Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Sogamýri, deiliskipulag, Klettasvæði, Skarfabakki, Spítalastígur 8, Sundagarðar 2B, Vesturhlíð 1, leikskóli, Túngötureitur, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024., Nýr Landspítali við Hringbraut, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Kringlumýrarbraut 100, Esso, Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, Dofraborgir 15, Viðhald fasteigna Reykjavíkurborgar, Baldurstorg, Lindargata 7, Laugavegur 15, Skipulagsráð, Skipulagsráð, Skipulagsráð, Austurstræti,

Skipulagsráð

239. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 27. apríl kl. 09:05, var haldinn 239. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Ingi Edvardsson, Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson og Bragi Bergsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 15. apríl 2011.


Umsókn nr. 110157
2.
Sogamýri, deiliskipulag, lýsing
Lögð fram drög að lýsingu skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 vegna deiliskipulags á hluta Sogamýri. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni m.a. til umsagnar Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs Laugardals og Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur.

Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og óskuðu bókað.
"Lóð sú sem nú er verið að afmarka með nýju deiliskipulagi er á opnu grænu svæði á milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar á móts við Steinahlíð. Ekki hafa fram til þessa verið uppi áform um að heimila uppbyggingu á svæðinu en ljóst má þó vera að komi til þess verða þær byggingar, sem þar rísa, að vera í mjög háum gæðaflokki enda er lega lóðarinnar þannig að hús á henni munu sjálfkrafa verða kennileiti í borginni. Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur sem ná mun til ársins 2030 er nú langt komin en eitt af þeim svæðum, sem þar er til skoðunar með tilliti til borgarþróunar í framtíðinni, er einmitt það, sem nú er verið að deiliskipuleggja fyrir tilbeiðsluhús. Með því er þrengt verulega að þeim hugmyndum sem eru í vinnslu varðandi nýtingu svæðisins. Það er á skjön við vinnubrögð skipulagsráðs að taka einstakar lóðir út fyrir sviga með þessum hætti og láta heildarhugsun í skipulagi víkja. Á annan tug lóða hafa verið til skoðunar vegna lóðar fyrir tilbeiðsluhús. Margar þeirra henta betur en sú sem hér er til umræðu".

Fulltrúar Besta flokksins; Páll Hjaltason og Elsa Yeoman, Samfylkingarinnar; Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri Hreyfingarinnar Græns framboðs; Sóley Tómasdóttir, óskuðu bókað.
" Fullrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna í skipulagsráði telja undirbúningu vegna deiliskipulags við Sogamýri hafa verið vandaðan enda hefur hann staðið í mörg ár. Á annan tug staða í borginni hafa verið skoðaðir fyrir tilbeiðsluhús. Niðurstaða skipulags- og byggingarsviðs er sú að svæðið við Sogamýri sé besti kosturinn. Fulltrúar Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri Grænna eru sammála þessari niðurstöðu og fagna því að loksins hillir undir tillögu að lausn á þessu máli, þó enn eigi sjálfsagt samráð og kynningarferli eftir að eiga sér stað við íbúa borgarinnar."


Umsókn nr. 110153 (01.33)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
3.
Klettasvæði, Skarfabakki, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 28. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka vegna lóðanna nr. 1-3 við Korngarða og 4 við Klettagarða. Í breytingunni felst að stækka lóðina nr. 4 við Klettagarða til austurs, skipta lóðinni nr. 1-3 við Korngarða í tvær lóðir, lengja Skarfabakka um 200 metra með landfyllingu ásamt því að sjóvarnargarðurinn Ábóti er fjarlægður, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 23. mars 2011.


Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110184 (01.18.41)
521009-1950 EGG arkitektar ehf
Stóragerði 38 108 Reykjavík
240847-2649 Ólafur Haukur Símonarson
Spítalastígur 8 101 Reykjavík
4.
Spítalastígur 8, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Ólafar H. Símonarsonar og Guðlaugar M. Bjarnadóttur dags. 14. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.184.1 vegna lóðarinnar nr. 8 við Spítalastíg. Í breytingunni felst að rífa núverandi skúrbyggingu milli Spítalastígs 8 og 10 og byggja þriggja hæða byggingu í hennar stað næst Spítalastíg og eina hæð bakatil næst Bergstaðastræti 17b, samkvæmt uppdrætti Egg arkitekta dags. 14. apríl 2011.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt var samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila að Spítalastíg 10 og Bergstaðastræti 17b sérstaklega um tillöguna með bréfi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110175 (01.33.53)
540198-3149 KFC ehf
Garðahrauni 2 210 Garðabær
700176-0109 Teiknistofa Ingimund Sveins ehf
Ingólfsstræti 3 101 Reykjavík
5.
Sundagarðar 2B, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi KFC ehf. dags. 13. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2B við Sundagarða. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit fyrir viðbyggingu vestan við núverandi veitingaskála, samkvæmt uppdrætti Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar dags. 12. apríl 2011.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.


Umsókn nr. 110148 (01.76.86)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
6.
Vesturhlíð 1, leikskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmd- og eignasviðs dags. 24. mars 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðarinnar nr. 1 við Vesturhlíð. Í breytingunni felst að stækka lóðina við leikskólann Sólborg og gera byggingarreit fyrir færanlegar kennslustofur samkvæmt uppdrætti dags. 23. mars 2011.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80622 (01.13.74)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
7.
Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4
Lögð fram endurskoðuð tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn dags. í desember 2007, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. október 2008, athugasemdir úr fyrri hagsmunaaðilakynningu ásamt samantekt skipulagsstjóra um þær, dags. 13. nóvember 2009.

Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á reitnum ásamt þeim sem áður hafa gert athugasemdir við fyrri hagsmunaaðilakynningar.
Jafnframt er samþykkt að kynna tillöguna fyrir Hverfisráði Vesturbæjar.


Umsókn nr. 110188
8.
8">Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024., Endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur, breytingatillögur.
Lögð fram drög að verkefnalýsingu skipulags- og byggingarssviðs dags. 28. febrúar 2011 vegna skipulagsgerðar og umhverfismats, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Samþykkt að vísa lýsingunni til svæðisskipulagsnefndar.
Vísað ti borgarráðs.


Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
9.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut dags. 11. apríl 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 5. apríl 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011.

Frestað.

Umsókn nr. 42918
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 632 frá 19. apríl 2011.



Umsókn nr. 110140 (01.78)
280774-3409 Sævar Þór Ólafsson
Laugateigur 21 105 Reykjavík
11.
Kringlumýrarbraut 100, Esso, (fsp) breyting á lóð
Lögð fram fyrirspurn Sævars Þórs Ólafssonar dags. 23. mars 2011 varðandi færslu á sorpgámum, stækkun á gámastæði og uppsetningu á metanstöð á lóðinni nr. 100 við Kringlumýrarbraut, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 1. mars 2011. Einnig lagður fram uppdráttur Ask arkitekta dags. 21. febrúar 2011 að staðsetningu metanstöðvar á lóð Esso við Hringbraut.

Frestað.

Umsókn nr. 110156 (01.6)
530575-0209 Flugfélag Íslands ehf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
691004-2790 Kurt og Pí ehf
Skólavörðustíg 2 101 Reykjavík
12.
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) breyting á byggingarmagni
Lögð fram fyrirspurn Flugfélags Íslands dags. 25. mars 2011 varðandi endurbætur og viðbygginu flugstöðvar Flugfélags Ísland á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt tillögu Kurtogpí dags. 25. mars 2011.

Frestað.

Umsókn nr. 110111 (02.34.44)
13.
Dofraborgir 15, málskot
Lagt fram málskot Joseph Lemacks eiganda Dofraborga 15 dags. 8. mars 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 11. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 2.344.4 vegna lóðarinnar nr. 15 við Dofraborgir á þann hátt að stækkun á kjallara sem byggður var út fyrir byggingarreit í óleyfi fáist samþykkt ásamt því að leggja niður bílageymslu og færa sorptunnur.

Frestað.

Umsókn nr. 110142
14.
Viðhald fasteigna Reykjavíkurborgar, tillaga að verkefnum
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa erindi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. s.m. um átaksverkefni, endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna á árinu 2011 til umsagnar fagráða.

Rúnar Gunnarsson arkitekt kynnti.

Umsókn nr. 110190 (01.18)
15.
Baldurstorg, kynning
Kynnt samþykkt Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur að skipulagi og útlit Baldurstorgs með vísan til bókunar skipulagsráðs frá 13. apríl 2011.

Þórólfur Jónsson og Stefán Agnar Finnsson kynntu.

Umsókn nr. 42921 (01.15.110.4)
16.
Lindargata 7, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 11. apríl 2011 ásamt bréfum mennta- og menningarmálráðuneytisins dags. 28. mars og 6. apríl 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði hússins.

Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði hússins nr. 7 við Lindargötu. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."


Umsókn nr. 110181 (01.17.11)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Laugavegur 15, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 13. apríl 2011 ásamt kæru dags. 30. mars 2011 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa á umsókn um leyfi fyrir klæðningu húss að Laugavegi 15 í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 110195
18.
Skipulagsráð, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, lóðir til trúfélaga
Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur:
"Tveimur lóðum var úthlutað til trúfélaga árið 2006 og einni árið 2009. Ekki hefur verið hafist handa við uppbyggingu á þessum lóðum en engar reglur eru til um það hversu lengi trúfélag getur haldið úthlutaðri lóð án þess að hefja framkvæmdir. Trúfélög greiða ekki gatnagerðagjöld af lóðum og þess vegna eru sveitarfélög með úthlutun lóða til trúfélaga að afhenda ákveðin gæði umfram það sem einstaklingar eða aðrir lögaðilar geta vænst að fá.
Með tilliti til ofangreinds er lagt til að sérstakar reglur verði látnar gilda um framkvæmdahraða á lóðum trúfélaga. Þeim verði gert skylt að skila aftur til borgarinnar úthlutuðum lóðum þar sem ekki hefur verið hafist handa við framkvæmdir innan tveggja ára frá því að lóð er byggingarhæf. Trúfélög geri grein fyrir fjármögnun framkvæmda með sérstakri greinargerð fyrir úthlutun.
Þeim trúfélögum sem nú þegar hafa fengið úthlutað lóðum í borgarlandi, en ekki enn þá hafið framkvæmdir, verði gefin sambærilegur frestur frá samþykki þessara reglna í borgarstjórn.
Skipulagsráð leggur til við borgarráð að ofangreindir skilmálar verði látnir gilda um lóðir sem úthlutað er til trúfélaga. Sömuleiðis að tímafrestur verði settur á þær lóðir sem þegar hefur verið úthlutað til trúfélaga".

Samþykkt.

Umsókn nr. 110196
19.
Skipulagsráð, fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Auð hús í miðborginni.
Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur: "Ekkert liggur fyrir um hvernig brugðist verður við því óviðunandi ástandi sem myndast hefur vegna gamalla húsa sem standa yfirgefin í skammarlegri niðurníðslu. Foreldrar sem búa í miðborginni hafa ítrekað bent á að draugahúsin eru stórhættulegar slysagildrur. Íbúasamtök miðborgar hafa varað við ástandinu en því miður talað fyrir daufum eyrum. Fólk sem starfar á svæðinu hefur kallað eftir aðgerðum. Fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarstjórn hafa hins vegar talað út og suður í fjölmiðlum og sýnilegt að lausnir eru engar. Svör þeirra endurspegla úrræðaleysi.
Myndarlegt átak var gert á síðasta kjörtímabili með verkefni sem ber heitið Völundarverk og er atvinnuátaksverkefni. Því var ætlað að stuðla að viðhaldi þekkingar með námskeiðum í endurgerð gamalla húsa í Reykjavík og var ásókn í þau mikil. Verkefnið er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, Vinnumálastofnunar, Minjasafns Reykjavíkur og IÐUNNAR Fræðsluseturs. Með verkefninu sköpuðust störf samhliða því að auka á menntun og reynslu fagstétta.
Nú hefur þetta verkefni verið lagt af og áhugi á húsvernd hvergi sjáanlegur. Margoft hefur verið kvatt til þess á vettvangi borgarráðs og borgarstjórnar að halda áfram þessu góða verkefni en fyrir því er ekki áhugi.
Hvað hyggst meirihluti skipulagsráðs leggja til svo komið verði í veg fyrir slys á börnum og fullorðnum vegna draugahúsa í miðborginni?
Hvernig verður brugðist við svo að ásýnd og öryggi miðborgarinnar líði ekki fyrir yfirgefin niðurnídd hús?
Hvernig á að forðast verðfall fasteigna í næsta nágrenni niðurníddra, yfirgefinna húsa?
Hvað verður um verkefnið Völundarverk?"



Frestað.

Umsókn nr. 110199
20.
Skipulagsráð, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins
Lögð fram tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Mörtu Guðjónsdóttur og Jórunnar Frímannsdóttur: "Skipulagsráð óskar eftir því að fá upplýsingar um áætlanir eignasviðs LSH
varðandi framtíðarnýtingu lóða og fasteigna Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði
að Keldum og Háskólasjúkrahúss Fossvogi.
Skipulagsráð telur að vinna við mótun skipulags þessara reita verði að
hefjast sem fyrst enda er gert ráð fyrir að nýbyggingar LSH við Hringbraut
rísi hratt og að starfsemi sú sem nú fer fram í ofangreindum stofnunum
flytjist þangað. Ákvarða þarf nýtingu lóða og notkun fasteigna sem á
lóðunum standa, sérstaklega þó Borgarspítalans.
Skipulagsráð lýsir sig reiðubúið til að skipa sérfræðinga af Skipulagssviði
í teymi til að vinna með eignasviði LSH að því að rýna verkefnið og leggja
síðan fyrir Skipulagsráð tillögur að skipulagsforsendum sem geta falið í
sér breytta notkun og hugsanlega uppbyggingu".

Jórunn Frímannsdóttir og Sóley Tómasdóttir véku af fundi kl 12:00.

Samþykkt

Umsókn nr. 110187 (01.14)
21.
Austurstræti, staðetning listaverks
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur dags. 19. apríl 2011 að staðsetningu á Vatnsberanum, styttu Ásmundar Sveinssonar. Lagt er til að listaverkið verði flutt úr Öskjuhlíð í Austurstræti.


Fulltúrar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Youman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason óskuðu bókað:
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu í meginatriðum og telur hugmyndina áhugaverða. Þó bendir ráðið á að huga þurfi vel að endanlegri útfærslu og því hvernig styttan snýr í umhverfinu. Ráðið bendir jafnframt á að æskilegt sé að leita umsagna sem víðast.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.