Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Kjalarnes, Móavík, Þingholtsstræti 29A, Þverholt 15-19 og 21, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Aragata 15, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Nýr Landspítali við Hringbraut,

Skipulagsráð

249. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 17. ágúst kl. 09:10, var haldinn 249. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Sverrir Bollason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Magnús Sædal Svavarsson, Björn Axelsson, Harri Ormarsson og Margrét Leifsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 12. ágúst 2011.



Umsókn nr. 110274 (01.6)
600169-2039 Háskóli Íslands
Sæmundargötu 2 101 Reykjavík
490269-5929 Norræna húsið
Sturlugötu 5 101 Reykjavík
2.
Háskóli Íslands, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landmótunar f.h. Háskóla Íslands dags. 20. júní 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Í breytingunni felst niðurfelling á áður samþykktri stækkun á tjörn og votlendisstæði ásamt að bæta umferð og dvöl á svæðinu með stígagerð, upplýsingaskiltum og fuglaskoðunarhúsi.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 43433
3.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 647 frá 16. ágúst 2011.



Umsókn nr. 110033
570297-2289 LEX ehf
Borgartúni 26 105 Reykjavík
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
4.
Kjalarnes, Móavík, orðsending skrifstofu borgarstjóra
Á fundi skipulagsstjóra 27. janúar 2011 var lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 20. janúar 2011 ásamt orðsendingu skrifstofu borgarstjóra dags. 18. janúar 2011 varðandi bréf Lex lögmannsstofu dags. 13. janúar 2011 um skiptingu á landi Móavíkur á Kjalarnesi. Einnig er lagt fram bréf Lex lögmanna dags. 3 júní 2011 þar sem óskað er eftir skýringum á drætti og umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 29. júní 2011..

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt

Umsókn nr. 43402 (01.18.360.5)
5.
Þingholtsstræti 29A, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 8. júní 2011 til eiganda hússins nr. 29A við Þingholtsstræti þar sem kynnt er tillaga byggingarfulltrúa um beitingu þvingunarúrræða vegna seinagangs við framkvæmdir á lóðinni. Andmælafrestur eiganda er liðinn án þess að hann hafi verið nýttur.

Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 43375
471008-0280 Landsbankinn hf
Austurstræti 11 155 Reykjavík
6.
Þverholt 15-19 og 21, Sameining lóða
Sótt er um leyfi til þess að sameina lóðirnar Þverholt 15-19 og Þverholt 21 í eina lóð. Lóðin Þverholt 15-19, landnr. 215990, staðgr. 01.244.301 er fyrir sameingu 7102 m2, en lóðin Þverholt 21, landnr. 215991, er fyrir sameiningu 1529 m2. Eftir sameiningu verður ný lóð 8632 m2. Málinu fylgir breytingablað Landupplýsingadeildar dags. 2. ágúst 2011.

Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.


Umsókn nr. 110316 (05.8)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
7.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Framkvæmda- og eignasviðs dags. 28. júlí 2011 þar sem óskað er eftir endurnýjun á framkvæmdaleyfi til jarðvegslosunar á Hólmsheiði. Nýtt framkvæmdaleyfi verði byggt á grundvelli deiliskipulags sem samþykkt var í skipulagsráði 13. október 2010. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 8. ágúst 2011.

Samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 110329
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
8.
Aragata 15, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 9. ágúst 2011 ásamt kæru dags. 21. júlí 2011 þar sem kærð er synjun á umsókn um leyfi fyrir byggingu bílskúrs á lóð nr. 15 við Aragötu.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 110334 (05.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
9.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, endurupptaka, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 13. apríl 2011 ásamt beiðni Þóris J Einarssonar ehf., Skaftahlíð 38, dags. 29. mars 2011 um endurupptöku frávísunarúrskurðar í máli nr. 26/2010 sem kveðinn var upp hinn 16. mars 2011. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 11. ágúst 2011.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
10.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 10. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 10. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 8. ágúst 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblða SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAl vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. úgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011

Gert var hlé á fundinum kl 10:25 og hófst hann að nýju kl 11:05.
Frestað.