Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Nýr Landspítali við Hringbraut, Afgreiðslufundur, Fegrunarviðurkenningar 2011, Skipulagsráð, Innkaupayfirlit Skipulags- og byggingarsviðs, Byggingarreglugerð, Reglugerð um landsskipulagsstefnu, Reglugerð um framkvæmdaleyfi, Mosfellsbær, aðalskipulag 2010-2030, Dugguvogur 8-10, Sólheimar 27, Sóltún 6, Gamla höfnin, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Borgartún 35-37, Fossvogsdalur, Gljúfrasel 2, Grundarstígsreitur, Haukdælabraut 98, Túngötureitur,

Skipulagsráð

248. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 10. ágúst kl. 09:07, var haldinn 248. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Sverrir Bollason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Björn Ingi Edvardsson og Valný Aðalsteinsdóttir Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 8. júlí, 15 júlí, 22. júlí og 5. ágúst 2011.



Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
2.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 8. ágúst 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 8. ágúst 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 20. maí 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblða SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAl vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. úgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011

Kynnt.

Umsókn nr. 43272
3.
Afgreiðslufundur, afgreiðslufundur byggingafulltrúa
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerðir nr. 643 frá 12 júlí, nr. 644 frá 19. júlí, nr. 645 frá 26. júli og nr. 646 frá 9. ágúst 2011.



Umsókn nr. 110319
4.
Fegrunarviðurkenningar 2011, Tilnefningar 2011
Lagðar fram tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur dags. 10. ágúst 2011 að tilnefningum til viðurkenninga fyrir árið 2011 vegna endurbóta á eldri húsum og vegna lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana.



Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110294
5.
Skipulagsráð, ráðning byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. júlí 2011 vegna samþykktar borgarráðs frá 7. s.m. um ráðningu Björns Stefáns Hallssonar arkitekts í starf byggingarfulltrúa.



Umsókn nr. 110324
6.
Innkaupayfirlit Skipulags- og byggingarsviðs, fyrsti ársfjórðungur 2011
Lagt fram yfirlit yfir einstök innkaup skipulags- og byggingarsviðs á fyrsta ársfjórðung 2011 sem fóru yfir 1 m.kr. með vísan í 37. gr. Innkaupareglna Reykjavíkurborgar.



Umsókn nr. 110255
571189-1519 Umhverfisráðuneyti
Skuggasundi i 1 150 Reykjavík
7.
Byggingarreglugerð, reglugerð
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 31. maí 2011 varðandi drög að nýrri byggingarreglugerð. Óskað er eftir umsögn skipulags- og byggingarsviðs á framkomnum vinnudrögum fyrir 15. ágúst n.k.Einnig er lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 10 ágúst sl. þar sem óskað er eftir framlengdum fresti til 1. september nk. til að gera athugasemdir.

Samþykkt.

Umsókn nr. 110306
8.
Reglugerð um landsskipulagsstefnu, reglugerð
Á fundi skipulagsstjóra 22. júli 2011 var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R11070023, dags. 18. júlí 2011, ásamt bréfi umhverfisráðuneytisins frá 4. s.m. þar sem óskað er eftir umsögn um drög að reglugerð um landsskipulagsstefnu. Erindið er sent skipulags- og byggingarsviði til umsagnar. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnastjóra Aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 5. ágúst 2011.

Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.


Umsókn nr. 110311
9.
Reglugerð um framkvæmdaleyfi, reglugerð
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 3. júní 2011 varðandi drög að nýrri reglugerð varðandi framkvæmdaleyfi dags. 11. maí 2011. Óskað er eftir umsögn skipulags- og byggingarsviðs á framkomnum vinnudrögum fyrir 15. ágúst n.k. Einnig er lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 10 ágúst sl. þar sem óskað er eftir framlengdum fresti til 1. september nk. til að gera athugasemdir.

Samþykkt.

Umsókn nr. 110314
470269-5969 Mosfellsbær
Þverholti 2 270 Mosfellsbær
10.
Mosfellsbær, aðalskipulag 2010-2030, verkefnislýsing
Lagt fram bréf skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar, dags. 11. júlí 2011, ásamt verkefnislýsingu fyrir aðalskipulag Mosfellsbæjar 2010-2030, dags. maí 2011. Erindið er sent til umsagnar í samræmi við 30. gr. laga nr. 123/2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 4. ágúst 2011.

Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 90360 (01.45.40)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
11.
Dugguvogur 8-10, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 9. október 2009 ásamt kæru dags. 4. september 2009, vegna synjunar á umsókn um innréttingu áður gerðra íbúða að Dugguvogi 8-10. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 30. júní 2011.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt


Umsókn nr. 110313 (01.43.35)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
12.
Sólheimar 27, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. júlí 2011, ásamt kæru vegna endurnýjunar byggingarleyfis fyrir framkvæmdum tengdum lokun svala á 2.-10. hæð hússins að Sólheimum 27.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 110312 (01.23.35)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
13.
Sóltún 6, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 15. júlí 2011, ásamt kæru vegna samþykkts byggingarleyfis frá 28. júní 2011 fyrir færanlegum kennslustofum á lóðinni að Sóltúni 6.

Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl 11:15.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 110154 (01.0)
14.
Gamla höfnin, stýrihópur um endurskoðað skipulag við höfnina
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. júlí 2011, vegna samþykktar borgarráðs 21. s.m. á áframhaldandi vinnu stýrihóps um endurskoðun skipulags við höfnina og að stýrihópurinn fái umboð til samninga við Graeme Massie arkitekta um gerð rammaskipulags fyrir gömlu höfnina.



Umsókn nr. 110200
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 150 Reykjavík
15.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, lýsing vegna yfirstandandi aðalskipulagsvinnu
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júní 2011 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um lýsingu vegna yfirstandandi vinnu við aðalskipulag Reykjavíkur.



Umsókn nr. 110192 (01.21.91)
440990-2079 Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs
Borgartúni 35 105 Reykjavík
620509-1320 GP-arkitektar ehf
Litlubæjarvör 4 225 Álftanes
16.
Borgartún 35-37, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júní 2011 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna lóða nr. 35-37 við Borgartún.



Umsókn nr. 110270
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
17.
Fossvogsdalur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. júlí 2011 vegna samþykktar borgarráðs frá 7. júlí 2011 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 29. júní 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fossvogsdals. Í breytingunni felst að bæta við 2,5 m breiðum stíg sem verður í framhaldi af gangstétt við Árland



Umsókn nr. 43073 (04.93.380.3 03)
18.
Gljúfrasel 2, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. júlí 2011 vegna samþykkt borgarráðs 7. júlí á afgreiðslu skipulagsráðs frá 29. júní 2011 varðandi tímafrest að viðlögðum dagsektum til að fjallægja óleyfisglugga á brunagafli hússins.



Umsókn nr. 100227 (01.18)
19.
Grundarstígsreitur, forsögn, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júní 2011 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Grundarstígsreit sem afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg.



Umsókn nr. 110262 (05.11.41)
20.
Haukdælabraut 98, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júní 2011 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna lóðar nr. 98 við Haukdælabraut.



Umsókn nr. 80622 (01.13.74)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
21.
Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 30. júní 2011 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Túngötureits sem afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg, Hávallagötu og Hofsvallagötu.