Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Sæmundargata 4 - Háskólatorg, Úlfarsbraut, Íþróttasvæði Fram, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Faxaskjól 26, Blikastaðavegur 2-8, Lokastígur 2 / Þórsgata 1, Suðurgata 18, Betri Reykjavík, Innkaupayfirlit Skipulags- og byggingarsviðs, Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Öskjuhlíð, Lækjargata 6A, Austurhöfn, TRH, Bryggjuhverfi, höfn, Elliðaárdalur, Hálsahverfi, Leirulækur 4 og 6, Sóltún 2-4, Suðurlandsbraut 8 og 10, Sundlaugavegur 32, tjaldmiðstöð og tjaldsvæði, Urðarstígsreitur syðri 1.186.4, Vallengi 14, Engjaskóli,

Skipulagsráð

267. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 14. mars kl. 09:12, var haldinn 267. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Björn Axelsson og Valný Aðalsteinsdóttir. Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 2. og 8. mars 2012.



Umsókn nr. 120080 (01.6)
600169-2039 Háskóli Íslands
Sæmundargötu 2 101 Reykjavík
2.
Sæmundargata 4 - Háskólatorg, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Háskóla Íslands dags. 16. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, Háskólatorg vegna lóðarinnar nr. 4 við Sæmundargötu. Í breytingunni felst stækkun á Háskólatorgi, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu Arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga dags. 15. febrúar 2012.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfsstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað:
" Háskólatorg hefur verið algjör bylting fyrir háskólasamfélagið og því er fagnað að uppbygging þar geti haldið áfram á sömu nótum og til var stofnað.
Einn galla hefur háskólatorgið þó, sem helgast af heildarskipulagi á Háskólasvæðinu. Hann er sá að húsið snýr bakinu í Suðurgötu, eins og sumar aðrar byggingar svæðisins. Þetta heildarskipulag hefur leitt til þess að háskólasvæðin tvö vestan og austan við Suðurgötu tengjast lítið sem ekkert og eru klofin með 4 akreina umferðagötu sem tekur lítið tillit til háskólasvæðisins.

Tillagan sem hér er samþykkt styrkir því miður þetta ástand og því sit ég hjá. Í henni er engin tilraun er gerð til að auðvelda aðgengi gangandi og hjólandi að byggingunni frá Suðurgötu, en á því er rík þörf. Ný lager- og sorpgeymslubygging suðurgötumegin er líkleg til að vera hamlandi þegar og ef ráðist verður í heildarendurskoðun skipulagssvæðisins, þar sem reynt verður að fá byggingar háskólans til að opna faðminn móti Suðurgötu og háskólasvæðinu vestan götunnar.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Yeoman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir óskuðu bókað:
" Tekið er undir mikilvægi þess að tengja byggingar háskólans betur við Suðurgötu. Við teljum ennfremur mikilvægt að tillaga Hornsteina um breytingar á Háskólatorgi tryggi að ekkert komi ekki í veg fyrir að það eins og fram kemur í meðfylgjandi bréfi þeirra."


Umsókn nr. 120082 (02.6)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3.
Úlfarsbraut, Íþróttasvæði Fram, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga framkvæmda- og eignarsviðs að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fram við Úlfarsbraut og eystri hluta lóðar Úlfarsbrautar 122-124, samkvæmt uppdrætti framkvæmda- og eignasviðs dags. 8. febrúar 2012.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120103 (01.73.12)
4.
Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð er fram tillaga GP arkitekta að leiðréttum uppdrætti vegna stækkunar á húsnæði Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð dags. 22. september 2011.

Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 44003
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 675 frá 6. mars 2012 ásamt fundargerð 676 frá 13. mars 2012.



Umsókn nr. 44027 (01.53.211.2)
060173-3899 Þórunn Lárusdóttir
Faxaskjól 26 107 Reykjavík
080178-5659 Snorri Petersen
Faxaskjól 26 107 Reykjavík
6.
Faxaskjól 26, viðbygging og kvistur
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. janúar 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýjan bílskúr, byggja við og fjölga kvistum að norðan og sunnan við íbúðarhúsið á lóð nr. 26 við Faxaskjól. Erindi var grenndarkynnt frá 25. janúar til og með 22. febrúar 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Íbúar að Sörlaskjóli 17 dags. 5. febrúar 2012.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 8.500 + xx

Frestað.

Umsókn nr. 120108 (02.4)
701205-2510 Stekkjarbrekkur ehf.
Smáratorgi 3 201 Kópavogur
7.
Blikastaðavegur 2-8, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn Stekkjarbrekkna ehf. dags. 6. mars 2012 varðandi breytta notkun byggingarinnar á lóðinni nr. 2-8 við Blikastaðaveg ásamt breyttri landnotkun, samkvæmt uppdrætti Arkís dags. 29. febrúar 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. mars 2012.

Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.12. mars 2012.

Umsókn nr. 120093 (01.18.11)
451297-2019 Hótel Óðinsvé hf
Þórsgötu 1 101 Reykjavík
8.
">Lokastígur 2 / Þórsgata 1, (fsp) sameining lóða o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Hákonarsonar dags. 24. febrúar 2012 varðandi sameiningu lóðanna nr. 1 við Þórsgötu og 2 við Lokastíg, tímabundna opnun yfir lóðamörk með tengibyggingu ásamt aukningu á nýtingarhlutfalli, samkvæmt uppdr. Nexus arkitekta dags. 23. janúar 2012.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deilskipulagi í samræimi við fyrirspurnina, á eigin kostnað.

Umsókn nr. 120095 (01.16.12)
090856-4219 Stefanía Helga Jónsdóttir
Álftaland 11 108 Reykjavík
9.
Suðurgata 18, (fsp) bílastæði á lóð
Lögð fram fyrirspurn Stefaníu Helgu Jónsdóttur mótt. 29. febrúar 2012 um bílastæði á lóð nr. 18 við Suðurgötu.

Frestað.

Hildur Sverrisdóttir vék af fundi kl. 11:45


Umsókn nr. 120104
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10.
Betri Reykjavík, trukkana burt úr íbúðahverfum
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 29. febrúar 2012, varðandi trukkana burt úr íbúðahverfum, ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 110324
11.
Innkaupayfirlit Skipulags- og byggingarsviðs, 2011
Lagt fram yfirlit yfir einstök innkaup skipulags- og byggingarsviðs á fjórða ársfjórðungi 2011 sem fóru yfir 1 m.kr. með vísan í 37. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.




Umsókn nr. 120019
12.
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Úthlutun styrkja 2012
Lögð fram tillaga að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2012

Framlögð tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120035 (01.76)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Öskjuhlíð, endurskoðun skipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12 janúar 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa svohljóðandi tillögu til umsagnar skipulagsráðs: Borgarráð samþykkir að hefja undirbúning að endurskoðun skipulags Öskjuhlíðar og felur skipulagsráði framkvæmdina. Grunnur endurskoðunar byggi á niðurstöðum hugmyndasamkeppni en markmiðið með henni verði að skapa sátt um nýtingu og framtíð þessa mikilvæga skógar- og útivistarsvæðis í borgarumhverfinu. Þar sem Öskjuhlíðin er vinsæl til útiveru er mikilvægt að hvetja til almennrar þátttöku í hugmyndaleit um vernd, nýtingu og framtíðarskipulag. Í þeim tilgangi mætti t.d. tvískipta samkeppninni.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. febrúar 2012.


Umsögn skipulagsstjóra dags.7. febrúar 2012 samþykkt.

Umsókn nr. 44091 (01.14.050.8)
14.
Lækjargata 6A, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. nóvember 2011 til eiganda lóðar nr. 6A við Lækjargötu, bréf eigandans dags. 5. desember 2011, ásamt bréfi skipulags- og byggingarsviðs dags. 14. desember 2011 þar sem eiganda var tilkynnt áform um tímafrest að viðlögðum dagsektum til að fjarlægja óleyfisfilmu úr gluggum. Einnig er lögð fram tillaga byggingarfulltrúa dags. 27. janúar 2012, um tímafrest og beitingu dagsekta.

Tillaga byggingarfulltrúa um að veita eigenda 14 daga frest til þess að fjarlægja auglýsingafilmur úr gluggum hússins, ellegar koma þeim í leyfilega stærð og að tilkynna embættinu um verklok að því loknu, er samþykkt. Jafnframt er samþykkt að verði framkvæmdum ekki lokið innan setts tímafrests verði beitt dagsektum að upphæð 5.000 kr. fyrir hvern dag sem það kann að dragast að ljúka verkinu.
Vísað til borgarráðs.

Kristín Soffía Jónsdóttir vék af fundi kl 12:10
Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 12:15


Umsókn nr. 120074 (01.11)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
430572-0169 Mannvit hf.
Grensásvegi 1 108 Reykjavík
15.
Austurhöfn, TRH, (fsp) grjótvörn austan Ingólfsgarðs
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. mars 2012 um samþykkt borgarráðs 8. mars 2012 vegna bókunar skipulags- og byggingarsviðs dags. 29. febrúar 2012 um erindið.



Umsókn nr. 120027 (04.0)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
16.
Bryggjuhverfi, höfn, breyting á deiliskipulagi vegna innsiglingarmerkja
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. febrúar 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna staðsetningar innsiglingarmerkja.



Umsókn nr. 120028 (04.2)
17.
Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi vegna göngu- og hjólabrúa
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. febrúar 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna göngu- og hjólabrúa.



Umsókn nr. 120061 (04.32)
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
18.
Hálsahverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. febrúar 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna strætisvagnabiðstöðvar við Vesturlandsveg ásamt vegtengingu milli Vesturlandsvegar og Hestháls.



Umsókn nr. 120079 (13.44.5)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
19.
Leirulækur 4 og 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. mars 2012 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna lóðanna nr. 4 og 6 við Leirulæk.



Umsókn nr. 110424
600300-5390 Öldungur hf
Sóltúni 2 105 Reykjavík
130865-3489 Ívar Örn Guðmundsson
Ægisíða 52 107 Reykjavík
20.
Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. febrúar 2012 um samþykkt borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar að Sóltúni 2-4.



Umsókn nr. 120065 (01.26.21)
701086-1399 ALMC hf
Borgartúni 25 105 Reykjavík
450400-3510 VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
21.
Suðurlandsbraut 8 og 10, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. mars 2012 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Suðurlandsbrautar, Hallar-, Veg- og Ármúla vegna lóðanna nr. 8 og 10 við Suðurlandsbraut.



Umsókn nr. 120060 (01.3)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
22.
Sundlaugavegur 32, tjaldmiðstöð og tjaldsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. mars 2012 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Laugardals Austur vegna lóðarinnar nr. 32 við Sundlaugaveg.



Umsókn nr. 120056 (01.18.6)
23.
Urðarstígsreitur syðri 1.186.4, tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.186.4
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. mars 2012 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á deiliskipulagi fyrir Urðarstígsreit, syðri.



Umsókn nr. 120072 (02.38.33)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
24.
Vallengi 14, Engjaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. mars 2012 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Engjahverfis, hluta C, vegna lóðar nr. 14 við Vallengi, Engjaskóli.