Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Kirkjuteigur 21, Hraunbær 102, Einholt-Þverholt, Háskóli Íslands, vestan Suðurgötu, Þórsgata 13, Hænsnahald í Reykjavík, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Bergstaðastræti 56, Árleynir 2-22 Keldnaholti, Betri Reykjavík, Suðurgata milli Túngötu og Kirkjugarðsstígs, Guðrúnargata 8, Kjalarnes, Melavellir, Skólavörðustígur 40, Hjálmholt 6,

Skipulagsráð

290. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 17. október kl. 09:12, var haldinn 290. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Stefán Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir og Haraldur Sigurðsson Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 5. og 12. október 2012.



Umsókn nr. 120299 (01.36.11)
260448-4129 Erlendur Jónsson
Seljugerði 7 108 Reykjavík
491006-1960 Teiknilist ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
2.
Kirkjuteigur 21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Erlendar Jónssonar og Hönnu Maríu Siggeirsdóttur dags. 19. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 21 við Kirkjuteig. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli, fjölgun á íbúðum o.fl. samkvæmt uppdrætti Teiknilistar ehf. dags. 30. maí 2012. Einnig er lagt fram skuggavarp ódags. Tillagan var auglýst frá 25. júlí til 5. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Hverfisráð Laugardals, dags. 29. ágúst 2012, Leó E. Löve f.h. eig. Hraunteigi 16 dags. 28. ágúst 2012 og bréf 17 eigenda/íbúa í Teigahverfi dags. mótt. 5. september 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3.október 2010.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.3.október 2012.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120266 (04.34.33)
701211-1620 Hraunbraut ehf.
Síðumúla 12 108 Reykjavík
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Ármúla 1 108 Reykjavík
3.
Hraunbær 102, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Hraunbrautar ehf. dags. 4. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbæjar vegna lóðarinnar nr. 102D og E við Hraunbæ. Í breytingunni felst breyting á notkun hússins, samkvæmt uppdr. KRark dags. 3. maí 2012. Grenndarkynning stóð frá 4. júlí til og með 1. ágúst 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ketill Pálsson dags. 4. júlí 2012 og Benedikt Franklínsson dags. 31. júlí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. ágúst 2012.

Samþykkt með vísan til a-liðar 12.gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra dags.10.ágúst 2012

Umsókn nr. 120167 (01.24.43)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
4.
Einholt-Þverholt, lýsing, nýtt deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lagt fram að nýju erindi Ask arkitekta dags. 17. ágúst 2012 ásamt tillögu um nýtt deiliskipulag á reitnum Einholt- Þverholt sem afmarkast af Einholti, Háteigsvegi, Þverholti og Stórholti. Tillagan felur í sér uppbygginu íbúða á suðurhluta reitsins samkvæmt uppdrætti og skýringarmynd dags. 15. ágúst 2012. Tillagan var kynnt til og með 20. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar : Þórarinn Hauksson dags. 7. september 2012, Bjarni Þór Kjartansson dags. 17. september 2012 og Svanborg R. Jónsdóttir dags. 24. september 2012. Að loknum athugasemdarfresti barst athugasemd frá Jóhannesi Þórðarsyni dags. 28. september 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. október 2012.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120454 (01.55)
600169-2039 Háskóli Íslands
Sæmundargötu 2 101 Reykjavík
5.
Háskóli Íslands, vestan Suðurgötu, breyting á deiliskipulagi, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Lögð fram umsókn Háskóla Íslands dags. 9. október 2012 um breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu, reit A1, skv. uppdrætti Teiknistofu Arkitekta, dags. 3. okt. 2012. Um er að ræða aukið byggingarmagn vegna svæðis B, lóð Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur.

Frestað.

Umsókn nr. 120453 (01.18.11)
160977-4779 Karl Sigfússon
Þórsgata 13 101 Reykjavík
6.
Þórsgata 13, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Karls Sigfússonar dags. 11. október 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Þórsgötureits vegna lóðarinnar nr. 13 við Þórsgötu samkvæmt uppdrætti Bjarna Snæbjörnssonar ark. dags. 8. desember 2011.

Synjað.
Skipulagsráð fellst ekki á breyta deiliskipulagi á þann hátt sem lagt er til í tillögunni.
Jórunn Frímannsdóttir greiðir atkvæði gegn afgreiðslunni.



Umsókn nr. 120463
7.
Hænsnahald í Reykjavík, drög að heilbrigðissamþykkt
Kynnt drög að heilbrigðissamþykkt dags. í október 2012 um hænsnahald í Reykjavík.

Rósa Magnúsdóttir heilbrigðisfulltrúi kynnti.

Umsókn nr. 110200
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 150 Reykjavík
8.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag 2010-2030, drög að tillögu
Lögð fram drög að greinargerð aðalskipulags Reykjavíkur dags. júlí 2012. Lögð fram skjölin " Veitur, grunnkerfi" "Kaupmaðurinn á horninu" og "Hæðir húsa".

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl 10:45

Samþykkt að vísa framlögðum skjölum, "Veitur, grunnkerfi. Kaupmaðurinn á horninu og hæðir húsa" til umræðu og kynningar hjá íþrótta- og tómstundaráði, mannréttindaráði, menningar- og ferðamálaráði, skóla- og frístundaráði, velferðarráði, umhverfis- og samgönguráði, stjórn Faxaflóahafna og Orkuveitunni.

Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson óskuðu bókað:
"Drögum að tillögu að nýju aðalskipulagi er nú vísað til nefnda og ráða borgarinnar. Rétt er að ítreka að drögin eru alls ekki endanleg niðurstaða skipulagsráðs enda þótt umsagna sé leitað. Ekki er því ástæða til þess að fara efnislega í drögin á þessu stigi. Afstaða okkar til tillögu að aðalskipulagi bíður endanlegrar afgreiðslu frá skipulagsráði".

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 12:00


Umsókn nr. 44003
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 703 frá 9. október 2012 ásamt fundargerð nr. 704 frá 16. október 2012.




Umsókn nr. 32041 (01.18.560.2)
140568-5899 Hreinn Hreinsson
Bergstaðastræti 56 101 Reykjavík
10.
Bergstaðastræti 56, svalir, breyting úti
Að lokinni grenndarkynning er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. ágúst 2012 þar sem sótt er um leyfi til þess að setja svalir á suðvesturhlið 1., 2. og 3. hæðar ásamt samþykki fyrir áður gerðri stækkun íbúðar 2. hæðar um hluta af 3. hæð og fyrir stiga á milli 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 56 við Bergstaðastræti, samkvæmt uppdr. Studio Strik dags. 2. júní 2011 síðast breytt 24. ágúst 2012.
Samþykki meðeigenda ódags. og samþykki sumra eigenda Bergstaðastrætis 54 dags. í júlí 2005 fylgja erindinu. Samþykki eigenda dags. 23.8. 2012 fylgir.
Gjald kr. 5.700 + 5.700. Grenndarkynning stóð frá 6. september til og með 4. október 2012. Eftirtaldi aðilar sendu athugasemdir: Þorgerður J. Guðmundsdóttir dags. 26. september 2012 og Sigrún Edda Björnsdóttir dags. 3. október 2012.
Frestað.

Umsókn nr. 120407 (02.9 19)
531202-3410 Tækniskólinn ehf
Skólavörðuholti 101 Reykjavík
11.
Árleynir 2-22 Keldnaholti, (fsp) vegna nr. 4
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lögð fram fyrirspurn Tækniskólans, dags. 10. sept. 2012, vegna húss nr. 4 á lóðinni Árleyni 2-22 í Keldnaholti. Vegna lóðarleigusamnings Tækniskólans og ríkissjóðs er farið fram á að lóðinni verði skipt þannig að leigulóðin fái sjálfstætt landnúmer. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.
Frestað.

Umsókn nr. 120443
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
12.
Betri Reykjavík, ekki eyðileggja Hjartagarðinn
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 28. september 2012 "Ekki eyðileggja Hjartagarðinn" ásamt samantekt af umræðum og rökum. Hugmyndin var jafnframt ein af fimm vinsælustu hugmyndum á Betri Reykjavík í september.

Frestað.

Umsókn nr. 120451 (01.16.1)
13.
Suðurgata milli Túngötu og Kirkjugarðsstígs, bílastæði
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa til lóðarhafa á lóðum við Suðurgötu milli Túngötu og Kirkjugarðsstígs, dags. 27. sept. 2012, vegna bílastæðamála við götuna. Einnig lagt fram svarbréf Kristínar Bjarnadóttur og Sigurjóns Halldórssonar f.h. hús- og lóðareigenda, dags. 2. okt. 2012.

Frestað.

Umsókn nr. 120459
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14.
Guðrúnargata 8, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. október 2012 ásamt kæru dags. 9. október 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir framkvæmdum á lóð nr. 8 við Guðrúnargötu.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu

Umsókn nr. 120397
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15.
Kjalarnes, Melavellir, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. ágúst 2012 ásamt kæru dags. 13. ágúst 2012 þar sem kærð er ákvörðun um að synja breytingu á skipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 4. okt. 2012.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt

Umsókn nr. 120448 (01.18.14)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16.
Skólavörðustígur 40, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. október 2012, vegna samþykktar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 18. september 2012 á niðurrifi hússins að Skólavörðustíg 40. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10. október 2012.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt

Umsókn nr. 120417 (01.25.52)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Hjálmholt 6, kæra 86/2012, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 11. september 2012 ásamt kæru dags. 7. september 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir framkvæmdum í fjöleignarhúsi á lóð nr. 6 við Hjálmholt. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10. október 2012.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt