Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Kistumelur 20A,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Laugarásvegur 25,
Bergstaðastræti 44,
Austurhöfn, TRH,
Eddufell 8,
Pósthússtræti 11,
Öskjuhlíð, Keiluhöll,
Betri Reykjavík,
Klettasvæði, Skarfabakki,
Nýr Landspítali við Hringbraut,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð
265. fundur 2012
Ár 2012, miðvikudaginn 29. febrúar kl. 09:15, var haldinn 265. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: : Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum, Björn Ingi Edvardsson, Valný Aðalsteinsdóttir, Margrét Þormar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Leifsdóttir
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 24. febrúar 2012.
Umsókn nr. 120084
2. Kistumelur 20A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 20A við Kistumel. Í breytingunni felst að lóð er felld úr skipulagi, samkvæmt uppdrætti skipulags- og byggingarsviðs dags. 21. febrúar 2012.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.
Umsókn nr. 44003
3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 674 frá 28. febrúar 2012.
Umsókn nr. 43785 (01.38.040.9)
221159-3819
Hallgrímur G Sigurðsson
Laugarásvegur 25 104 Reykjavík
4. Laugarásvegur 25, rífa skúr - byggja í stað viðbyggingu
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja einlyfta skúrbyggingu við austurhlið og byggja þess í stað úr steinsteypu tvílyfta viðbyggingu á bakhluta lóðarinnar, sbr. fyrirspurn BN043304, sem tengist með tengigangi úr timbri núverandi húsi, byggt 1935, á lóð nr. 25 við Laugarásveg. Meðfylgjandi með fyrirspurn er greinargerð arkitekts dags. 7.7. 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 29.7. 2011. Einnig er lagt fram bréf Ólafar Nordal og Tómasar M. Sigurðssonar dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti vegna grenndarkynningar sem líkur 15. desember 2011. Á fundi skipulagsstjóra þann 9. desember 2011 var samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 3. janúar 2012. Að lokinni kynningu sendu eftirtaldir aðilar athugasemdir: Sigríður Guðmundsdóttir dags. 13. desember 2011, Ólöf Nordal og Tómas Sigurðsson dags. 3. janúar 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. janúar 2012.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.17.janúar 2012.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 43924 (01.18.520.4)
601011-1070
Fasteignafélagið Snerra ehf
Skógarhlíð 12 105 Reykjavík
5. Bergstaðastræti 44, fj. íbúða
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. janúar 2012 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta sjö íbúðir, byggja svalir á suðurhlið 3. hæðar, breyta opnanlegum fögum í gluggum og byggja reiðhjólaskýli í garði fjölbýlishúss á lóð nr. 44 við Bergstaðastræti. Erindi var grenndarkynnt frá 13. janúar til og með 10. febrúar 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristín Linda Kristinsdóttir og Maríus Þór Jónasson dags. 6. febrúar 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. febrúar 2012.
Erindi fylgir jákvæð umsögn skipulagsstjóra dags. 6. október 2011.
Gjald kr. 8.000
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.16. febrúar 2012.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 120074 (01.11)
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
430572-0169
Mannvit hf.
Grensásvegi 1 108 Reykjavík
6. Austurhöfn, TRH, (fsp) grjótvörn austan Ingólfsgarðs
Lögð fram fyrirspurnartillaga Landslags ehf., ódags. að grjótvörn austan Ingólfsgarðs, ásamt tillögum 1 og 2 Mannvits dags 14. september 2011. Einnig lögð fram að nýju orðsending skrifstofu borgarstjórnar dags. 20. september 2011
Skipulagsráð samþykkir að unnið verði út frá tillögu 1 við afgreiðslu málsins.
Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins
Umsókn nr. 120078 (04.68.30 01)
580293-3449
Rok ehf
Dverghömrum 38 112 Reykjavík
581298-3589
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Ármúla 1 108 Reykjavík
7. Eddufell 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Rok ehf. dags. 14. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fellagarða vegna lóðarinnar nr. 8 við Eddufell. Í breytingunni felst einföldun á byggingunni með því að fella niður stallanir á útveggjum 2.-4. hæðar, samkvæmt uppdráttum KRark dags. 20. nóvember 2011. Einnig er lögð fram greinargerð Kristins Ragnarssonar ark. dags. 14. febrúar 2012.
Frestað.
Skipulagsstjóra falið að funda með fyrirspyrjanda.
Umsókn nr. 110407 (01.14.05)
620698-2889
Hótel Borg ehf
Borgartúni 26 105 Reykjavík
440703-2590
THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
8. Pósthússtræti 11, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn Hótel Borgar dags. 4. október 2011 varðandi aukningu á byggingarmagni lóðarinnar nr. 11 við Pósthússtræti, samkvæmt tillögu THG Arkitekta dags. 12. október 2011, ásamt bréfi Halldórs Guðmundssonar dags. 7. desember 2011 og nýrri tillögu THG Arkitekta dags.9. desember 2011. Einnig er lagt fram bréf Árnýjar Helgadóttur f.h. húsfélagsins Lækjargötu 4 dags. 9. janúar 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 27. febrúar 2012.
Frestað.
Skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa.
Umsókn nr. 120033 (01.73.12)
421007-2090
Keiluhöllin ehf
Pósthólf 8500 128 Reykjavík
620509-1320
GP-arkitektar ehf
Litlubæjarvör 4 225 Álftanes
9. Öskjuhlíð, Keiluhöll, (fsp) nýbygging og hækkun
Á fundi skipulagsstjóra 20. janúar 2012 var lögð fram fyrirspurn Keiluhallarinnar ehf. dags. 16. janúar 2012 varðandi byggingu hótels vestan megin við Keiluhöllina ásamt hækkun Keiluhallarinnar um eina hæð, samkvæmt tillögu GP-arkitekta ehf. dags. janúar 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 31. janúar 2012.
Skipulagsráð fellst ekki á að breyta deiliskipulagi Öskjuhlíðar í samræmi við framlagða fyrirspurn, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 31. janúar 2012.
Umsókn nr. 120057
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10. Betri Reykjavík, Nýta betur garðinn við Vesturbæjarsundlaug
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. janúar 2012, varðandi að nýta betur garðinn við Vesturbæjarsundlaugina, ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Skipulags- og byggingarsviði falið að fara yfir hugmyndina í samvinnu við umhverfis- og samgöngusvið.
Umsókn nr. 110449 (01.33)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
11. Klettasvæði, Skarfabakki, framkvæmdaleyfi 2. áfanga Skarfabakka
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf. dags. 27. október 2011 um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu 2. áfanga Skarfabakka í Sundahöfn, um 200 m. lengingu á núverandi viðlegubakka til austurs.
Samþykkt, sbr. c lið 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710
SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
12. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
,,Drög að greinargerð um samgöngur'' dags. 31. maí 2011, ,,þyrlupallur forsendur'' dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,,gróður á lóð Landspítalans '' dags. 1. mars 2011, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og ,,hljóðvistarskýrsla´´dags. 1. mars 2011.
Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta "Verjum hverfið" dags. 30. sept., Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011.
Nú lögð fram drög að umferðarskýrslu umhverfis og samgöngusviðs dags. 16. desember 2011 ásamt minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011.
Einnig er lögð fram drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut.
Frestað.
Umsókn nr. 120096
13. Skipulagsráð, fyrirspurn áheyrnarfulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs um lóð fyrir trúarhús múslima
Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar: " Hver er staða umsóknar um lóð undir trúarhús múslima í Reykjavík og afgreiðsla á henni?"