Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Laugavegur 105, Bryggjuhverfi, höfn, Kaplaskjól, Öskjuhlíð, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Haukdælabraut 66, Heiðarbær 17, Pósthússtræti 11, Suðurgata 18, Sætún 1, Skipulagsráð, Götuheiti, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

274. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 23. maí kl. 09:10, var haldinn 274. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Valný Aðalsteinsdóttir, Björn Axelsson og Margrét Þormar Fundarritari var Einar Örn Thorlacius
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 18. maí 2012.



Umsókn nr. 120229 (01.24.00)
090462-2299 Gunnlaugur Jónasson
Hringbraut 87 101 Reykjavík
010962-5609 Bjarni Tómasson
Þrastarhöfði 21 270 Mosfellsbær
2.
Laugavegur 105, breytt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Gunnlaugs Jónassonar, dags. 18. maí 2012, um breytingu á deiliskipulagi Hlemms vegna lóðar nr. 105 við Laugaveg skv. uppdrætti Teikningar.is, dags. 12. maí 2012. Breytingin gengur út á að í húsinu Laugavegur 105 verði leyft að hafa hótel eða gistiheimili.

Frestað.

Umsókn nr. 120027 (04.0)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3.
Bryggjuhverfi, höfn, breyting á deiliskipulagi vegna innsiglingarmerkja
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi framkvæmda og eignasviðs dags. 12. janúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis, skv. uppdrætti dags. 11. janúar 2012, vegna uppsetningar á innsiglingarljósum við höfnina í Bryggjuhverfi. Tillagan var auglýst frá 22. febrúar til 4. apríl 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir, Kjartan R. Guðmundsson dags. 25. mars 2012, Jóhannes H. Steingrímsson, Rannveig B. Ragnarsdóttir, Olgeir Kristjónsson og Rut Þorsteinsdóttir dags. 31. mars 2012, Þorbjörn Sigurðsson og Íris Edda Ingvadóttir dags. 30. mars 2012 og Jóhann Ámundason dags. 2. apríl 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. maí 2012.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 18. maí 2012.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120236
4.
Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram drög skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 18. maí 2012 að breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls.
Í breytingunni felst að aðkoma að lóðunum nr. 1 til 3 við Meistaravelli verður um göngustíg milli Meistaravalla og Víðmels, en ekki er gert ráð fyrir að ekið verði að húsunum, gert er ráð fyrir að húsin nr. 116 og 118 við Hringbraut verði flutt á lóðirnar samkvæmt uppdrætti dags. í maí 2012.
Heimilt verður að byggja lítil skýli utan byggingarreita, t.d. fyrir reiðhjól og garðverkfæri í samráði við skipulagsyfirvöld.
Frestað.

Umsókn nr. 120035 (01.76)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
5.
5">Öskjuhlíð, hugmyndasamkeppni
Lögð fram tillaga að verklýsingu vegna hugmyndasamkeppni í Öskjuhlíð, dags. 18. maí 2012.

Samþykkt

Umsókn nr. 44003
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 684 frá 22. maí 2012.



Umsókn nr. 120174 (05.11.48)
490388-1419 Skipulags-,arkitekta-/verkfrst
Garðastræti 17 101 Reykjavík
7.
Haukdælabraut 66, (fsp) hækkun nýtingarhlutfalls
Lögð fram fyrirspurn Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar dags. 17. apríl 2012 varðandi hækkun á nýtingarhlutfalli lóðarinnar nr. 66 við Haukdælabraut. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. apríl 2012.

Neikvætt.
Ekki er fallist á að leggja til breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurnina.

Jórunn Frímannsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins


Umsókn nr. 120141
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
8.
Heiðarbær 17, (fsp) bílgeymsla
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta dags. 23. mars 2012 varðandi byggingu bílgeymslu við húsið á lóð nr. 17 við Heiðarbæ,
samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 9. desember 2011. Einnig er lagt fram bréf Guðmundar Magnússonar og Birgittu E. Hassell dags. 20. apríl 2012, og samþykki nágranna.



Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

Umsókn nr. 110407 (01.14.05)
620698-2889 Hótel Borg ehf
Borgartúni 26 105 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
9.
Pósthússtræti 11, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn Hótel Borgar dags. 4. október 2011 ásamt nýrri tillögu THG Arkitekta dags. 25. apríl 2012 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 11 við Pósthússtræti. Einnig er lagt fram bréf Árnýjar Helgadóttur f.h. húsfélagsins Lækjargötu 4 dags. 9. janúar 2012 .

Skipulagsráð telur að breytingar á fyrirhugaðri nýbyggingu við Hótel
Borg komi til móts við fyrri athugasemdir ráðsins. Ráðið gerir þó enn
athugasemdir við þakform nýbyggingarinnar. Skipulagsstjóra er falið að
vinna endanlega lausn með húseigendum.


Umsókn nr. 120095 (01.16.12)
090856-4219 Stefanía Helga Jónsdóttir
Suðurgata 18 101 Reykjavík
10.
Suðurgata 18, (fsp) bílastæði á lóð
Lögð fram fyrirspurn Stefaníu Helgu Jónsdóttur mótt. 29. febrúar 2012 um bílastæði á lóð nr. 18 við Suðurgötu. Einnig er lagt fram minnisblað framkvæmda- og eignasviðs dags. 20. mars 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. maí 2012.

Umsögn skipulagsstjóra frá 21. maí 2012 samþykkt. Skipulagsstjóra er jafnframt falið í samráði við samgöngustjóra að yfirfara bílastæðamál við Suðurgötu.

Kristín Soffía Jónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 120205 (01.21.62)
230160-4499 Ragnar Auðunn Birgisson
Reyðarkvísl 19 110 Reykjavík
11.
Sætún 1, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Ragnars Auðuns Birgissonar f.h. Húsfélagsins Sætúni 1 dags. 3. maí 2012 varðandi stækkun hússins á lóðinni nr. 1 við Sætún, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta dags. 23. apríl 2012.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað. Ekki er fallist á fjölgun bílastæða á lóðinni.
Tillagan verður auglýst þegar hún berst.



Umsókn nr. 120096
12.
Skipulagsráð, fyrirspurn áheyrnarfulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs um lóð fyrir trúarhús múslima
Á fundi skipulagsráðs miðvikudaginn 29. febrúar 2012 var lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar: "Hver er staða umsóknar um lóð undir trúarhús múslima í Reykjavík og afgreiðsla á henni?"

Skipulagsráð úthlutar ekki lóðum, það gerir borgarráð skv. tillögu framkvæmda- og eignasviðs. Skipulags- og byggingarsviði hefur um langt skeið leitað að hentugum stað í borgarlandinu undir umrædda byggingu með hliðsjón af gildandi skipulagi. Gerð hefur verið skipulagslýsing af svæði í Sogamýri þar sem gert var ráð fyrir lóð undir bænahús/mosku en í ljós kom nýverið að þeir fermetrar sem gert var ráð fyrir undir byggingu þar voru um helmingi færri en þarfagreining vegna byggingar mosku gerir ráð fyrir. Það er 400m2 í stað 800 m2. Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2012 var samþykkt til kynningar breytt lýsing bæði á aðal- og deiliskipulagi svæðisins sem gerir ráð fyrir byggingu mosku í Sogamýri allt að 800m2 að stærð sem verður hluti af breyttu skipulagi Sogamýrar.


Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir véku af fundi kl. 11:50


Umsókn nr. 120230
13.
Götuheiti, ný götuheiti í Keldnaholti og Kjalarnesi
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. maí 2012, með tillögum nafnanefndar frá 30. apríl sl. um götuheiti á tveimur stöðum, annarsvegar á götu sem tengist Víkurvegi og liggur til austurs að rannsóknarstofunum í Keldnaholti og hinsvegar um veg sem tengist Vesturlandsvegi við norðurjaðar Kollafjarðar og liggur til suðurs að götunni Lækjarmel.

Frestað.

Umsókn nr. 120241
14.
Skipulagsráð, greinargerð vegna framkvæmda á Úlfarsfelli
Lögð fram tillaga skipulagsráðs þar sem skipulagsstjóra er falið að taka saman greinargerð um feril máls vegna framkvæmda við lagningu rafmagnsheimtaugar og ljóseiðara í jörðu á Úlfarsfelli og mannvirkja sem tengjast því. Greinargerðin verði lögð fram á næsta fundi skipulagsráðs.