalans sumarið 2011. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt til og með 1. október 2011. Athugasemdir og ábendingar bárust. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011, umferðarskýrsla umhverfis og samgöngusviðs dags. 19. mars 2012 minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011, drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut, minnisblað Haraldar Ólafssonar veðurfræðings dags. í febrúar 2012 um vindafar við nýjan Landsspítala Háskólasjúkrahús, minnisblað SPITAL dags. 28. febrúar 2012, snið 1 snið G vegna sjúkrahótels og áhættugreining vegna tengibrúa dags. 27. janúar 2012. Jafnframt er lögð fram athugasemd Einars Eiríkssonar og Ásdísar Ólafar Gestsdóttur f.h. Átakshóps Suður Þingholtanna "Verjum hverfið" dags. 4. maí 2012. Tillagan var auglýst frá 10. júlí til og með 19. október 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 28. ágúst 2012: Gunnar Gunnarsson. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 30. ágúst 2012: Páll Halldór Halldórsson, Guðrún Finnbogadóttir, Þorsteinn Halldórsson, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, Kristín G. Ingimundardóttir, Sigurjón Stefánsson, Kári Þór Samúelsson, Erla S. Ingólfsdóttir, Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir, Jónas Hallgrímsson, Kristbjörg Björnsdóttir, Sigrún Rafnsdóttir, Jóna Ann Pétursdóttir, Guðrún Thorsteinsson, 62 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 31. ágúst 2012: Magnús Baldursson og Áslaug Arna Stefánsdóttir, Einar Eiríksson og Ásdís Ólöf Gestsdóttir f.h. Átakshóps Suður Þingholtanna "Verjum hverfið", 6. samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 1. september 2012: Hrefna Ingólfsdóttir, Bergþór Haraldsson, Elsa Eiríksdóttir. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 2. september 2012: Magnús Grétarsson, 5 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 3. september 2012: Gyða Einarsdóttir, Einar Valur Ingimundarson, Íris Ágústsdóttir, Jóhanna Svala Rafnsdóttir, Helga Ágústsdóttir, Breki Karlsson, Ólafur Haraldsson, Páll Torfi Önundarson, Sigrún Theodórsdóttir, Gunnar Roach, Brimrún Hrönn Hafsteinsdóttir, Bjarni Magnússon, Roald Viðar Eyvindsson, Pétur Húni Björnsson, Urður Hákonardóttir ásamt Jóni Atla Jónassyni og Kríu Ragnarsdóttur, Valgerður Árnadóttir, Olgeir Helgason, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, 49. samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 4. september 2012: Rakel Edda Ólafsdóttir og Karl Arnar Arnarson, Júlíus Valsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Sigríður Arna Arnþórsdóttir, Anna K. Kristjánsdóttir, Jón Birgir Magnússon, Herdís L. Storgaard, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Ólafur Þórðarson, Ólafur Rúnarsson, Sverrir Páll Erlendsson, Ólafur Rögnvaldsson, Sólveig Rós Másdóttir, Anna Hugadóttir, Sigurður Jónsson, Gunnar Guðbjörnsson, Jarþrúður Karlsdóttir, Margrét M. Norðdahl, Ásdís Schram, Haraldur Unason Diego, Árni Gunnarsson, Þórunn Lárusdóttir, Guðný Einarsdóttir, Sigurður H. Sigurðsson, Björn Kristins f.h. Metróhóps Háskóla Íslands, Kristín Atladóttir, Ólöf Pétursdóttir, Bergur Ólafsson, Birgir Jón Birgisson, Katrín Georgsdóttir, Magnús Sævar Magnússon, Þóra Marteinsdóttir, Hilda G. Birgisdóttir, Ólafur G. Sigurðsson, María Rún Bjarnadóttir, Linda María Þorsteinsdóttir, Jórunn Edda Helgadóttir, Steinunn H. Yngvadóttir, Ólafía Sólveig Einarsdóttir, Auður Styrkársdóttir, Þórir Einarsson, Ilmur Dögg Gísladóttir, Ragna Þyrí Dögg Guðlaugsdóttir, Helgi Borg Jóhannsson, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Friðrik Friðriksson, Þórir Bergsson, Steinunn Gestsdóttir, Kolbrún Jarlsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, Ingunn Ingimarsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Viktoría Áskelsdóttir, Steinunn Friðriksdóttir, Alda Björk Óskarsdóttir, Margrét, Þ. Johnson, Ragnheiður Aradóttir, Jón Rafn Jóhannsson, Fríða Britt Bergsdóttir, Helga Björnsdóttir, Sigurður Halldórsdóttir,Guðrún Bryndís Karlsdóttir, Guðlaugur Gauti Jónsson, Friðrik Kjarrval, Katrín Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Einar Bragason, Grímur Garðarsson, Gunnar Árni Gunnarsson, Sturla Snorrason, Andrea Þormar, Ísak S. Hauksson, Tómas Örn Stefánsson, Þórunn Brandsdóttir, Herdís Anna Jónasdóttir, Guðrún D. Harðardóttir, Svala Jónsdóttir, Kristín L. Ragnarsdóttir, Alfreð Sturla Böðvarsson, Auðbjörg Erlingsdóttir, Steinunn Þórhallsdóttir f.h Íbúasamtaka 3. Hverfis, Þóra Andrésdóttir, Hilmar Sigurðsson f.h Hverfisráðs Hlíða, Eyvindur Karlsson, Björgólfur Thorsteinsson, Gunnar Grímsson, Kristinn Ingi Þórarinsson, Ástvaldur Kristjánsson, Hörður Einarsson, Kjartan Valgarðsson, Hafdís Þórisdóttir, Atli Már Jósafatsson, 283 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 5. september 2012: Nína Helgadóttir, Björg Sigurðardóttir, Ingunn Hjaltadóttir, Stefánía Pálsdóttir, 14. samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 6. september 2012: Páll Birgir Wolfram, Sævar Jónatansson og Þórunn Þorgilsdóttir, Dómhildur Karlsdóttir, Þorgeir Steingrímsson, Róbert Grétar Gunnarsson og 11 samhljóðandi bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 7. september 2012: Svava Ágústa Júlíusdóttir, Stefán Sveinsson, Íris Gunnarsdóttir, Erna Grétarsdóttir og Gunnar Árni Þorkelsson, Jónatan Karlsson, 7 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 8. september 2012: Kristinn Tómasson, Björk Jóhannesdóttir, 3 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 9. september 2012: Ingunn Hjaltadóttir. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 10. september 2012: Þrándur Sigurjón Ólafsson. Eftirtaldir aðilar senu inn athugasemdir dags. 12. september 2012: Guðrún Erla Leifsdóttir, 2. samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 15. september 2012: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Helga Helgadóttir, Júlía G. Björnsdóttir, Guðrún Árnadóttir og Ólafur H. Ólafsson, Jón Ingi Árnason, Þorsteinn Sæmundsson, Hildur Jónsdóttir. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 16. september 2012: Theódóra Anna Torfadóttir, Gauti Kjartan Gíslason. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 17. september 2012: Birgir Grímsson, Vilborg Traustadóttir, Hrönn Hjálmarsdóttir, 31 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 18. september 2012: Júlía Björnsdóttir, Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök miðborgar, Guðrún Indriðadóttir, Kristín Aðalsteinsdóttir, Bryndís Ragnarsdóttir, Arnþór Ragnarsson, Kristín B Óladóttir og Þórður Á Hjaltested f.h Kennarasambands Íslands, 4 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 19. september 2012: Jakob Emilsson, Aron Ólafsson, Olga Dís Sævarsdóttir, Steinunn Pálsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Kristín Sjöfn Sigurðardóttir, María Guðmundsdóttir, Helgi Máni Sigurðsson, Heiðar Reyr Ágústsson, Sigurður Einar Gylfason, Elín H. Laxdal, Gunnar Bill Björnsson, Steinar Guðsteinsson, Snorri Gunnarsson, Jón Ármann Steinsson, Ragnar Halldórsson, Óli Jón Sigurðsson, Ragnheiður K. Karlsdóttir, Margrét Breiðfjörð, Kristinn Leifsson, Jóhann Kristján Eyfells, Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir, Bergljót Brand, Guðrún Birna Finnsdóttir, Andrea Kristinsdóttir, Hinrik Morthens, Jóhannes Hauksson, Sigurður Guðmundsson, Vigfús Björnsson,Tinna Finnbogadóttir, Lilja Sólrún Halldórsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Sesselja Magnúsdóttir, Bjarki Þór Jóhannesson, Ásbjörg Hjálmarsdóttir, Unnur Valdís Kristjánsdóttir, Brynhildur S. Björnsdóttir, Ósk Laufey Óttarsdóttir, Eygló Þorgeirsdóttir, Guðrún Á Jónsdóttir, Tryggvi Hjörvar, Gísli Gestsson, Ólafur Kjartansson, Barði Ólafsson, H. Hrannar Ásgrímsson, Bjarni Kjartansson, Guðbjörg Á Guðmundsdóttir, Bjarni Kjartansson, Ragnhildur Hólm, Lára Emilsdóttir, aðsend grein á vísir.is eftir Þóru Andrésdóttur, Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, Hildur Jörundsdóttir, Ingifríður R. Skúladóttir, Valdimar Þór Brynjarsson, Kolbrún Karlsdóttir, Gunnar Þór Kjartansson, Sveinn Ragnarsson, Þröstur Már Bjarnason, Kristlaug S. Sverrisdóttir, Arnar Sigurjónsson, Ingvar Ragnarsson, Kristín R. Magnúsdóttir, Margrét Brynjólfsdóttir, Sólbjörg G. Sólversdóttir, Hildur Arna Gunnarsdóttir, Hrund Magnúsdóttir, Jón Helgi Þórarinsson, Páll Guðmundsson, Kristinn Guðmundsson ásamt Önnu G. Ólafsdóttur og Önnu V. Pálsdóttur, Karl Haraldsson, William Kristjánsson, Bjarmi Freyr Sigurðsson, Ingibjörg og Georg, Ingibjörg Þórisdóttir, Daði Hannesson, Jóhannes Vilhjálmsson, Laufey Hrönn Jónsdóttir, Sæbjörn Konráðsson, Kristinn Roach Gunnarsson, Reynir Valdimarsson, Dóra Ósk Bragadóttir, Kristín Marselíusardóttir, Helga Þórhallsdóttir, Gunnar Sveinbjörnsson, Ásbjörn Torfason, María Ívarsdóttir, Elín Birna Vigfúsdóttir, Reynir Valdimarsson, Andrea Marta Vigfúsdóttir, Reynir Pálmason, Sigurborg í Hólm, 15 samhljóða bréf bárust. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 20. september 2012: Þórdís Björgvinsdóttir ásamt Stefáni Ingvari Guðmundssyni, Soffíu Rós Stefánsdóttur, Kristfríði Rós Stefánsdóttur og Steinþóri Stefánssyni, Arndís Bjarnadóttir, Fríða Nicholls-Hauksdóttir, Þorvaldur Gylfason, Jommi, Oddný Bergþóra Helgadóttir, Guðríður Sigurbjörnsdóttir, Kristján Ingólfsson, Una N. Svane, Þóra Jónsdóttir, Baldur Jóhannesson, Þóra Jónsdóttir, Elísabet Anna Vignir, Þórunn María Einarsdóttir, Þórður Eggert Viðarsson, Una Björg Magnúsdóttir, Sigurður Arnarsson, Didda Scheving Björnsdóttir, Árni Jónsson og Ingunn Guðrún Árnadóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Erling Smári Jónsson ásamt Hafþóri Úlfari Erlingssyni og Kristínu Helgu Erlingsdóttur, Gunnar Brynjólfur Gunnarsson, Unnþór Bergmann Halldórsson, Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, Einar Jónsson, Hólmfríður Traustadóttir, Ólafur Jónsson, Hugrún Margrét Óladóttir, Björk Baldursdóttir, Valgerður Anna Einarsdóttir, 22 samhljóða bréf bárust ásamt. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 21. september 2012: Árni Kjartansson. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 24. september 2012: Hanna S. Kjartansdóttir. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 25. september 2012: Kristinn Lund. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 3. október 2012: Anna Beta Gísladóttir ásamt Önnu Fjalarsdóttur og Gísla Skúlasyni. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 18. október 2012: Eva Thorstensen, Þórður Ólafur Búason f.h skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarnesbæjar. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir dags. 19. október 2012: Einar Baldvin Pálsson, Kjartan T. Hjörvar. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 19. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn tölvupóst þar sem óskað var eftir framlengingu á fresti til að senda inn athugasemdir/umsagnir: Kristín Lóa Ólafsdóttir f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. ágúst, Þóra Andrésdóttir dags. 30. ágúst, Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Björn B. Björnsson dags. 4. sept. og Jónína Birna Halldórsdóttir dags. 4. sept. 2012. Jafnframt er lagt fram bréf Jóns Heiðars Þorsteinssonar dags. 8. september þar sem athugasemd er dregin tilbaka. Allar athugasemdir í einu skjali. Einnig er lagt fram minnisblað umhverfis og samgöngusviðs dags. 5. nóvember 2012 varðandi framtíðarþróun umferðar í nágrenni við nýjan Landspítala.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. desember 2012.


Samþykkt með vísan til umsagnar umsagnar skipulagsstjóra dags. 2. desember 2012 með þeim breytingum sem fram komu á fundinum, með fjórum atkvæðum fulltrúa Besta flokksins Páls Hjaltasonar og Elsu Hrafnhildar Yeoman og fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur sem óskuð bókað
"Undirbúningur að uppbyggingu við Landspítalann hefur staðið í meira en 10 ár. Að baki eru tvær alþjóðlegar samkeppnir. Auk þess hafa verið unnar fjölmargar skýrslur og úttektir um fyrirhugaða uppbyggingu: staðsetningu, byggingarmagn og umferðarmál. Fá mál hafa fengið jafnmikla kynningu meðal almennings og umfjöllun í skipulagsráði.
Hinar fjölmörgu athugasemdir sem borist hafa eru skiljanlegar. Samhljóma athugasemdir bárust á fyrri stigum. Þær höfðu áhrif á endanlega útfærslu skipulagsins. Nákvæm og ítarleg svör við öllum athugasemdum liggja nú fyrir. Skipulagsráð telur að þar sé með sannfærandi hætti sýnt fram að staðsetning nýja spítalans er skynsamleg, að umferðarmál séu ásættanleg og þörf á byggingarmagni vel rökstudd af uppbyggingaraðila.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Marta Guðjónsdóttir greiddu atkvæði á móti tillögunni og óskuðu bókað
" Gríðarleg sterk viðbrögð hafa borist við auglýstum skipulagstillögum um Landspítalann. Engin fordæmi eru fyrir svo vel rökstuddum athugasemdum sem sumar eru settar fram sem ítarlegar greinargerðir. Nokkrar eru skrifaðar fyrir hönd samtaka fólks og íbúasamtaka.
Með afgreiðslu skipulagsráðs í dag er verið að glata einstöku tækifæri til að styrkja spítalastarfsemi á svæðinu með skynsamlegri uppbyggingu í sátt við eldri byggð. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fallast ekki á slíka óraunhæfa uppbyggingu sem mun verða óafturkræf og í engu samræmi við þá byggð sem þar stendur nú, hvorki á reitnum né í nærliggjandi hverfum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa greitt atkvæði gegn tillögunni og gert grein fyrir afstöðu sinni á fyrri stigum.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins er í uppnámi vegna þessa enda ekki samstaða meðal aðildarsveitarfélaga.
Samkvæmt fréttum var á fundi ríkisstjórnarinnar síðast liðinn föstudag (30.nóvember) upplýst að ekki lægi fyrir samkomulag við lífeyrissjóði varðandi fjármögnun verkefnisins en þeir treysta sér ekki í stærsta hluta verksins. Fjármögnun þarf því að hugsa upp á nýtt sem opinbera framkvæmd og breyta lögum á Alþingi vegna þess. Skipulagsráð ætti því að nýta tímann til þess að skoða þetta mál betur í stað þess að boða til aukafundar í skipulagsráði og í borgarstjórn til þess að klára málið á miklu meiri hraða en talist getur eðlilegt.
Uppbygging á Landspítalalóðinni er eitt umdeildasta skipulagsmál sem unnið hefur verið að hjá borginni sem endurspeglast í fjölda mótmæla og mikilli þjóðfélagsumræðu. Athygli vekur að við afgreiðslu úr skipulagsráði tekur meirihlutinn ekki tekið tillit einnar einustu athugasemdar.

Áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfi Hjartarson óskaði bókað" Stefna um uppbyggingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hringbraut hefur lengi legið fyrir en koma þarf starfseminni fyrir í sátt við borgarbúa og gott borgarskipulag. Því marki er ekki náð í þeirri deiliskipulagstillögu sem nú liggur fyrir skipulagsráði. Meirihluti ráðsins hefur ekki staðið nógu fast gegn of miklu umfangi bygginga á spítalasvæðinu vestanverðu. Svæðið austanvert er lítið útfært og svæði eldri bygginga ekki vel nýtt. Þá hafa borist meira en átta hundruð athugasemdir við tillöguna sem meirihluti ráðsins kýs að láta engu breyta um umfang og tilhögun bygginga.

Mikill þungi uppbyggingar verður á svæðinu suðvestanverðu, næst Barónsstíg, Einarsgarði og nýrri Hringbraut. Þar er Hringbrautin gamla látin víkja fyrir gríðarstórum meðferðar- eða bráðakjarna sem hefur verið hækkaður um eina hæð. Austar á lóðinni, nær mislægum gatnamótum og Snorrabraut, er uppbygging lítil þar til í síðari áfanga sem enginn veit hvenær verður né í hvaða mynd. Hugmyndir hönnunarhópsins um þann áfanga hafa þróast á þann veg að þær styðja ekkert við Snorrabraut sem gegnir lykilhlutverki í borgarskipulagi, ekki síst þegar Vatnsmýri byggist upp. Við Eiríksgötu er lítið byggt og efst á gömlu spítalalóðinni, ofan við svonefnda K-byggingu, virðist ekki gert ráð fyrir byggingum. Fulltrúi Vinstri-grænna í skipulagsráði Reykjavíkur styður uppbyggingu sjúkrahúss við Hringbraut en skipulagstillagan sem hér er til umfjöllunar nær ekki settum markmiðum um sátt við umhverfið og gott skipulag."

Vísað til borgarráðs