Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, Holtsgöng, nýr Landsspítali, Nýr Landspítali við Hringbraut, Ingólfsgarður, Brokey, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Kringlumýrarbraut 100, Esso, Dofraborgir 15, Stuðlaháls 1, Viðhald fasteigna Reykjavíkurborgar, Mannvirkjagerð á vegum Reykjavíkurborgar, Færanlegar leikstofur, Harpa, tónlistarhús, Gamla höfnin, Þönglabakki 1, Bergstaðastræti 13,

Skipulagsráð

237. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 30. mars kl. 09:10, var haldinn 237. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 25. mars 2011.





Umsókn nr. 80500
2.
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsganga dags. 21. janúar 2011. Einnig lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 2. mars 2011, umsögn Hafnarfjarðarbæjar dags. 2. mars 2011, umsögn Skipulagsstofnunar dags. 3. mars 2011, umsögn Mosfellsbæjar dags. 10. mars 2011, Umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 11. mars 2011, umsögn Garðabæjar dags. 22. mars 2011. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjöf dags. 23. mars 2011 varðandi umferðarspár.
Framlagðar umsagnir kynntar.

Umsókn nr. 110036
3.
Holtsgöng, nýr Landsspítali, lýsing, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram að nýju lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landsspítalans við Hringbraut dags. 21. janúar 2011. Einnig lögð fram umsögn Isavia dags. 7. febrúar 2011, umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 15. febrúar 2011, umsögn Skipulagsstofnunar dags. 15. febrúar 2011, umsögn Umhverfisstofnunar dags. 16. febrúar 2011, umsögn Kópavogsbæjar dags. 16. febrúar 2011, umsögn Seltjarnarnesbæjar dags. 17. febrúar 2011, umsögn Vegagerðarinnar dags. 23. febrúar 2011, umsögn Hafnarfjarðarbæjar dags. 2. mars 2011, umsögn Mosfellsbæjar dags. 10. mars 2011 og umsögn Garðabæjar dags. 22. mars 2011. Einnig er lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjöf dags. 23. mars 2011 varðandi umferðarspár.

Framlagðar umsagnir kynntar.

Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
4.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram lýsing Spital vegna deiliskipulags og umhverfismats vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011. Einnig eru lögð fram drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011. Jafnframt er lögð fram umsögn Isavia dags. 7. febrúar 2011, umsögn Flugmálastjórnar Íslands dags. 15. febrúar 2011, umsögn Vegagerðarinnar dags. 23. febrúar 2011 og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011. Einnig er lögð fram fornleifskráning Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl 10:00
Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl 10:10




Framlagðar umsagnir kynntar.

Umsókn nr. 90063 (01.11.9)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
5.
Ingólfsgarður, Brokey, breyting á deiliskipulagi Austurhafnar
Lagt fram erindi Faxaflóahafna dags. 13. febrúar 2009 varðandi umsókn um breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir byggingarreit fyrir félagsheimili siglingaklúbbsins Brokeyjar samkvæmt uppdrætti VA arkitekta dags. 9. janúar 2009. Einnig er lögð fram greinargerð Siglingafélags Reykjavíkur dags. 18. maí 2009.

Erindinu er vísað til meðferðar hjá stýrihóp um endurskoðað skipulag við Austurhöfn.

Umsókn nr. 42799
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundrgerð þessari er fundargerð nr. 629 frá 29. mars 2011.


Umsókn nr. 110140 (01.78)
280774-3409 Sævar Þór Ólafsson
Laugateigur 21 105 Reykjavík
7.
Kringlumýrarbraut 100, Esso, (fsp) breyting á lóð
Lögð fram fyrirspurn Sævars Þórs Ólafssonar dags. 23. mars 2011 varðandi færslu á sorpgámum, stækkun á gámastæði og uppsetningu á metanstöð á lóðinni nr. 100 við Kringlumýrarbraut, samkvæmt uppdrætti ASK arkitekta dags. 1. mars 2011.

Frestað.
Skipulagsráð óskar eftir því að fyrirspyrjandi leggi fram tillögu um staðsetningu metanstöðvar á lóð Esso við Hringbraut.


Umsókn nr. 110111 (02.34.44)
8.
Dofraborgir 15, málskot
Lagt fram málskot Joseph Lemacks eiganda Dofraborga 15 dags. 8. mars 2011 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 11. febrúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 2.344.4 vegna lóðarinnar nr. 15 við Dofraborgir á þann hátt að stækkun á kjallara sem byggður var út fyrir byggingarreit í óleyfi fáist samþykkt ásamt því að leggja niður bílageymslu og færa sorptunnur.

Frestað.

Umsókn nr. 110114 (04.32.68)
9.
Stuðlaháls 1, málskot vegna SN110072
Lagt fram málskot Gests Ólafssonar, dags. 9. mars 2011, vegna neikvæðrar afgreiðslu embættisfundar skipulagsstjóra frá 25. febrúar 2011 á fyrirspurn um færslu á hreinsistöð á lóð nr. 1 við Stuðlaháls samkvæmt uppdrætti Skipulags- arkitekta- og verfræðistofunnar ehf. dags. 15. febrúar 2011.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi/fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Athygli er vakin á því að samþykki aðlægs lóðarhafa þarf að fylgja erindinu.


Umsókn nr. 110142
10.
Viðhald fasteigna Reykjavíkurborgar, tillaga að verkefnum
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa erindi sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 9. s.m. um átaksverkefni, endurbætur og meiriháttar viðhald fasteigna á árinu 2011 til umsagnar fagráða.

Frestað.

Umsókn nr. 110134
11.
Mannvirkjagerð á vegum Reykjavíkurborgar, reglur og samþykktarferli framkvæmda- og eignasviðs
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa drögum að reglum og samþykktarferli framkvæmda- og eignasviðs vegna mannvirkjagerðar á vegum Reykjavíkurborgar til umsagnar fagráða, fjármálaskrifstofu og innkaupaskrifstofu.

Frestað.

Umsókn nr. 110152
12.
Færanlegar leikstofur,
Kynnt staða vinnu Framkvæmda- og eigansviðs varðandi færanlegar leikstofur við hluta leikskóla Reykjavíkurborgar.

Frestað.

Umsókn nr. 110145
13.
Harpa, tónlistarhús, Landbúnaðarháskóli Íslands, kynning
Kynning á verkefni nemenda í Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem Harpa er tengd við fjölbreytta starfsemi og mannlíf miðborgarinnar og þá menningarstarfsemi og upplifun sem tónlistarhúsið mun stuðla að.

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands kynntu.

Sóley Tómasdóttir vék af fundi kl. 12:00


Umsókn nr. 110154 (01.0)
15.
Gamla höfnin, stýrihópur um endurskoðað skipulag við höfnina
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 24. mars 2011, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á svohljóðandi tillögu borgarstjóra: Lagt er til að stofnaður verði fimm manna stýrihópur á vegum Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sem er ætlað að endurskoða skipulag við höfnina frá Grandagarði að tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Auk hefðbundinna þátta við skipulagsgerð taki hópurinn afstöðu til legu og útfærslu Mýrargötu. Hópurinn taki afstöðu til fyrirliggjandi áætlana, marki sýn til framtíðar, undirbúi endurskoðun skipulagsvinnu á svæðinu og hafi yfirumsjón með framgangi hennar. Tillögur að endurskoðuðu skipulagi svæðisins verði unnar í samráði við hafnarstjórn, skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð, auk hagsmunaaðila og íbúa. Með stýrihópnum starfi skipulagsstjóri, hafnarstjóri og sviðsstjóri umhverfis- og samgöngusviðs ásamt samgöngustjóra. Stýrihópurinn getur kallað til sín ráðgjafa eftir þörfum og skipað undirhópa. Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en 1. september 2011. Í stýrihópin voru skipuð: Hjálmar Sveinsson sem jafnframt er formaður, Páll Hjaltason, Hólmfríður Ósamnn Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson.



Umsókn nr. 110084 (04.60.35)
620903-2050 Örk ehf
Hafnargötu 90 230 Keflavík
510907-0940 Reitir I ehf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
16.
Þönglabakki 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. mars 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Mjóddar vegna Þönglabakka 1.



Umsókn nr. 110099 (01.18.03)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 25. mars 2011 vegna kæru á samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2011 að endursamþykkja erindi BN040897 þar sem veitt var leyfi fyrir nýbyggingu á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 22. febrúar 2011, sem borgarráð staðfesti hinn 24. sama mánaðar, um að endurnýja byggingarleyfi fyrir fjögurra hæða viðbyggingu við húsið að Bergstaðastræti 13 í Reykjavík.