Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, Pósthússtræti 11, Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2013, Ísleifsgata 2-34, Stakkholt 2-4, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Njarðargata 45, Starhagi, borgarland sunnan, Þórsgata 13, Kaplaskjól, Gamla höfnin, Sætún 1,

Skipulagsráð

287. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 26. september kl. 09:05, var haldinn 287. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Anna María Bogadóttir og Haraldur Sigurðsson. Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 21. september 2012.



Umsókn nr. 110200
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 150 Reykjavík
2.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag 2010-2030, drög að tillögu
Lögð fram drög að greinargerð aðalskipulags Reykjavíkur dags. júlí 2012. Lögð fram skjölin " Miðborgarstefna og Borgarvernd "

Sverrir Bollason og Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl 10:30
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum að nýju kl. 11:10

Kristín Soffía Jónsdóttir vék af fundi kl 11:10 Sverrir Bollason tók hennar sæti á fundinum á sama tíma

Að lokinni kynningu fyrir skipulagsráði var samþykkt að vísa skjalinu " Borgarvernd" til umræðu og kynningar hjá íþrótta- og tómstundaráði, mannréttindaráði, menningar- og ferðamálaráði, skóla- og frístundaráði, velferðarráði, umhverfis- og samgönguráði, stjórn Faxaflóahafna og Orkuveitunni,
Afgreiðslu "Miðborgarstefnu" var frestað.

Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Jórunn Frímannsdóttir óskuðu bókað:
"Drögum að tillögu að nýju aðalskipulagi er nú vísað til nefnda og ráða borgarinnar. Rétt er að ítreka að drögin eru alls ekki endanleg niðurstaða skipulagsráðs enda þótt umsagna sé leitað. Ekki er því ástæða til þess að fara efnislega í drögin á þessu stigi. Afstaða okkar til tillögu að aðalskipulagi bíður endanlegrar afgreiðslu frá skipulagsráði".


Umsókn nr. 80500
3.
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna byggðasvæðis 5 dags. 7. nóvember 2011 breytt í apríl 2012. Einnig er lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla dags. í apríl 2012. Tillagan var auglýst frá 10. júlí til og með 20. september 2012.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Þórir Einarsson dags. 4. sept., Friðrik Kjarval dags. 4. sept. Guðrún Bryndís Karlsdóttir dags. 4. sept., Guðrún D. Harðardóttir dags. 4. sept., Sturla Snorrason dags. 4. sept., Hörður Einarsson dags. 4. sept., Steinunn H. Yngvadóttir dags. 4. sept. 2012 og Jón Eiríkur Guðmundsson f.h. Skipulagsnefndar Kjósarhrepps dags. 5. september 2012. Lögð fram drög að umsögn dags 24. september 2012 vegna athugasemda við svæðisskipulagsbreytingu.

Kynnt.

Umsókn nr. 110407 (01.14.05)
620698-2889 Hótel Borg ehf
Borgartúni 26 105 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
4.
Pósthússtræti 11, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn Hótel Borgar dags. 4. október 2011 ásamt tillögu THG Arkitekta dags. 21. júní 2012 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 11 við Pósthússtræti. Einnig er lagt fram bréf Árnýjar Helgadóttur f.h. húsfélagsins Lækjargötu 4 dags. 9. janúar 2012

Frestað.

Umsókn nr. 120120 (01.6)
550210-0370 Isavia ohf.
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
5.
Reykjavíkurflugvöllur, flugstjórnarmiðstöð, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn Isavia ohf. dags. 12. mars 2012 varðandi stækkun á byggingu Isavia, er hýsir flugstjórnarmiðstöð á Reykjavíkurflugvelli, samkvæmt uppdráttum THG arkitekta dags. 16. apríl 2012. Einnig er lagt fram bréf Isavia dags. 8. maí 2012.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að unnið verði deiliskipulag í samræmi við fyrirspurn hvað varðar 1. áfanga.
Tillaga um síðari áfanga uppbyggingar verði tekin til umfjöllunar síðar.



Umsókn nr. 120429
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2013,
Kynnt tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur fyrir starfsárið 2013.


Umsókn nr. 110527 (05.11.3)
561184-0709 Búseti svf,húsnæðissamvinnufél
Síðumúla 10 108 Reykjavík
7.
Ísleifsgata 2-34, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Búseta hsf. dags. 12. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsáss vegna lóðanna nr. 2-34 við Ísleifsgötu. Í breytingunni felst fjölgun og smækkun íbúða, samkvæmt uppdrætti Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 10. apríl 2007 síðast breytt 15. nóvember 2011. Tillagan var auglýst frá 27. janúar til og með 9. mars 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristín Sigurey Sigurðardóttir og Hjörtur Lúðvíksson dags. 6. febrúar, Rúnar Lárusson dags. 7. febrúar, Sylvía Lárusdóttir dags. 27. febrúar, Gunnar Ás Vilhjálmsson dags. 4. mars, Fjóla Agnarsdóttir og Sigurður Ólafsson dags. 5. mars, Atli Björnsson dags. 7. mars, Baldvin Þ. Svavarsson og Harpa Sigmarsdóttir dags. 8. mars, Guðbjörn Guðmundsson og Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir dags. 8. mars, Róbert Jónasson og Heiðrún Níelsdóttir dags. 8. mars, Árni Viðar Sigurðsson dags. 9. mars og Kristín S. Sigurðardóttir dags. 9. mars 2012 ásamt lista 28 íbúa við Reynisvatnsás. Einnig er lögð fram umsögn hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals dags. 9. mars 2012 .
Frestað.

Umsókn nr. 120422 (01.24.11)
050868-3899 Þorvaldur H Gissurarson
Ólafsgeisli 63 113 Reykjavík
8.
Stakkholt 2-4, breyting á bílastæðakröfum
Lagt fram erindi Þorvaldar Gissurarsonar dags. 17. september 2012 varðandi breytingu á kröfum um bílastæðafjölda á lóðinni nr. 2-4 við Stakkholt, samkvæmt tillögu THG Arkitekta dags. 5. september 2012.

Frestað.

Umsókn nr. 44003
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 701 frá 25. september 2012.




Umsókn nr. 44742 (01.18.660.5)
710505-1440 Spur ehf
Freyjugötu 24 101 Reykjavík
10.
Njarðargata 45, Gistiheimili
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. júlí 2012. Sótt er um leyfi til þess að innrétta gistiheimili með átta gistiherbergjum og níu rúmum og koma fyrir svölum á vesturhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 45 við Njarðargötu. Erindi var í grenndarkynningu frá 23. júlí til og 21. ágúst 2012 kynningin var framlengd til 4. september 2012. Eftirtaldir hagsmunaaðilar sendu athugasemdir: Guðrún Friðriksdóttir, athugassemd 1 og 2 dags. 31. júlí 2012, Sigurður Gunnarsson og Aude Busson dags. 20. ágúst 2012 og Gunnar Jónsson dags. 21. ágúst 2012, Þórir Benediktsson og Guðrún Laufey Guðmundsdóttir dags. 28. ágúst 2012, Björg Eva Erlendsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir dags. 30. ágúst 2012 og Sigríður Guðjónsdóttir dags. 3. september 2012.
Frestað.

Umsókn nr. 120419 (01.55.5)
550210-0370 Isavia ohf.
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
11.
Starhagi, borgarland sunnan, (fsp) aðflugslýsing vestan Suðurgötu
Lögð fram fyrirspurn Isavia mótt. 10. september 2012 vegna uppsetningar aðflugsljósa á borgarlandi vestan flugbrautarenda við Suðurgötu, sunnan við Starhaga, ásamt uppdráttum Bjarna Snæbjörnssonar arkitekts . dags. 4. júlí 2012.
Frestað

Umsókn nr. 110512 (01.18.11)
160977-4779 Karl Sigfússon
Þórsgata 13 101 Reykjavík
12.
Þórsgata 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra, dags. 14. september 2012, um að skipulagsráð endurupptaki neikvæða afgreiðslu skipulagsráðs frá 22. febrúar 2012 á grundvelli 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Frestað.

Umsókn nr. 120236 (01.52.3)
13.
Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. september 2012 þar sem gerðar eru athugasemdir við málsmeðferð. Einnig lagður fram uppdráttur dags. 18. maí 2012 lagfærður 5. september 2012 til samræmis við athugasemdir skipulagsstofnunar.

Frestað.

Umsókn nr. 120423 (01.0)
14.
Gamla höfnin, rammaskipulag frá Grandagarði að Hörpu R12070091
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 14. september 2012, varðandi afgreiðslu borgarráðs frá 13. s.m. vegna endurskoðunar skipulags við höfnina frá Grandagarði að Hörpunni. Einnig lagt fram bréf formanns stýrihóps um endurskoðun skipulags við höfnina frá Grandagarði að Hörpu, dags. 12. september. Jafnfram er lagður fram formáli formanns stýrihópsins og bókun Júlíusar Vífils Ingvarssonar sem lögð var fram á fundi stýrihópsins. Borgarráð vísaði málinu til meðferðar skipulagsráðs og skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar.

Frestað.

Umsókn nr. 120346 (01.21.62)
440703-2590 THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
561000-2550 Húsfélagið Sætúni 1
Sætúni 1 105 Reykjavík
15.
Sætún 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 13. september 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits - vestur vegna lóðarinnar að Sætúni 1.