Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis,
Austurbæjarskóli,
Grettisgata 18a,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Dunhagi 18-20,
Mýrargata 26,
Suðurgata,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Betri Reykjavík,
Innkaupayfirlit Skipulags- og byggingarsviðs,
Grandavegur 47,
Lokastígur 11,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Klettasvæði, Skarfabakki,
Túngötureitur,
Skipulagsráð
257. fundur 2011
Ár 2011, miðvikudaginn 23. nóvember kl. 09:10, var haldinn 257. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson,
Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar og Valný Aðalsteinsdóttir.
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 11. og 18. nóvember 2011.
Umsókn nr. 90131 (04.36.3)
470199-3189
Teiknistofan Storð ehf
Krókhálsi 5A 110 Reykjavík
2. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, breyting á deiliskipulagi, grasæfingasvæði
Lögð fram greinargerð Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 10. júlí 2009, að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af gervigrasvelli og lóð Árbæjarsundlaugar til norðurs, göngustíg neðan við Klapparás til austurs og göngustíg meðfram Elliðaám til vesturs samkvæmt uppdrætti, dags. 21. apríl 2010. Einnig eru lagðar fram umsagnir Veiðimálastofnunar, dags. 19. ágúst 2009 og 23. nóvember 2009, ásamt umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 30. september 2009,
umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 9. mars 2010 og tölvubréf Arnars Hafsteinssonar framkvæmdastjóra Fylkis, dags. 15. apríl 2010. Einnig lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 20. apríl 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 110396 (01.19.21)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3. Austurbæjarskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 23. september 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðar Austurbæjarskóla. Í breytingunni felst að gerður er nýr byggingarreitur fyrir færanlegar kennslustofur, samkvæmt uppdrætti Hornsteina dags. 22. september 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 110318 (01.18.21)
450400-3510
VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
020450-7899
Jón Guðmar Jónsson
Staðarhvammur 17 220 Hafnarfjörður
4. Grettisgata 18a, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi VA arkitekta f.h. Jóns G. Jónssonar dags. 2. ágúst 2011 um breytingu á deiliskipulagi Ölgerðarreits vegna lóðar nr. 18a við Grettisgötu. Í breytingunni felst að byggja við og breyta húsinu á lóðinni, samkvæmt uppdrætti VA arkitekta dags. 27. júlí 2011. Einnig er lagt fram samþykki lóðarhafa mótt. 19. september 2011. Tillagan var grenndarkynnt frá 22. september 2011 til og með 20. október 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Egill Ibsen Óskarsson, Anna K. Kristjánsdóttir og Berglind María Tómasdóttir dags. 19. október 2011. Einnig er lagt fram bréf Hjálmtýrs Heiðdal dags. 19. október 2011 þar sem óskað er eftir framlengingu á fresti til að skila inn athugasemdum. Grenndarkynning var framlengd til 7. nóvember 2011. Athugasemdir sendu: Hjálmtýr Heiðdal dags. 3. nóvember og Egill Ibsen Óskarsson, Anna K. Kristjánsdóttir og Berglind María Tómasdóttir dags. 4 nóvember 2011 þar sem ítrekuð eru fyrri mótmæli frá 19. október 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. nóvember 2011.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 10. nóvember 2011.
Umsókn nr. 43689
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 660 frá 15. nóvember 2011 og nr. 661 frá 22. nóvember 2011.
Umsókn nr. 110462 (01.54.51)
680504-2880
PK-Arkitektar ehf
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
6. Dunhagi 18-20, (fsp) breytt notkun og fjölgun íbúða
Á fundi skipulagsstjóra 11. nóvember 2011 var lögð fram fyrirspurn Pálmars Kristmundssonar dags. 9. nóvember 2011 varðandi breytingu á notkun fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 18-20 við Dunhaga ásamt því að minnka og fjölga íbúðum í húsinu, samkvæmt tillögu PK-Arkitekta dags. nóvember 2011. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. nóvember 2011.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
Umsókn nr. 110425 (01.11.53)
610711-1030
Gláma/Kím ehf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
591098-2259
Atafl ehf
Lyngási 11 210 Garðabær
7. Mýrargata 26, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Glámu/kím f.h. Atafls dags. 14. október 2011 varðandi fjölgun íbúða og minnkun, breytingu á umfangi byggingarinnar á lóðinni nr. 26 við Mýrargötu og fleira., samkvæmt teikningum Glámu/Kím. Einnig er lagt fram bréf Atafls dags. 13. október 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. nóvember 2011.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra 2. nóvember 2011. .
Umsókn nr. 110408
600169-2039
Háskóli Íslands
Sæmundargötu 2 101 Reykjavík
8. Suðurgata, (fsp) undirgöng
Á fundi skipulagsstjóra 7. október 2011 var lögð fram fyrirspurn Háskóla Íslands dags. 4. október 2011 varðandi göng undir Suðurgötu á milli Háskólatorgs og húss Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Frestað.
Umsókn nr. 110487
9. Skipulagsráð, tillaga frá fulltrúum sjálfstæðisflokksins
Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði:
"Vatnasvið Elliðaánna er stærsta vatnasvið höfuðborgarsvæðisins alls um 280 km2 en næst kemur Laxá í Kjós sem er 211 km2. Vatnasvið annarra áa á svæðinu er mun minna. Elliðaárnar gegna margvíslegu og mikilvægu hlutverki og rétt að hafa hugfast að hver ný framkvæmd í nágrenni vatna á höfuðborgarsvæðinu getur haft áhrif til samlegðar og þrengt kosti. Vatnaauðlindina ber að umgangast af þekkingu og varfærni í því skyni að tryggja gæði auðlindarinnar til framtíðar.
Því er lagt til að fram fari heildstæð stefnumótun varðandi framtíðarskipulag og uppbyggingu í nágrenni áa og vatna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem horft verði á vatnasviðin í heild sinni en ekki einstök smærri svæði.
Að slíkri vinnu komi önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Umhverfisstofnun, Veiðimálastofnun, Líffræði- og Jaðvísindastofnun Háskólans, sérfræðingar í skipulags- og umhverfismálum ofl.
Skipulagsráð skipi fimm manna verkefnahóp sem hefur það hlutverk að kortleggja verkefnið og leggja síðan fyrir ráðið vinnuáætlun og tillögur að framhaldi. Starfsmenn skipulagssviðs og umhverfis- og samgöngusviðs vinni með hópnum.Verkefnahópurinn skili niðurstöðum sínum í febrúarmánuði 2012".
Frestað.
Umsókn nr. 90431
10. Skipulagsráð, fyrirkomulag funda um jól og áramót
Kynnt tillaga formanns skipulagsráðs dags. 21. nóvember 2011 um fyrirkomulag funda skipulagsráðs um jól og áramót 2011.
Umsókn nr. 110450
11. Betri Reykjavík, Meira skjól í borgina - gróðursetja tré á skipulagðan hátt
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. október 2011, um skjólmyndun í borginni og gróðursetningu trjáa á skipulagðan hátt, ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Erindinu vísað til meðferðar hjá skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 110324
12. Innkaupayfirlit Skipulags- og byggingarsviðs, 2011
Lagt fram yfirlit yfir einstök innkaup skipulags- og byggingarsviðs á þriðja ársfjórðungi 2011 sem fóru yfir 1 m.kr. með vísan í 37. gr. Innkaupareglna Reykjavíkurborgar.
Umsókn nr. 43631 (01.52.120.1)
230853-3209
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir
Ásvallagata 11 101 Reykjavík
13. Grandavegur 47, málskot
Lagt fram málskot Ragnheiðar Hrafnkelsdóttur ódags. vegna fyrirspurnar til byggingarfulltrúa frá 6. september 2011 að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir.
Fyrri afgreiðsla frá 6. september 2011 staðfest.
Umsókn nr. 110428 (01.18.12)
090162-7569
Hildur Jóna Gunnarsdóttir
Kvistaland 14 108 Reykjavík
14. Lokastígur 11, málskot
Lagt fram málskot Hildar Gunnarsdóttur vegna synjunar embættisfundar skipulagsstjóra frá 7. október 2011 á fyrirspurn um að breyta húsinu að Lokastíg 11 í 9. herbergja gistiheimili.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 7. október 2011 staðfest.
Elsa Hrafnhildur Yeoman vék af fundi kl. 12:05
Umsókn nr. 110488
15. Skipulagsráð, fyrirspurn frá fulltrúum sjálfstæðisflokksins
Fulltrúar sjálfstæðsiflokksins lögð fram eftirfarandi tillögu:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði lögðu fram tillögu í ráðinu 13. apríl 2011 um að gerð yrði úttekt og hugsanlega endurskoðun á skipulagi og nýtingu lóða afgreiðslustöðva olíufélaganna. Spurt er: Hvað líður þeirri tillögu?"
Umsókn nr. 110489
16. Skipulagsráð, fyrirspurn frá fulltrúum sjálfstæðisflokksins
Fulltrúar sjálfstæðsiflokksins lögð fram eftirfarandi tillögu:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði lögðu fram tillögu í ráðinu 13. apríl 2011 um að umferðarskipulag Blikastaðavegar verði endurskoðað með það fyrir augum að koma á vegtengingu til bráðabirgða á milli Víkurvegar og Blikastaðavegar 2-8, Korputorgs. Tilgangur vegtengingar er að auka hagræði og bæta þjónustu á svæðinu. Spurt er: Hvað líður þeirri tillögu?"
Umsókn nr. 110153 (01.33)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
17. Klettasvæði, Skarfabakki, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. nóvember 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir Klettasvæði, Skarfabakka.
Umsókn nr. 80622 (01.13.74)
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18. Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. nóvember 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna deiliskipulags fyrir Túngötureit sem afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu.