Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Suðurgata 18, Starhagi, borgarland sunnan, Skipulagsráð, Gamla höfnin, Gamla höfnin - Vesturbugt,

Skipulagsráð

289. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 3. október kl. 09:15, var haldinn 289. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Snorri Hjaltason. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Anna María Bogadóttir og Björn Axelsson. Auk þeirra kynnti Salvör Jónsdóttir greinargerð varðandi borgarbúskap. Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 110200
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 150 Reykjavík
1.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag 2010-2030, drög að tillögu
Lögð fram drög að greinargerð aðalskipulags Reykjavíkur dags. júlí 2012. Lögð fram skjölin " Miðborgarstefna og borgarbúskapur"


Samþykkt að vísa framlögðum skjölum, "Miðborgarstefna og borgarbúskapur" til umræðu og kynningar hjá íþrótta- og tómstundaráði, mannréttindaráði, menningar- og ferðamálaráði, skóla- og frístundaráði, velferðarráði, umhverfis- og samgönguráði, stjórn Faxaflóahafna og Orkuveitunni.

Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir óskuðu bókað:
"Drögum að tillögu að nýju aðalskipulagi er nú vísað til nefnda og ráða borgarinnar. Rétt er að ítreka að drögin eru alls ekki endanleg niðurstaða skipulagsráðs enda þótt umsagna sé leitað. Ekki er því ástæða til þess að fara efnislega í drögin á þessu stigi. Afstaða okkar til tillögu að aðalskipulagi bíður endanlegrar afgreiðslu frá skipulagsráði".


Umsókn nr. 44003
2.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 702 frá 2. október 2012.




Umsókn nr. 44829 (01.16.120.3)
260654-7999 Guðni Ásþór Haraldsson
Suðurgata 18 101 Reykjavík
3.
Suðurgata 18, Fjögur bílastæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. ágúst 2012 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi og staðsetja fjögur bílastæði á framlóð hússins nr. 18 við Suðurgötu. Einnig er lagt fram bréf Sveins Magnússonar og Kristínar Bragadóttur dags. 6. ágúst 2012 ásamt þinglýstu samkomulagi um notkun stígs milli húsanna á lóðunum nr. 18 og 22 við Suðurgötu frá 19. febrúar 1985.
Umsögn skipulagsstjóra, vegna fyrirspurnarerindis SN120095, dags. 21. maí 2012 fylgir erindinu.
Bréf eigenda hússins ásamt samþykki þeirra dags. 3. júlí 2012 fylgir erindinu.
Samþykki eigenda Suðurgötu 20 og Suðurgötu 22 (vantar einn, sjá athugasemdir) dags. 6. ágúst 2012 fylgir erindinu.
Gjald kr. 8.500


Synjað.
Umsækjanda er bent á bókun skipulagsráðs frá 23. maí 2012.


Umsókn nr. 120419 (01.55.5)
550210-0370 Isavia ohf.
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
4.
Starhagi, borgarland sunnan, (fsp) aðflugslýsing vestan Suðurgötu
Lögð fram fyrirspurn Isavia mótt. 10. september 2012 vegna uppsetningar aðflugsljósa á borgarlandi vestan flugbrautarenda við Suðurgötu, sunnan við Starhaga, ásamt uppdráttum Bjarna Snæbjörnssonar arkitekts . dags. 4. júlí 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2012.

Frestað.

Umsókn nr. 120442
5.
Skipulagsráð, Tillaga frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi útilistaverkið " Svörtu keiluna"
Lögð fram tillaga Júlíusar Vífis Ingvarssonar dags. 3. október 2012
" Óskað er eftir því að byggingarleyfi vegna uppsetningar listaverksins Svörtu Keilunnar á Austurvelli komi fyrir skipulagsráð áður en það er afgreitt. Þá er óskað álits skipulagsstjóra á því hvort mannvirki af þessari stærðargráðu samræmist gildandi deiliskipulagi."



Umsókn nr. 120423 (01.0)
6.
Gamla höfnin, rammaskipulag frá Grandagarði að Hörpu R12070091
Kynnt rammaskipulag Gömlu hafnarinnar frá Grandagarði að Hörpu.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl 10:45

Kynnt.

Umsókn nr. 120436 (01.0)
7.
Gamla höfnin - Vesturbugt, lýsing
Lögð fram drög að lýsingu vegna deiliskipulags Vesturbugtar dags. 1. október 2012.
Skipulag Vesturbugtar afmarkast af Ánanaustum í vestri og að Slippnum í austri.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnun, Hverfisráð Miðborgar-Hlíða og Hverfisráð Vesturbæjar, Umhverfis- og samgönguráðs og skóla- og frístundaráðs.

Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs.