Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Fiskislóð og Hólmaslóð, Sogamýri lýsing, Grundarstígsreitur, Túngötureitur, Laugardalur, brettavöllur, Nýr Landspítali við Hringbraut, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Borgartún 8-16, Túngata 5, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Holtsgata 24, Álfsnes, Sorpa, Húsnæðismál stúdenta, Borgartúnsreitur vestur, Fluggarðar, Aragata 15, Sóltún 6, Háskóli Íslands, Kjalarnes, Brautarholt 1, Spítalastígur 8, Þingholtsstræti 29A, Suðurlandsbraut, Steinahlíð,

Skipulagsráð

251. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 14. september kl. 09:07, var haldinn 251. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Eva Erlendsdóttir, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson og Helena Stefánsdóttir, Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Björn Ingi Edvardsson, Lilja Grétarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir og Haraldur Sigurðsson Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 26. ágúst 2011, 2. september 2011 og 9. september 2011.


Umsókn nr. 110288 (01.08.7)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
2.
Fiskislóð og Hólmaslóð, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna dags. 5. júlí 2011 að breytingu á deiliskipulagi við Fiskislóð og Hólmaslóð skv. uppdrætti Teiknistofu arkitekta dags. 9 júní 2011. Í breytingunni felst að lóðin Hólmaslóð 3 minnkar og skiptist upp og vestari hluti lóðarinnar skiptist upp í tvær lóðir.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Jafnframt er samþykkt að senda tillöguna til kynningar í umhverfis- og samgönguráði á auglýsingartímanum.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110157
3.
Sogamýri lýsing, lýsing
Lögð fram drög að lýsingu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 vegna deiliskipulags á hluta Sogamýri. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Að lokinni kynningu er erindi lagt fram að nýju ásamt umsögnum, Skipulagsstofnunar dags. 20. maí 2011, Hverfisráðs Laugardals dags. 15. júní 2011 og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 12. ágúst 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Guðlaugur Einarsson dags. 14. júní 2011.
Athugasemdir kynntar.

Umsókn nr. 100227 (01.18)
4.
Grundarstígsreitur, forsögn, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi Grundarstígsreits dags. 3. mars 2011, sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Tillagan var auglýst frá 6. júlí til 30. ágúst 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Magnús Skúlason f.h. stjórnar Íbúasamtaka Miðborgar dags. 16. ágúst 2011, Haukur Gíslason, Grundarstíg 9, dags. 12. ágúst 2011 og undirskriftalisti 25. íbúa mótt. 19. ágúst 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. september 2011.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80622 (01.13.74)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
5.
Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn dags. í desember 2007, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. október 2008, athugasemdir úr fyrri hagsmunaaðilakynningu ásamt samantekt skipulagsstjóra um þær dags. 13. nóvember 2009. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 6. apríl til og með 27. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigríður Á. Andersen, dags.30. maí 2011. Að lokinni kynningu barst athugasemd frá Önnu Margréti Marinósdóttur dags. 20. júní 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2011. Tillagan var auglýst frá 6. júlí til og með 17. ágúst 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Elísabet Þórðardóttir dags. 6. júlí 2011, Sigríður Andersen dags. 2. ágúst 2011, Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson dags. 16. ágúst 2011, Haraldur Ólafsson dags. 16. ágúst 2011, Inga Smith dags. 16. ágúst 2011, Elín B. Guðmundsdóttir dags. 17. ágúst 2011, Pétur Hafþór Jónsson dags. 17. ágúst 2011, Guðmundur Bjarni Ragnarsson og Jóhanna Árnadóttir dags. 17. ágúst 2011, Björn Karlsson dags. 17. ágúst 2011, Guðrún C. Emilsdóttir dags. 18. ágúst 2011 og undirskriftarlisti 7 íbúa dags. 30. ágúst 2011.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 110369 (01.37.5)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
6.
Laugardalur, brettavöllur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 8. september 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna staðsetningu brettavallar norðan Engjavegar og vestan Þróttheima, skv. deiliskipulagsuppdrætti og skýringaruppdrætti Landslags ehf. dags. september 2011. Jafnframt verða felld úr gildi 186 áður fyrirhuguð bílastæði á svæðinu.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Jafnframt er samþykkt að senda tillöguna til kynningar í umhverfis- og samgönguráði á auglýsingartímanum.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
7.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblað SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAl vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011, breytt 17. ágúst 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. útgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011.
Leiðrétt bókun frá fundi skipulagsráðs 24.ágúst 2011.

Samþykkt að hefja almenna kynningu á drögum á deiliskipulagstillögu svæðisins með vísan til leiðbeininga í minnisblaði skipulags- og byggingarsviðs dags 5. júlí, breytt 17. ágúst 2011 þegar kynningargögn hafa verið lagfærð með vísan til leiðbeininga í minnisblaðinu.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Youmann og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur hefur haft fyrirliggjandi tillögu til meðferðar á fundum sínum síðastliðna mánuði, en um er að ræða skipulag sem unnið er út frá vinningstillögu arkitektasamkeppni um svæðið. Fulltrúarnir telja tímabært að umsækjendur haldi umfangsmikla kynningu á þessu stigi og telur mikilvægt að fá sjónarmið almennings til hliðsjónar við frekari þróun skipulagsins. Fulltrúarnir leggja áherslu á að tillagan er ekki lögð fram í endanlegri mynd og telur að enn þurfi að gera breytingar á henni þar sem enn ríkir ágreiningur í ráðinu um afmarkaða þætti tillögunnar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað:

"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skipulagsráði leggja mikla áherslu á aðkomu almennings að ákvörðunum um skipulagsmál og telja að leita eigi allra leiða til hún sé sem mest og best. Í stórum ákvörðunum eins og hér um ræðir er það sérstaklega mikilvægt. Slíku samráði verður hins vegar að fylgja alvara og almenningur verður að geta treyst því að þær tillögur sem lagðar eru fram í nafni skipulagsráðs séu vel unnar og ígrundaðar.

Samráðsferli í skipulagsmálum hefst að jafnaði þegar fyrir liggja drög að tillögu sem reikna má með að lýsi sjónmarmiðum skipulagsráðs og niðurstöðum þess. Í því felst að þegar kynning á skipulagstillögu fer fram er verið að kynna almenningi tillögu sem alvara býr að baki og því mikilvægt að kalla eftir umræðu og að fá öll sjónarmið fram. Á þetta skortir því miður í því ferli sem hér um ræðir. Forkynning sú sem nú er lagt upp með er forkynning á tillögu sem skipulagsráð hefur ekki náð saman um og í henni eru ýmis atriði sem enn þarf að vinna betur og þar er jafnvel að finna tillögur sem ráðið hefur ítrekað lýst andstöðunni sinni við. Hæðir húsa, bílastæða- og umferðarmál ofl. eru atriði sem enn þarf að fara betur ofan í. Þegar skipulagsráð hefur unnið sína vinnu, og það þarf ekki að taka langan tíma, eru viðbrögð borgarbúa, athugasemdir og ábendingar næsta skref í að þróa vandað deiliskipulag fyrir Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut sem sátt mun vonandi ríkja um".

Áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir óskaði bókað:
"Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í skipulagsráði tekur undir bókun meirihluta ráðsins og gerir ekki athugasemdir við að forkynning fari fram á tillögum um nýjan Landspítala með fyrirvara um að enn eigi eftir að þróa hana frekar. Mikilvægt er að borgarbúar séu upplýstir um vinnuna með reglulegu millibili og hafi möguleika á að gera athugasemdir sem oftast.
Fulltrúinn hefur þó enn efasemdir um ákveðna þætti tillögunnar, og má þar helst nefna hæðir húsa og fyrirkomulag bílastæða. Hækkun meðferðarkjarnans úr fimm hæðum í sex er afar óæskileg og fjöldi bílastæða á yfirborði er of mikill. Mikilvægt er að strax verði bílastæðunum komið fyrir neðanjarðar í samræmi við fyrirætlanir í seinni áföngum".


Umsókn nr. 43477
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 649 frá 30. ágúst, nr. 650 frá 6. september 2011 og nr. 651 frá 13. september 2011.


Umsókn nr. 43325 (01.22.010.7)
681205-3220 Höfðatorg ehf
Skúlagötu 63 105 Reykjavík
9.
Borgartún 8-16, bráðabirgðabílastæði
Á fundi skipulagsstjóra 26. ágúst 2011 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júlí 2011 þar sem sótt er um leyfi fyrir 123 bráðarbirgðabílastæðum á reit H2, Höfðatorg á lóð nr. 8-16 við Borgartún. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 1. september 2011. Gjald kr. 8.000
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Fulltrúar sjálfsstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 110299 (01.16.11)
490597-3289 Studio Granda ehf
Smiðjustíg 11b 101 Reykjavík
10.
Túngata 5, (fsp) hækkun
Lögð fram fyrirspurn Studio Granda, dags. 13. júlí 2011, um hvort hækka megi húsið að Túngötu 5 um eina hæð með því að framlengja útveggi upp og endurgera tannstafi í upprunalegri mynd samkvæmt meðfylgjandi teikningum og ljósmyndum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. september 2011.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 110284 (01.73.12)
421007-2090 Keiluhöllin ehf
Pósthólf 8500 128 Reykjavík
11.
Öskjuhlíð, Keiluhöll, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 1. júlí 2011 var lögð fram fyrirspurn Guðna Pálssonar ark. f.h. Keiluhallarinnar ehf. dags. 30. júní 2011 varðandi stækkun húsnæðis Keiluhallarinnar við Öskjuhlíð og breytingar á þaki samkvæmt uppdráttum dags. 26. maí 2011.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn, á eigin kostnað. Tillagan verður auglýst þegar hún berst.

Umsókn nr. 110335 (01.13.43)
200362-6409 Hildur Bjarnadóttir
Hofteigur 20 105 Reykjavík
12.
Holtsgata 24, málskot
Lagt fram málskot Hildar Bjarnadóttur dags. 15. ágúst 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu Skipulags- og byggingarsviðs um að lyfta þaki hússins nr. 24 við Holtsgötu og innrétta þar vinnuherbergi.

Marta Guðjónsdóttir vék af fundi kl. 11:30.

Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 5. ágúst 2011 staðfest.

Umsókn nr. 110132 (36.2)
510588-1189 SORPA bs
Gufunesi 112 Reykjavík
13.
Álfsnes, Sorpa, lóð undir gasgerðarstöð
Á fundi skipulagsstjóra 25. mars 2011 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 ásamt bréfi framkvæmdastjóra Sorpu bs. dags. 8. mars 2011 varðandi lóð undir gasgerðarstöð á eða við núverandi athafnasvæði byggðasamlagsins í Álfsnesi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. september 2011.

Sverrir Bollason vék af fundi kl. 11:40.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 110373
14.
Húsnæðismál stúdenta, yfirlýsing stúdentaráðs Háskóla Íslands
Lögð fram orðsending R11090030 frá skrifstofu borgarstjóra, dags. 9. september 2011 ásamt yfirlýsingu Stúdentaráðs Háskóla Íslands frá 8. s.m. varðandi húsnæðisvanda stúdenta.
Lagt er til að skipulagsstjóra verði falið að ræða við formann félagsstofnunnar stúdenta og formann stúdentaráðs um þarfir félagsins til uppbyggingar á næstu árum og að skipulagsstjóri upplýsi ráðið í kjölfarið um möguleg úrræði í húsnæðismálum stúdenta.

Umsókn nr. 110360 (01.21.6)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15.
Borgartúnsreitur vestur, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 30. ágúst 2011 ásamt kæru dags. 5. ágúst 2011 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun fyrir Borgartúnsreit.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 110363 (01.6)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16.
Fluggarðar, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 31. ágúst 2011 ásamt kæru 64/2011 dags. 23. ágúst 2011 þar sem kærð er ákvörðun um stærð og afmörkun lóða í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 110329
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Aragata 15, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 9. ágúst 2011 ásamt kæru dags. 21. júlí 2011 þar sem kærð er synjun á umsókn um leyfi fyrir byggingu bílskúrs á lóð nr. 15 við Aragötu. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 6. september 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 110312 (01.23.35)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18.
Sóltún 6, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júlí 2011 ásamt kæru vegna samþykkts byggingarleyfis frá 28. júní 2011 fyrir færanlegum kennslustofum á lóðinni að Sóltúni 6. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 10. ágúst 2011 og úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 29. ágúst 2011. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 28. júní 2011, sem borgarráð staðfesti hinn 30. sama mánaðar, um að veita byggingarleyfi fyrir færanlegum kennslustofum á lóðinni Sóltúni 6 í Reykjavík


Umsókn nr. 110274 (01.6)
600169-2039 Háskóli Íslands
Sæmundargötu 2 101 Reykjavík
490269-5929 Norræna húsið
Sturlugötu 5 101 Reykjavík
19.
Háskóli Íslands, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. ágúst 2011 vegna samþykkt borgarráðs frá 25. ágúst 2011 um tillögu að auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Háskóla Íslands í Vatnsmýri.


Umsókn nr. 100307 (32.3)
250572-3959 Bjarni Pálsson
Brautarholt 1 116 Reykjavík
20.
Kjalarnes, Brautarholt 1, lýsing, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. september 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. á deiliskipulagi fyrir golfvöll á jörðinni Brautarholti I á Kjalarnesi.


Umsókn nr. 110184 (01.18.41)
521009-1950 EGG arkitektar ehf
Stóragerði 38 108 Reykjavík
240847-2649 Ólafur Haukur Símonarson
Spítalastígur 8 101 Reykjavík
21.
Spítalastígur 8, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. september 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.1 vegna lóðarinnar nr. 8 við Spítalastíg.


Umsókn nr. 43402 (01.18.360.5)
22.
Þingholtsstræti 29A, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. ágúst 2011 vegna samþykkt borgarráðs frá 25. ágúst 2011 um beitingu dagsekta vegna ólokinna framkvæmda á lóð nr. 29. a við Þingholtsstræti.


Umsókn nr. 110227 (01.47.0)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
23.
27">Suðurlandsbraut, Steinahlíð, breyting á deiliskipulagi Vogahverfis
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 1. september 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðar leikskólans Steinahlíð við Suðurlandsbraut.