Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Nýr Landspítali við Hringbraut, Afgreiðslufundur, Ingólfstorg, Úlfarsárdalur, Íþróttasvæði Fram, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

247. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 6. júlí kl. 09:15, var haldinn 247. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir , Magnús Ingi Erlendsson og Marta Grettisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir og Lilja Grétarsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 1. júlí 2011.



Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
2.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 20. júní 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 20. júní 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 20. maí 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblða SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAl vegna bílastæða dags. 20. júní 2011, minnisblað verkefnisstjóra dags. 28. júní 2011 , minnisblað SPITAL dags. 1. júlí 2011 og minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. júlí 2011

Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. úgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011

Samþykkt að hefja undirbúning að kynningu að drögum á deiliskipulagstillögu svæðisins með vísan til leiðbeininga í minnisblaði skipulags- og byggingarsviðs dags 5. júlí 2011. Skipulagsráð óskar eftir því að endanleg kynningargögn og uppdrættir verði lagðir fram á fundi ráðsins þann 10. ágúst nk. til afgreiðslu áður en kynning hefst.

Umsókn nr. 43272
3.
Afgreiðslufundur, afgreiðslufundur byggingafulltrúa
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundagerð nr. 642 frá 5. júlí 2011.



Umsókn nr. 110275 (01.14.0)
4.
Ingólfstorg, samkeppnislýsing
Kynnt drög að samkeppnislýsingu varðandi hugmyndasamkeppni um Kvosina- Ingólfstorg dags. 5. júlí 2011.





Frestað.

Umsókn nr. 110277 (02.6)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
5.
Úlfarsárdalur, Íþróttasvæði Fram, framkvæmdaleyfi
Lagt fram erindi Framkvæmda og eignasviðs dags. 28. júní 2011 varðandi framkvæmdaleyfi til að flytja sigpúða af gervigrasvelli yfir á fjölnota grasvöll á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. í júní 2011. og afstöðumynd ásamt greinargerð dags. 24. júní 2011.

Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl 11.45


Umsókn nr. 110286
6.
Skipulagsráð, Göngugötur í Reykjavík
Kynnt