Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Nýr Landspítali við Hringbraut,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Höfuðborgarsvæðið, samgöngur,
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins,
Atvinnustefna Reykjavíkur,
Skipulagsráð
260. fundur 2011
Ár 2011, miðvikudaginn 21. desember kl. 09:10, var haldinn 260. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir,
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir og Haraldur Sigurðsson.
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 16. desember 2011.
Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710
SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
2. Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 br. 24. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAl vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011.
Kynning stóð til og með 1. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn ábendingar og athugasemdir: Tómas R. Hansson dags. 5. september 2011, Orri Þór Ormarsson dags. 6. sept., Finnbogi Gústafsson og Edda Hallsdóttir dags. 30. sept., Páll Benediktsson f.h. húsfélagsins að Miklubraut 22-30 dags. 30. sept., Hilmar Þór Björnsson, dags. 30. sept., Þórir Einarsson, dags. 30. sept., Elín Steinarsdóttir, dags. 30. sept., Katrín Þorsteinsdóttir, dags. 30. sept., Einar Eiríksson og Ásdís Gestsdóttir f.h. átakshóps suður Þingholta "Verjum hverfið" dags. 30. sept, Sturla Snorrason dags. 30. sept., Þorbergur Þórsson dags. 30. sept., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt., Þóra Andrésdóttir dags. 1. okt; Steinunn Þórhallsdóttir f.h. Íbúasamtök 3. hverfis dags. 1. okt., Magnús Skúlason f.h. Íbúasamtök Miðborgar dags. 4. okt., Hollvinir Grensásdeildar, dags. 26. sept. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfis og samgöngusviðs dags. 29. september 2011.
Nú lögð fram drög að umferðarskýrslu umhverfis og samgöngusviðs dags. 16. desember 2011 ásamt minnisblaði SPITAL dags. 30. nóvember 2011.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 10:55
Kynnt.
Umsókn nr. 43689
3. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 665. frá 20. desember 2011 .
Umsókn nr. 110405
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
4. Höfuðborgarsvæðið, samgöngur, samgönguáætlun 2011-2022
Á fundi skipulagsstjóra 7. október 2011 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. september 2011 ásamt drögum að tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun 2011-2022. Borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 29. september 2011 að vísa drögum að tillögu samgönguráðs til umsagnar skipulagsráðs.
Frestað.
Umsókn nr. 110397
5. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fyrirkomulag samstarfs aðildarsveitarfélaga SSH
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. september 2011 ásamt bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá 21. þ.m. um fyrirkomulag samstarfs aðildarsveitarfélaga SSH vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Borgarráð vísaði erindinu til skipulagsráðs á fundi sínum 22. september 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagssjóra dags. 12. desember 2011.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 12. desember 2011 samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 110505
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
6. Atvinnustefna Reykjavíkur, bréf skrifstofu borgarstjórnar
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 2. desember 2011 þar sem óskað er eftir umsögn fyrir 16. desember nk. um drög að atvinnustefnu Reykjavíkurborgar dags. 25. nóvember 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. desember 2011.
Umsögn skipulagsstjóra dags. 12. desember 2011 samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksin Júlíus Vífill Ingvarsson og Gísli Marteinn Baldursson sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:
" Drög að atvinnustefnu Reykjavíkur bera þess merki að aðeins einn borgarfulltrúi hefur unnið að stefnunni, án samráðs við þá borgarfulltrúa sem sitja í fagráðum borgarinnar. Í atvinnustefnunni eru teknar ýmsar ákvarðanir, sem enn eru í lýðræðislegu ferli við vinnu við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur. Sú vinna er í anda íbúalýðræðis og hefur samráðs verið leitað víða og mun enn aukast á næstu mánuðum. Því er í hæsta máta óeðlilegt að í atvinnustefnu sé það samráðsferli að engu haft, heldur ákvarðanir teknar án samráðs eða forvinnu þeirrar sem á sér stað í starfshópi um aðalskipulag. Inn í atvinnustefnuna vantar ýmsa mikilvæga þætti sem varða bæði samgöngumál og skipulagsmál, eins og til dæmis kemur fram í umsögn umhverfis- og samgöngusviðs. Koma hefði mátt í veg fyrir gagnrýni af þessum toga með því að hleypa fleirum að verkinu fyrr, og nýta þá þekkingu og kunnáttu sem liggur út á sviðum borgarinnar og meðal kjörinna fulltrúa í nefndum og ráðum. Á sínum tíma samþykkti borgarstjórn að þessi stefna skyldi unninn af þverpólitískum hópi borgarfulltrúa, en án nokkurrar heimildar borgarstjórnar setti núverandi meirihluti þessa vinnu í þann farveg sem við nú stöndum frammi fyrir ".