Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Bryggjuhverfi, höfn, Elliðaárdalur, Hálsahverfi, Urðarstígsreitur syðri, Njálsgata 53, 55 og 57, Sóltún 2-4, Nýr Landspítali við Hringbraut, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Betri Reykjavík, Heiðarbær 17, Lokastígur 2, Sjafnargata 11, Vesturvallareitur 1.134.5,

Skipulagsráð

263. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 8. febrúar kl. 09:13, var haldinn 263. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Sverrir Bollason, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar og Ágústa Sveinbjörnsdóttir Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 30. janúar og 3. febrúar 2012.



Umsókn nr. 120027 (04.0)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
2.
Bryggjuhverfi, höfn, breyting á deiliskipulagi vegna innsiglingarmerkja
Lagt fram erindi framkvæmda og eignasviðs dags. 12. janúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis, skv. uppdrætti dags. 11. janúar 2012, vegna uppsetningar á innsiglingarljósum við höfnina í Bryggjuhverfi.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120028 (04.2)
3.
28">Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi vegna göngu- og hjólabrúa
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 4. janúar 2011 að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna göngu- og hjólabrúa við Geirsnef.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa Landssamtök hjólreiðamanna um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120061 (04.32)
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
4.
Hálsahverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi umhverfis- og samgöngusviðs dags. 2. febrúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis. í breytingunni felst að komið er fyrir strætisvagnabiðstöð við Vesturlandsveg ásamt vegtengingu milli Vesturlandsvegar og Hestháls, samkvæmt uppdrætti Arkís dags. 8. desember 2011.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120056 (01.18.6)
5.
Urðarstígsreitur syðri, tillaga að deiliskipulagi fyrir reit 1.186.4
Lögð fram tillaga Adamsson ehf. - arkitektastofu dags. 13. júlí 2009 að deiliskipulagi Urðarstígsreits syðri, reitur 1.186.4. Tillagan var felld úr gildi af úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Er tillagan óbreytt að öðru leyti en því að bætt hefur verið við byggingarreit fyrir sólstofu( einnar hæðar byggingu með svölum á þaki) á Urðarstíg 12 sem borgarráð samþykki 12. nóvember 2009.

Frestað.
Skipulagsráð óskar eftir nánari gögnum.

Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:15, Sverrir Bollason vék af fundi á sama tíma


Umsókn nr. 110510
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
530302-3420 Leiguíbúðir ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
6.
Njálsgata 53, 55 og 57, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Leiguíbúða ehf. dags. 7. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureitar 1.190.1 vegna lóðanna nr. 53, 55 og 57. Í breytingunni felst sameining lóðanna, lækkun gólfkóta aðkomuhæðar, stækkun á byggingarreit fyrir svalagang og lyftu o.fl., samkvæmt uppdrætti Zeppelin arkitekta dags. 7. desember 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. desember 2011 til og með 17. janúar 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Steinunn María Jónsdóttir dags. 16. janúar 2012 og Guðrún S. Middleton dags. 17. janúar 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. janúar 2012.

Frestað.

Umsókn nr. 110424
600300-5390 Öldungur hf
Sóltúni 2 105 Reykjavík
130865-3489 Ívar Örn Guðmundsson
Ægisíða 52 107 Reykjavík
7.
Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Öldungs hf. dags. 13. október 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, breytingu á innra rými ásamt breytingu á bílastæðum og lögun byggingarreitar húshluta nr. fjögur og tengibyggingar o.fl., samkvæmt uppdrætti Nexus Arkitekta dags. 11. október 2011. Einnig er lagt fram skuggavarp 1 og 2 Nexus Arkitekta ódags. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2011 til og með 5. janúar 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Guðmundsson dags. 2. janúar 2012 og Hróbjartur Hróbjartsson fh. VA arkitekta ehf. dags. 4. janúar 2011. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og samgöngusviðs dags. 6. febrúar 2012 og umsögn skipulagsstjóra dags. 2. febrúar 2012.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra dags. 2. febrúar 2012 br. 8. febrúar 2012.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
8.
>Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifaskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAL vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
,,Drög að greinargerð um samgöngur'' dags. 31. maí 2011, ,,þyrlupallur forsendur'' dags. 18. apríl 2011, ,,flutningur hættulegra efna um Hringbraut´´, ,,áhættugreining´´ dags. 4. mars 2011, ,,gróður á lóð Landspítalans '' dags. 1. mars 2011, samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og ,,hljóðvistarskýrsla´´dags. 1. mars 2011.
Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta "Verjum hverfið" dags. 30. sept., Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011.
Nú lögð fram drög að umferðarskýrslu umhverfis og samgöngusviðs dags. 16. desember 2011 ásamt minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011.
Einnig er lögð fram drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut.

Marta Guðjónsdóttir vék af fundi kl. 12:30

Frestað.

Umsókn nr. 44003
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 670 frá 31. janúar ásamt fundargerð nr. 671 frá 7. febrúar 2012.



Umsókn nr. 120057
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10.
Betri Reykjavík, Nýta betur garðinn við Vesturbæjarsundlaug
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. janúar 2012, varðandi að nýta betur garðinn við Vesturbæjarsundlaugina, ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

Umsókn nr. 120059
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
11.
Heiðarbær 17, málskot
Lagt fram málskot THG arkitekta ehf. dags. 9. desember 2011 vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 1. nóvember 2011 varðandi byggingu bílgeymslu við húsið á lóðinni nr. 17 við Heiðarbæ. Einnig eru lagðir fram uppdr. THG arkitekta ehf. dags.9. desember 2011. Jafnframt er lagt fram samþykki nágranna að Heiðarbæ 15 og 16.

Frestað.

Umsókn nr. 120063 (01.18.11)
451297-2019 Hótel Óðinsvé hf
Þórsgötu 1 101 Reykjavík
12.
Lokastígur 2, málskot
Lagt fram málskot Bjarna Hákonarsonar f.h. Hótel Óðinsvéa dags. 1. febrúar 2012 vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 24. janúar 2012 varðandi tímabundna opnun yfir lóðamörk Þórsgötu 1 (Týsgötu 5) og Lokastígs 2 með tengibyggingu og stækka með endurinnréttingu og breytingum Hótel Óðinsvé á lóð nr. 1 við Þórsgötu og 2 við Lokastíg. Einnig eru lagðir uppdr. Nexus arkitekta dags. 23. janúar 2012.

Frestað.

Umsókn nr. 120051 (01.19.60)
250541-3849 Gísli Gestsson
Birkihlíð 13 105 Reykjavík
13.
Sjafnargata 11, málskot
Lagt fram málskot Gísla Gestssonar f.h. eigenda Sjafnargötu 11 dags. 24. janúar 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 19. ágúst 2012 varðandi hækkun útbyggingar á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 11 við Sjafnargötu.

Frestað.

Umsókn nr. 90325 (01.13.45)
14.
Vesturvallareitur 1.134.5, lýsing, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. janúar 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um auglýsingu á deiliskipulagi Vesturvallareits sem markast af Vesturvallagötu, Sólvallagötu, Framnesvegi og Holtsgötu.