Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Holtsgöng, nýr Landspítali, Nýr Landspítali við Hringbraut, Sogamýri lýsing, Hálsahverfi, Lokastígur 2 / Þórsgata 1, Stakkholt 2-4 og 3 Hampiðjureitur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Barónsstígur 47, Einholt-Þverholt, Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, Grænlandsleið 23-27, Kjalarnes, Melavellir,

Skipulagsráð

271. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 25. apríl kl. 09:10, var haldinn 271. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir og Helena Stefánsdóttir, Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Margrét Leifsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Ingi Edvardsson og Valný Aðalsteinsdóttir Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 13. og 20. apríl 2012.



Umsókn nr. 80245
2.
Holtsgöng, nýr Landspítali, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga nýr Landspítala dags. 7. nóvember 2011 breytt í apríl 2012. Einnig er lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla dags. í apríl 2012.

Frestað.

Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
3.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðuðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011. Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 8. mars 2012 br. 26. mars 2012 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 8. mars 2012 og greinargerð og skilmálum dags. 8. mars 2012 br. 26. mars 2012, ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011, minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur: ,,greinargerð um samgöngur'' dags. 19. mars 2012, ,,þyrlupallur forsendur'' dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,gróður á lóð Landspítalans '' dags. 10. maí 2011, breytt 12. mars 2012, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og ,, hljóðvistarskýrsla´´dags. 20. mars 2012., ásamt hljóvistarkortum. Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta "Verjum hverfið" dags. 30. sept., Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011. Lögð fram umferðarskýrsla umhverfis og samgöngusviðs dags. 19. mars 2012 ásamt minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011,
drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut og minnisblað Haraldar Ólafssonar veðurfræðings dags. í febrúar 2012 um vindafar við nýjan Landsspítala Háskólasjúkrahús, minnisblað SPITAL dags. 28. febrúar 2012, snið 1 snið G vegna sjúkrahótels og áhættugreining vegna tengibrúa dags. 27. janúar 2012.

Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:02



Frestað.

Umsókn nr. 110157
4.
Sogamýri lýsing, lýsing
Lögð fram drög að lýsingu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 vegna deiliskipulags á hluta Sogamýri. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Að lokinni kynningu er lýsingin lögð fram að nýju ásamt umsögnum, Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2011, Hverfisráðs Laugardals dags. 15. júní 2011 og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. ágúst 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðlaugur Einarsson dags. 14. júní 2011.
Frestað.

Umsókn nr. 120061 (04.32)
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
5.
Hálsahverfi, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi umhverfis- og samgöngusviðs dags. 2. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis. í breytingunni felst að komið er fyrir strætisvagnabiðstöð við Vesturlandsveg ásamt vegtengingu milli Vesturlandsvegar og Hestháls, samkvæmt uppdrætti Arkís dags. 8. desember 2011. Tillagan var auglýst frá 22. febrúar til 4. apríl 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Nói Sírius, Frumherji hf., Hópferðamiðstöðin TREX og Ístak hf. dags. 3. apríl 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. apríl 2012.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 12. apríl 2012.
Vísað til Borgarráðs.


Umsókn nr. 120162 (01.18.11)
451297-2019 Hótel Óðinsvé hf
Þórsgötu 1 101 Reykjavík
6.
Lokastígur 2 / Þórsgata 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Hótels Óðinsvé hf. dags. 12. apríl 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Þórsgötureits vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Þórsgötu og 2 við Lokastígs. Í breytingunni felst sameining lóðanna nr. 1 við Þórsgötu og 2 við Lokastíg, breyting á nýtingu hússins á lóð nr. 2 við Lokastíg, aukning á nýtingarhlutfalli, byggingu tengibyggingar og breytingu á byggingarreit, samkvæmt uppdrætti Nexus arkitekta dags. 3. apríl 2012.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt er samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaðilum á reitnum.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120177 (01.24.11)
7.
Stakkholt 2-4 og 3 Hampiðjureitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram til kynningar tillaga KRark ehf að breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 2-4 og 3 við Stakkholt dags. 10. ágúst 2007 breytt 26. mars 2008. Einnig er lagt fram bréf Þorvaldar Gissurarsonar dags. 3. apríl 2012.
Frestað.

Umsókn nr. 44003
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 680 frá 17. apríl 2012 ásamt fundargerð nr. 681 frá 24. apríl 2012.



Umsókn nr. 44274 (01.19.310.1)
710304-3350 Álftavatn ehf.
Pósthólf 4108 124 Reykjavík
9.
Barónsstígur 47, Breyting - 1. og 2. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. mars 2012 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili á 1. og hluta 2. hæðar í heilsuverndarstöðinni á lóð nr. 47 við Barónsstíg.
Gjald kr. 8.500

Frestað.

Umsókn nr. 120167 (01.24.43)
10.
Einholt-Þverholt, framtíðaruppbygging
Fulltrúar Ask arkitekta og fulltrúar Búseta kynntu hugmyndir um framtíðaruppbyggingu reitsins Einholt - Þverholt.
Kynnt.

Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 11:45


Umsókn nr. 80500
11.
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna byggðasvæðis 5 dags. 7. nóvember 2011 breytt í apríl 2012. Einnig er lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla dags. í apríl 2012.

Skipulagsráð samþykkir fyrir sitt leyti þá breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðis varðandi Holtsgöng og Landspítala háskólasjúkrahús sem kynnt var á almennum kynningarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur 29. mars sl. Enn fremur að breytingartillagan verði send svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðis og hlutaðeigandi sveitarstjórnum til samþykktar skv. 3. mgr. 23.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og vísuðu til bókunar frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins á fundi skipulagsráðs 9. nóvember 2011varðandi breytingu á svæðisskipulagi vegna Holtsganga.


Umsókn nr. 120119 (04.1)
040560-2119 Úlfar Árnason
Grænlandsleið 25 113 Reykjavík
700896-2429 Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf
Hamraborg 11 200 Kópavogur
12.
Grænlandsleið 23-27, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. apríl 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, lóðir númer 23, 25 og 27 við Grænlandsleið.



Umsókn nr. 110517
471103-2330 Matfugl ehf
Völuteigi 2 270 Mosfellsbær
13.
Kjalarnes, Melavellir, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. apríl 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir jörðina Melavelli á Kjalarnesi.