Nýr Landspítali við Hringbraut, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030,

Skipulagsráð

284. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 5. september kl. 09:20, var haldinn 284. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Karl Sigurðsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Helena Stefánsdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
1.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lagður fram tölvupóstur Kristínar Lóu Ólafsdóttur f.h. Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. ágúst 2012 þar sem óskað er eftir fresti til að skila inn umsögn. Einnig er lagt fram bréf Þóru Andrésdóttur dags. 30. ágúst 2012 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.
Athugasemdafrestur framlengdur til 20. september 2012.
Vísað til borgarráðs.

Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:32


Umsókn nr. 110200
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 150 Reykjavík
2.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag 2010-2030, greinargerð
Lögð fram drög að greinargerð aðalskipulags Reykjavíkur dags. júlí 2012. Lagt fram skjalið "Þróun byggðar. Bindandi markmið og skipulagsákvæði um landnotkun, byggingarmagn, þéttleika og áfangaskiptingu uppbyggingar" dags. júlí 2012 lagf. 3. september 2012.

Samþykkt að vísa framlögðu skjali, Þróun byggðar, til umræðu og kynningar hjá íþrótta- og tómstundaráði, mannréttindaráði, menningar- og ferðamálaráði, skóla- og frístundaráði, velferðarráði, umhverfis- og samgönguráði, stjórn Faxaflóahafna og Orkuveitunni.

Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir óskuðu bókað: Drögum að tillögu að nýju aðalskipulagi er nú vísað til nefnda og ráða borgarinnar. Rétt er að ítreka að drögin eru alls ekki endanleg niðurstaða skipulagsráðs enda þótt umsagna sé leitað. Ekki er því ástæða til þess að fara efnislega í drögin á þessu stigi. Afstaða okkar til tillögu að aðalskipulagi bíður endanlegrar afgreiðslu frá skipulagsráði.