Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Hólaberg 84, Suðurlandsbraut Steinahlíð, Kjalarnes, Brautarholt 1, Kjalarnes, Saltvík, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Reitur 1.172.1, Laugavegur - Vatnsstígur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Austurbakki 2, Tónlistarhús, Elliðavatn, Nýr Landspítali við Hringbraut, Göngu- og hjólastígar, Kópavogur, Kúrland 27, Ægisgata 4, Laugavegur 15, Boðagrandi 9, Kvistaland 26, Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli,

Skipulagsráð

242. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 25. maí kl. 09:10, var haldinn 242. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Sóley Tómasdóttir, Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Helena Stefánsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Haraldur Sigurðsson og Margrét Þormar Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 13. og 20. maí 2011.


Umsókn nr. 110226 (04.67.44)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5 101 Reykjavík
2.
Hólaberg 84, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Ögmundar Skarphéðinssonar dags. 12. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gerðuberg/Hólaberg vegna lóðarinnar nr. 84 við Hólaberg. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit bílageymslu ásamt breytingu á ákvæðum um fjölda bílastæða í bílageymslu, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta ehf. dags. 9. maí 2011.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.


Umsókn nr. 110227 (01.47.0)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3.
Suðurlandsbraut Steinahlíð, breytt deiliskipulag Vogahverfis vegna leikskólalóðar
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 13. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar Steinahlíð við Suðurlandsbraut. Breytingin felst í gerð reits fyrir færanlega leikstofu og fyrirkomulagi bílastæða á lóð, samkvæmt uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 10. maí 2011. Lagt fram ásamt lagfærðum deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 19. maí 2011.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100307
250572-3959 Bjarni Pálsson
Brautarholt 1 116 Reykjavík
4.
Kjalarnes, Brautarholt 1, lýsing, deiliskipulag
Lögð fram lýsing Einars Ingimarssonar fh. lóðarhafa dags 9. febrúar 2011 vegna deiliskipulags golfvallar við Brautarholt á Kjalarnesi. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Lagðar fram umsagnir Fornleifaverndar ríkisins, dags. 12. apríl 2011 og Skipulagsstofnunar dags. 8. apríl 2011.
Einnig er lögð fram tillaga að deiliskipulagi Kjalarnes, Brautarholt 1, samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar dags. 12. maí 2011.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110229
600667-0179 Stjörnugrís hf
Vallá 116 Reykjavík
260978-5789 Atli Jóhann Guðbjörnsson
Flétturimi 5 112 Reykjavík
5.
Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Atla Jóhanns Guðbjörnssonar f.h. Stjörnugrís hf. dags. 11. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að byggja við núverandi áhaldahús, samkvæmt uppdrætti Teiknistofunnar Stórhöfða 17 dags. 11. maí 2011.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:25


Umsókn nr. 100444 (01.63)
6.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Aðalskipulag Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2002-2024 dags. 9. febrúar 2011. Í breytingunni felst heimild um byggingu nemendaíbúða á svæði Vísindagarða við Háskóla Íslands. Einnig lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 11. mars 2011 þar sem ekki er gerð athugasemd við að erindi verði auglýst. Jafnframt lagðar fram umsagnir Kópavogsbæjar dags. 16. febrúar, Seltjarnarnesbæjar dags. 24. febrúar, Mosfellsbæjar dags. 10. mars, umsögn Garðarbæjar dags. 22. mars 2011. Tillagan var auglýst frá 16. mars 2011 til og með 2. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 29. mars 2011, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 10. maí, Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir dags. 10. maí, Jón Sch. Thorsteinsson fh. íbúa við Aragötu og Oddagötu dags. 10. maí, Jón Sch. Thorsteinsson og Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. maí 2011 , Valgerður Hallgrímsdóttir og Jens A. Guðmundsson dags. 10. maí 2011.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 90460 (01.63)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
7.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 15. janúar 2011 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 15. janúar 2011
Tillagan var auglýst frá 16. mars til og með 10. maí 2011. Lagður fram tölvupóstur Jóns Sch. Thorsteinssonar dags. 20. apríl 2011 þar sem óskað er eftir að frestur til athugasemda verði framlengdur. Frestur var framlengdur til og með 10. maí 2011.
Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: bréf frá stúdentaráði Háskóla Íslands dags. 14. apríl 2011 þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með deiliskipulagið, Þorkell Jóhannesson dags. 29. mars, Vigdís Finnbogadóttir ódags., Orkuveita Reykjavíkur, dags. 14. apríl 2011, Max Dager, f.h. Norræna hússins, dags. 2. maí, íbúar að Aragötu 7, dags. 8. maí, Pétur H. Ármannsson, dags. 9. maí, Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, dags. 10. maí, Helga Þorkelsdóttir og Páll Þorgeirsson, dags. 10. maí, Valgerður Hallgrímsdóttir og Jens A. Guðmundsson, dags. 10. maí, Baldur Símonarson dags. 10. maí, 2011, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttirdags. 10. maí, Jón Sch. Thorsteinsson og Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. maí og Jón Sch. Thorsteinsson f.h íbúa við Aragötu og Oddagötu dags. 10. maí ásamt fylgiskjölum: álitsgerð Ingibjargar Þórðardóttur fasteignasala, dags. 9. maí 2011 og álitsgerð Glámu-Kím, dags. 20. júní 2010. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 10. maí 2011.

Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 100378 (01.17.21)
511099-2429 Arkibúllan ehf
Tómasarhaga 31 107 Reykjavík
8.
Reitur 1.172.1, Laugavegur - Vatnsstígur, breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegur 33, 33a og 35 ásamt Vatnsstíg 4
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga ArkiBúllunar dags. 18. október 2010 að breytingu á deiliskipulagi Laugavegar/Vatnsstígs. Í breytingunni felst möguleg uppbygging á horni Laugavegs og Vatnsstígs samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulags- og skýringaruppdrætti dags. 18. október 2010. Tillagan var auglýst frá 24. janúar 2011 til og með 8. apríl 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Arkitektar Hjördís og Dennis dags. 2. mars 2011, Hermann Hermannson og Berglind Hallgrímsdóttir f.h. NBI banka dags. 3. mars 2011 og íbúasamtök miðborgar dags. 6. mars 2011, Torfusamtökin dags. 6. mars 2011, Lögmenn ehf f.h. Eðal fasteignafélags dags. 28. mars og Steinþór Kári Kárason f.h. eigenda Laugavegs 37, 37b, íbúða 0302 og 0401 að Hverfisgötu 54 dags. 7. apríl 2011 og Guðjón Þór Pétursson og Pétur Jónasson Hverfisgötu 52 dags. 7. apríl 2011.
Athugasemdir kynntar

Umsókn nr. 43013
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 635 frá 17. maí og 636 frá 24. maí 2011.


Umsókn nr. 110133
501105-1390 Totus ehf
Pósthólf 709 121 Reykjavík
10.
Austurbakki 2, Tónlistarhús, aðstaða rekstraraðila á lóð Hörpunnar
Á fundi skipulagsstjóra 25. mars 2011 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 ásamt bréfi framkvæmdastjóra Totus ehf. dags. 9. mars 2011 varðandi aðstöðu rekstraraðila, starfsmanna, ráðstefnuhaldara o.fl. á lóð Hörpunnar. Erindinu var vísað til meðferðar hjá skipulagstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 8. apríl 2011.
Frestað.

Umsókn nr. 110102 (08.1)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
11.
Elliðavatn, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 28. febrúar 2011 ásamt bréfi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 18. febrúar 2011 varðandi skráningu lóðar fyrir véla- og verkfærageymslu Skógræktarfélags Reykjavíkur við Elliðavatn ásamt lóðarblaði Orkuveitu Reykjavíkur dags. 28. apríl 2011.

Tillaga að lóðarafmörkun samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð

Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
12.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut dags. 10. apríl 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 20. maí 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011. Einnig er lagt fram bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011. Einnig er lögð fram bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 , þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 og uppfærðum uppdráttum dags. 23. maí 2011.
Kynnt.

Umsókn nr. 110180
13.
Göngu- og hjólastígar, kynning
Samgöngustjóri kynnir hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu 1. áfanga. dags. í mars 2011.
Ólafur Bjarnason samgöngustjóri kynnti.

Umsókn nr. 110219
700169-3759 Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
14.
Kópavogur, endurskoðun aðalskipulags Kópavogs 2000-2012
Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar dags. 2. maí 2011 varðandi endurskoðun aðalskipulags Kópavogs 2000-2012. Einnig er lögð fram verklýsing dags. 15. apríl 2011 og umhverfismat dags. 15. apríl 2011.
Vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 110232 (01.86.14)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15.
Kúrland 27, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. maí 2011 ásamt kæru, dags. 3. maí 2011 þar sem kærð er samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 29. mars 2011 á byggingarleyfisumsókn fyrir uppsetningu setlaugar í bakgarði lóðarinnar við Kúrland 27. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 18. maí 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 110221 (01.13.11)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16.
Ægisgata 4, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 27. apríl 2011, vegna framkvæmda á lóð nr. 4 við Ægisgötu. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9. maí 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 110181 (01.17.11)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Laugavegur 15, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 13. apríl 2011 ásamt kæru dags. 30. mars 2011 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa á umsókn um leyfi fyrir klæðningu húss að Laugavegi 15 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 5. maí 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 110217 (01.52.14)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
18.
Boðagrandi 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. maí 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. á auglýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Boðagranda 9, Grandaborg.


Umsókn nr. 110215 (01.86.23)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
19.
Kvistaland 26, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. maí 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. á auglýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Kvistaland 26, Kvistaborg.


Umsókn nr. 110213 (01.36.30)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
20.
Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. maí 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. á auglýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Kirkjuteig 24, leikskólann Hof