Skipulagsráð, Fjárhagsáætlun, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Víðines, Kjósarhreppur, Klapparstígur, Reykjavegur við Suðurlandsbraut, Lindargata 36, Þorragata 1, Laugavegur 74, Öskjuhlíð, Orrahólar 7, Veghúsastígur 1, Marteinslaug 8-16, Nýr Landsspítali, Skipulagsráð, fyrirspurn, bensínstöðvar, Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Vesturvallareitur 1.134.5, Rafstöðvarvegur 9 og 9A, Bryggjuhverfi, höfn, Elliðaárdalur, Njálsgata 53, 55 og 57, Nýr Landspítali við Hringbraut, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Laugarásvegur 25, Austurhöfn TRH, Ísleifsgata 2-34, Grundarstígsreitur,

Skipulagsráð

262. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 25. janúar kl. 09:10, var haldinn 262. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Bjarni Þ Jónsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Stefán Finnsson, Björn Axelsson, Björn Ingi Edvardsson, Haraldur Sigurðsson, Margrét Þormar, Valný Aðalsteinsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 120032
1.
Skipulagsráð, fundadagatal 2012
Lagt fram til kynningar fundadagatal Skipulagsráðs fyrir árið 2012.



Umsókn nr. 120037
2.
Fjárhagsáætlun, reglur um gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. janúar 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa reglum um gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar, dags. 9. þ.m,. til kynningar sviða og fagráða.

Júlíus Vífill Ingvarsson tók sæti á fundinum kl. 9:15


Umsókn nr. 110450
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
3.
Betri Reykjavík, Meira skjól í borgina - gróðursetja tré á skipulagðan hátt
Á fundi skipulagsstjóra 9. desember 2011 var lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. október 2011, um skjólmyndun í borginni og gróðursetningu trjáa á skipulagðan hátt, ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 8. janúar 2012.

Minnisblað skipulagsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 110500
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
4.
Betri Reykjavík, Leyfa hænsnahald í borginni til nýtis
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2011, um að leyfa hænsnahald í borginni til nýtis, ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Skipulagsráð felur heilbrigðiseftirlitinu og skipulagsstjóra að vinna greinargerð þar sem fram kemur hvar og hvaða möguleikar eru á hænsnahaldi í borginni. Greinargerðin verður lögð fram til kynningar á Betri Reykjavík.

Umsókn nr. 120015
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
5.
Betri Reykjavík, Endurbætur á Ingólfstorgi án risahótels
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík dags. 30. desember 2011, um endurbætur á Ingólfstorgi án risahótels

Ábendingin verður höfð til hliðsjónar þegar endurskoðun deiliskipulags á reitnum hefst.

Umsókn nr. 110495
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
6.
Víðines, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 24. nóvember 2011 varðandi afmörkun lóðar fyrir hjúkrunarheimilið í Víðinesi, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs dags. desember 2011.

Tillaga að lóðarafmörkun samþykkt með vísan til d-liðar 12.gr. samþykktar um skipulagsráð.

Sverrir Bollason tók sæti á fundinum kl 9:30


Umsókn nr. 110531
690169-3129 Kjósarhreppur
Ásgarði Kjós 276 Mosfellsbær
7.
Kjósarhreppur, breyting á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017
Lagt fram bréf Jóns Eiríks Guðmundssonar byggingarfulltrúa Kjósarhrepps dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir umsögn um lýsingu dags. 30. nóvember 2011 á breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017, vegna fyrirhugaðs íbúðarsvæðis í landi Eyrar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 9. janúar 2012.

Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 120025 (01.15.15)
8.
Klapparstígur, endurnýjun ofan Laugavegar
Kynnt tillaga Framkvæmda- og eignasviðs dags. í mars 2009 að endurnýjun Klapparstígs ofan Laugavegar.

Stefán Finnsson kynnti.

Umsókn nr. 120036 (01.37.7)
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
9.
Reykjavegur við Suðurlandsbraut, undirgöng
Lagt fram bréf samgöngustjóra dags. 16. janúar 2012 vegna undirganga undir Reykjaveg skammt frá gatnamótum við Suðurlandsbraut. Framkvæmdin er hluti úrbóta á göngu- og hjólastíg meðfram Suðurlandsbraut/Laugavegi frá Sæbraut að Hlemmi.

Ólafur Bjarnason kynnti.

Umsókn nr. 110474 (01.15.24)
580509-1930 Rent-leigumiðlun ehf
Vatnsstíg 11 101 Reykjavík
470673-0369 Arko sf
Langholtsvegi 109 104 Reykjavík
10.
Lindargata 36, málskot
Lagt fram málskot Rent-leigumiðlunar ehf dags. 14. nóvember 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 28. október 2011 á erindi varðandi hækkun nýtingarhlutfalls á lóðinni nr. 36 við Lindargötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 29. nóvember 2011.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, með hliðsjón af umsögn skipulagsstjóra dags. 29. nóvember 2011.

Umsókn nr. 110516 (01.63.57)
420683-0309 Leikskólinn Sælukot
Þorragötu 1 101 Reykjavík
030753-2409 Árni Þorvaldur Jónsson
Sólvallagata 30 101 Reykjavík
11.
Þorragata 1, málskot
Lagt fram málskot Leikskólans Sælukots dags. 8. desember 2011 ásamt greinargerð dags. 8. desember 2011 vegna afgreiðslu skipulagsstjóra frá 28. október 2011 varðandi byggingu tveggja hæða viðbyggingar.

Ekki er gerð athugasemd við að lóðarhafi sæki um byggingarleyfi, í samræmi við erindið, Byggingarleyfisumsóknin verður grenndarkynnt.

Umsókn nr. 120034 (01.17.42)
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
12.
Laugavegur 74, málskot
Lagt fram málskot Orra Árnasonar f.h. lóðarhafa dags. 10. janúar 2012 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 23. september 2011 varðandi stækkun gistiheimilis á lóð nr. 74 við Laugaveg. Einnig er lagt fram samþykki fimm nágranna að Grettisgötu 55B, 57B og Laugavegi 76B mótt. 16. janúar 2012.


Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 23. september 2011 staðfest.
Skipulagsráð hvetur til að þakgarðurinn verði útfærður með þeim hætti að hann verði mikilvæg viðbót við hin skemmtilegu bakrými sem finna má við Laugarveg.


Umsókn nr. 120035 (01.76)
13.
Öskjuhlíð, endurskoðun skipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12 janúar 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa svohljóðandi tillögu til umsagnar skipulagsráðs: Borgarráð samþykkir að hefja undirbúning að endurskoðun skipulags Öskjuhlíðar og felur skipulagsráði framkvæmdina. Grunnur endurskoðunar byggi á niðurstöðum hugmyndasamkeppni en markmiðið með henni verði að skapa sátt um nýtingu og framtíð þessa mikilvæga skógar- og útivistarsvæðis í borgarumhverfinu. Þar sem Öskjuhlíðin er vinsæl til útiveru er mikilvægt að hvetja til almennrar þátttöku í hugmyndaleit um vernd, nýtingu og framtíðarskipulag. Í þeim tilgangi mætti t.d. tvískipta samkeppninni.
Greinargerð fylgir tillögunni.

Á fundi skipulagsráðs 9. nóvember 2011 var samþykkt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. október 2011. I þeirri umsögn er lagt til að hugað sé að undirbúningi opinnar hönnunarsamkeppni um framtíðarskipulag Öskjuhlíðar. Í ljósi þeirrar samþykktar og þeirrar tillögu sem sett er fram í bréfi borgarstjóra dags. 12. janúar 2012 felur skipulagsráð skipulagsstjóra að hefja undirbúning að slíkri samkeppni sem gæti hafist á vormánuðum. Undirbúningur skal unnin í samvinnu við skipulagsráð.

Umsókn nr. 43588 (04.64.820.1)
14.
Orrahólar 7, lagt fram bréf
Lagt fram bréf Eignaumsjónar dags. 7. júlí 2011 f.h. húsfélagsins í Orrahólum 7. En í bréfinu er óskað eftir fresti að ljúka byggingu bílageymsluhúss á lóðinni nr. 7 við Orrahóla. Jafnframt er lagt fram minnisblað lögfræði- og stjórnsýslu dags. 9. mars 2011, bréf húsfélagsins í Krummahólum 10 dags. 23. febrúar 2011. Ennfremur er lögð fram tillaga byggingarfulltrúa um tímafrest og beitingu dagsekta.





Tillaga byggingarfulltrúa um að kynna húsfélaginu í Orrahólum 7 tillögu þess efnis að húsfélaginu verði gefinn frestur til 1. nóvember 2013 til að hefja framkvæmdir við byggingu bílageymslu í samræmi við bréf byggingarfulltrúa dags. 23. september 2011 að viðlögðum 20.000 kr. dagsektum fyrir hvern þann dag sem það kann að dragast að hefja verkið og jafnframt að öllum framkvæmdum verði lokið innan 8 mánaða frá útgáfu endurnýjaðs byggingarleyfis, er samþykkt.

Gísli Marteinn Baldursson sat hjá við afgreiðslu málsins.



Umsókn nr. 43748 (01.15.242.1)
600269-0979 Ottó ehf
Klettagörðum 23 104 Reykjavík
15.
Veghúsastígur 1, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltúa dags. 12.05. 2011, bréf Ottós ehf. dags. 3. júní 2011 ásamt bréfi byggingarfulltrúa dags. 23. september 2011 til eiganda lóðar nr. 1 við Veghúsastíg þar sem gefinn er tímafrestur til að framkvæma endurbætur á húsinu Veghúsastígur 1. Einnig er lagt fram bréf Ottós dags. 19. október 2011 ásamt tillögu byggingarfulltrúa dags. 8. janúar 2012 um tímafresti og beitingu dagsekta.

Tillaga byggingafulltrúa um að veita eiganda tímafrest til 1. maí 2012 til þess að framkvæma þær endurbætur er fram koma í bréfi byggingarfulltrúa dags.8. janúar 2012 er samþykkt. Jafnframt er samþykkt að verði framkvæmdum ekki lokið innan setts tímafrests verði beitt dagsektum kr. 25.000 fyrir hvern dag sem það kann að dragast að ljúka verkunum.
Upphæð dagsekta lækkar um 5.000 kr. fyrir hvern verklið sem lokið er við og verklok staðfest af byggingarfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.

Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 44019 (05.13.410.1)
16.
Marteinslaug 8-16, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2011. Málið hefur verið kynnt málsaðila sem ekki hefur nýtt sér andmælarétt.
Tillaga byggingafulltrúa um að veita eiganda 40 daga tímafrest til þess að framkvæma þær endurbætur er fram koma í bréfi byggingarfulltrúa dags. 13. janúar 2011 er samþykkt. Jafnframt er samþykkt að verði framkvæmdum ekki lokið innan setts tímafrests verði beitt dagsektum kr. 90.000 fyrir hvern dag sem það kann að dragast að ljúka verkunum.
Upphæð dagsekta lækkar um 5.000 kr. fyrir hvern verklið sem lokið er við en þó aldrei neðar en 15.000 kr. á dag á meðan einhverju er ólokið. Tilkynna skal byggingarfulltrúa um lok verkliða og telst þeim lokið þegar byggingarfulltrúi hefur staðfest að svo sé með úttekt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120023
17.
Nýr Landsspítali, athugasemd við fundargerð
Lagt fram tölvubréf Páls T. Önundarsonar dags. 6. janúar 2012 þar sem gerð er athugasemd við fundargerð skipulagsráðs nr. 255, (liður 4) dags. 26. október 2011.

Erindið kynnt fyrir skipulagsráði.

Umsókn nr. 110488
18.
Skipulagsráð, fyrirspurn, bensínstöðvar,
Á fundi skipulagsráðs 23. nóvember 2011 lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn hvað liði tillögu þeirra frá 13. apríl 2011 varðandi hugsanlega endurskoðun á skipulagi og nýtingu lóða afgreiðslustöðva olíufélaganna. Einnig er lögð fram drög að greinargerð dags. í desember 2011.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 11:30


Kynnt.

Umsókn nr. 10070
19.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 13. og 20. janúar 2012.



Umsókn nr. 90325 (01.13.45)
20.
Vesturvallareitur 1.134.5, lýsing, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu eru lögð fram að nýju drög að deiliskipulagi Vesturvallareits 1.134.5. dags. 1. nóvember 2011. Skipulagssvæðið markast af Vesturvallagötu, Sólvallagötu. Framnesvegi og Holtsgötu. Einnig er lögð fram lýsing dags. 1. apríl 2011, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í október 2010 og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 20. apríl 2011. Jafnframt eru lagðar fram ábendingar eigenda að Framnesvegi 31b dags. 19. maí 2011 og Söndru H. Guðmundsdóttur dags. 1. júní 2011. Erindi var í kynningu til og með 9. desember 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Steinunn Þórarinsdóttir og Jón Ársæll Þórðarson dags. 1. desember 2011 og Lögmenn Bankastræti f.h. eigenda þriggja íbúða að Vesturvallagötu 6 dags. 9. desember 2011. Einnig er lagt fram bréf Ragnars Sigurðarsonar dags. 22. nóvember 2011. Að loknum kynningartíma barst athugasemdarbréf þann 2. janúar 2011 frá Höddu Þorsteinsdóttur. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 5. janúar 2011.

Lagfærð bókun frá fundi Skipulagsráðs frá 11. janúar 2012
Rétt bókun er:
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120018 (04.25)
21.
Rafstöðvarvegur 9 og 9A, Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landslags dags. 19. janúar 2012 að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárvogur, Rafstöðvarsvæði. Í breytingunni felst breytt notkun lóðar og lóðarmarka og núverandi bílastæði færð inn á lóð.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 120027 (04.0)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
22.
Bryggjuhverfi, höfn, breyting á deiliskipulagi vegna innsiglingarmerkja
Lagt fram erindi Framkvæmda og eignasviðs dags. 12. janúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis, skv. uppdrætti dags. 11. janúar 2012, vegna uppsetningar á innsiglingarljósum við höfnina í Bryggjuhverfi.

Frestað.

Umsókn nr. 120028 (04.2)
23.
Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi vegna göngu- og hjólabrúa
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 4. janúar 2011 að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna göngu- og hjólabrúa við Geirsnef.

Frestað.

Umsókn nr. 110510
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
530302-3420 Leiguíbúðir ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
24.
Njálsgata 53, 55 og 57, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Leiguíbúða ehf. dags. 7. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureitar 1.190.1 vegna lóðanna nr. 53, 55 og 57. Í breytingunni felst sameining lóðanna, lækkun gólfkóta aðkomuhæðar, stækkun á byggingarreit fyrir svalagang og lyftu o.fl., samkvæmt uppdrætti Zeppelin arkitekta dags. 7. desember 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. desember 2011 til og með 17. janúar 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Steinunn María Jónsdóttir dags. 16. janúar 2012 og Guðrún S. Middleton dags. 17. janúar 2012.
Frestað.

Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
25.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur dags. 1. desember 2011
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAl vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011.
Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta "Verjum hverfið" dags. 30. sept., Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011.
Nú lögð fram drög að umferðarskýrslu umhverfis og samgöngusviðs dags. 16. desember 2011 ásamt minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011.
Einnig er lögð fram drög að greinargerð SPITAL dags. 8. janúar 2012 um samgöngur vegna deiliskipulags fyrir nýjan Landspítala við Hringbraut.

Frestað.

Umsókn nr. 44003
26.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 668 frá 17. janúar 2012., ásamt fundargerð nr. 669 frá 24. janúar 2012.



Umsókn nr. 43785 (01.38.040.9)
221159-3819 Hallgrímur G Sigurðsson
Laugarásvegur 25 104 Reykjavík
27.
Laugarásvegur 25, rífa skúr - byggja í stað viðbyggingu
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja einlyfta skúrbyggingu við austurhlið og byggja þess í stað úr steinsteypu tvílyfta viðbyggingu á bakhluta lóðarinnar, sbr. fyrirspurn BN043304, sem tengist með tengigangi úr timbri núverandi húsi, byggt 1935, á lóð nr. 25 við Laugarásveg. Meðfylgjandi með fyrirspurn er greinargerð arkitekts dags. 7.7. 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 29.7. 2011. Einnig er lagt fram bréf Ólafar Nordal og Tómasar M. Sigurðssonar dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti vegna grenndarkynningar sem líkur 15. desember 2011. Á fundi skipulagsstjóra þann 9. desember 2011 var samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 3. janúar 2012. Að lokinni kynningu sendu eftirtaldir aðilar athugasemdir: Sigríður Guðmundsdóttir dags. 13. desember 2011, Ólöf Nordal og Tómas Sigurðsson dags. 3. janúar 2012.
Frestað.

Umsókn nr. 110529 (01.11)
490306-0640 Situs ehf
Austurbakka 2 101 Reykjavík
28.
Austurhöfn TRH, (fsp) breytt notkun á reit 5 við Austurbakka 2
Lögð fram fyrirspurn Situs ehf. dags. 14. desember 2011 varðandi breytta notkun á reit 5 á lóð nr. 2 við Austurbakka (hótellóð).

Frestað.

Umsókn nr. 110527 (05.11.3)
561184-0709 Búseti svf,húsnæðissamvinnufél
Síðumúla 10 108 Reykjavík
29.
Ísleifsgata 2-34, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. janúar 2011 vegna samþykktar borgarráðs 19. janúar 2012 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsás vegna lóðanna nr. 2-34 við Ísleifsgötu.



Umsókn nr. 100227 (01.18.33)
30.
Grundarstígsreitur, forsögn, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. janúar 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreits sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg.