Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Selásskóli, Selásbraut 109, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Austurstræti 6, Tryggvagata 22, Hallgrímstorg 3 / Hnitbjörg, Ný götunöfn í Túnahverfi, Sæbraut, Hvalfjarðarsveit, Lindargata 36, Skipulagsráð, Skipulagsráð, Vatnsmýrin, Austurstræti, Breiðholt, Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, Holtsgöng, nýr Landsspítali, Nýr Landspítali við Hringbraut, Vættaborgir 15-25 og 27-35, Fannafold 63, Vættaborgir 27, Lágholtsvegur 11,

Skipulagsráð

233. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 23. febrúar kl. 09:05, var haldinn 233. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Sverrir Bollason, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir og Margrét Þormar Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 11. og 18. febrúar 2011.


Umsókn nr. 100408 (04.38.86)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
2.
Selásskóli, Selásbraut 109, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 18. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Selás vegna lóðarinnar nr. 109 við Selásbraut. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir boltagerði við Selásskóla samkvæmt uppdrætti dags. 17. nóvember 2010. Auglýsingin stóð yfir frá 15. desember 2010 til og með 28. janúar 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ólafur Hrannar Eyþórsson dags. 27. janúar 2011, Guðjón D. Haraldsson f.h. foreldra og íbúa við Selásskóla dags. 28. og 31. janúar 2011 meðfylgjandi bréfinu dags. 31. janúar eru undirskriftalisti íbúa sem næst búa við fyrirhugaðan völl, Örn Halldórsson skólastjóri Selásskóla dags. 28. janúar 2011 og Þórarinn Þórhallsson dags. 28. janúar 2011. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3. febrúar 2011. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt nýrri tillögu dags. 3. febrúar 2011, þar sem gert er ráð fyrir stærri boltagerði en í áður auglýstri tillögu.

Samþykkt að fella niður fyrri auglýsingu og auglýsa nýja tillögu dags. 3. febrúar 2011. Jafnframt er samþykkt að upplýsa þá aðila sem áður gerðu athugasemdir um nýja tillögu, en eldri athugasemdir falla niður.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110057 (01.63)
3.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 15. janúar 2011 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 15. janúar 2011. Einnig er lögð fram umsögn Isavia dags. 26. janúar 2011.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærir.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90460 (01.63)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
4.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ
Að lokinni auglýsingu er lagt fram erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 23. mars 2010 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 29. mars 2010. Einnig eru lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní 2010 af kynningarfundi vegna málsins sem haldinn var þann 3. júní sl. Tillagan var auglýst frá 31. apríl 2010 til og með 30. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 31. maí, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 22. júní, Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jóhannes Fossdal og Hilda Hansen dags. 28. júní, Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. júní, Ragnheiður Harðardóttir og Jón Sch. Thorsteinsson dags. 29. júní, greinargerð Glámu Kím unnin fyrir íbúa við Odda- og Aragötu dags. 28. júní, Ingibjörg E. Björnsdóttir f.h. Svanhildar Sigurðardóttur dags. 30. júní, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson dags. 30. júní, Bjarki Gunnar Halldórsson dags. 30. júní, Baldur Símonarson dags. 30. júní, Jón Jóhannes Jónsson dags. 30. júní og Max Dager f.h. Norræna hússins dags. 1. júlí 2010. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 25. október 2010.

Samþykkt að fella niður áður auglýsta tillögu með vísan til þess að samþykkt hefur verið að auglýsa nýja og breytta tillögu að deiliskipulagi svæðisins. Jafnframt er samþykkt að upplýsa þá hagsmunaaðila sem áður gerðu athugasemdir um niðurfellinguna en athugasemdirnar falla úr gildi.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 42644
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 623 frá 15. febrúar og nr. 624 frá 22. febrúar 2011.



Umsókn nr. 42438 (01.14.040.3)
610593-2919 Lindarvatn ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
6.
Austurstræti 6, breyta í hótel
Sótt er um leyfi til að stækka til suðurs, byggja kvisti í þak og innrétta hótel með 30 herbergjum í atvinnuhúsi á lóð nr. 6 við Austurstræti. Einnig lagt fram bréf GP arkitekta dags. 12. janúar 2011 og 17. febrúar 2011.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. janúar 2011.
Áður gerð stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Stækkun: 80,1 ferm., 160,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 12.374.

Torfi Hjartarson vék af fundi kl. 10:10 Sóley Tómasdóttir tók sæti á fundinum í hans stað.


Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar uppdrættir hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 42299 (01.14.000.4)
7.
Tryggvagata 22, breyta innréttingu og gera verönd
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30.nóvember 2010 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innréttingu 1. hæðar á þann veg aðallega að draga framhlið inn og skapa þar 27 ferm. verönd fyrir útiveitingar og taka glugga og hurðir úr framhlið.
Gjald kr. 7.700

Frestað.

Umsókn nr. 100409
8.
Hallgrímstorg 3 / Hnitbjörg, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Listasafns Einars Jónssonar dags. 18. nóvember 2010 varðandi leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið nr. 3 við Hallgrímstorg Hnitbjörg samkvæmt tillögu Studio Granda dags. í september 2010. Einnig er lagt fram bréf Borgarminjavarðar dags. 4. nóvember 2010, bréf Húsafriðunarnefndar dags. 12. nóvember 2010 og tölvubréf Júlíönu Gottskálksdóttur dags. 20. janúar 2011. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 7. febrúar 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Frestað.


Umsókn nr. 42515
9.
Ný götunöfn í Túnahverfi, Bríetartún, Þórunnartún, Katrínartún og Guðrúnartún.
Lögð fram tillaga að kynningarbréfi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 14. janúar 2011 í Túnahverfi til hagsmunaaðila vegna tillögu Reykjavíkurborgar um nafnabreytingar á fjórum götum í Túnahverfi.

Samþykkt.

Umsókn nr. 100416
10.
Sæbraut, upplýsingarskilti
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 23. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsstjóra varðandi erindi Landforms ehf. f.h. Ferðafélags íslands dags. 19. nóvember 2010 um leyfi fyrir uppsetningu á upplýsingarskilti við Sæbraut á móts við Faxagötu og Kalkofnsveg.

Neikvætt.

Umsókn nr. 110048
630606-1950 Hvalfjarðarsveit
Innrimel 3 301 Akranes
11.
Hvalfjarðarsveit, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf skipulags- og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar dags. 27. janúar 2011 varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 vegna stækkunar iðnaðarsvæðis á Grundartanga ásamt umhverfisskýrslu dags. 13. janúar 2011. Tillagan er send til kynningar og samráðs sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið.

Umsókn nr. 110045 (01.15.24)
12.
Lindargata 36, sala lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. janúar 2011 vegna samþykkt borgarráðs um að vísa erindi skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs dags. 13. janúar 2011 um sölu lóðar nr. 36 við Lindargötu til umsagnar skipulagsráðs. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 4. febrúar 2011.

Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 110059
13.
Skipulagsráð, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur."Á undanförnum árum hefur fjölgað þeim veitingastöðum sem bjóða þjónustu sína utandyra. Sem dæmi um það hversu stutt er síðan þessi þróun hófst fyrir alvöru er að í Þróunaráætlun miðborgar, sem er frá árinu 2001, er ekki fjallað um veitingarekstur á gangstéttum og torgum borgarinnar. Þessi starfsemi setur þó sterkan svip á yfirbragð og ímynd miðborgarinnar í þá veru að gera hana meira aðlaðandi og líflegri.
Í þeim tilgangi að skapa skjól fyrir viðskiptavini hafa víða í miðborginni verið settir upp lauslegir veggir af ýmsum toga. Sums staðar má bæta aðstöðu fyrir veitingaþjónustu utandyra og dæmi eru um að húsgögn standist ekki sjálfsagðar kröfur um gæði og útlit.
Lagt er til að skipulagsstjóri móti drög að stefnu hvað varðar veitingarekstur utandyra og leggi fyrir skipulagsráð. Þær verði settar fram með aðgengilegum hætti og verði leiðbeiningareglur fyrir rekstraraðila veitingahúsa. Miðað verði við að leiðbeiningareglurnar verði tilbúnar á vefsvæði sviðsins í apríl mánuði. Haft verði samráð við veitingamenn og aðra sem málið varðar.
Einnig felur ráðið skipulags- og byggingarsviði að bregðast við því sem sett hefur upp á útisvæðum veitingahúsa í leyfisleysi.

Samþykkt.
Vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra.


Umsókn nr. 110014
14.
Skipulagsráð, tillaga
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins;Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur: "Í netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna, sem fram fór 2.-14. desember 2009 var samþykkt að gera Baldurstorg vistlegt m.a. með gróðursetningu, blómakerjum og bekkjum. Þetta var nýmæli í íbúalýðræði. Landslagsarkitektar hjá Landmótun voru fengnir til þess að vinna hugmyndavinnuna. Torgið var útfært með það í huga að þegar betur áraði yrði útfærslan enduskoðuð með veglegri hætti. Þess vegna er núverandi framkvæmd miðuð við að svæðið sé endurkræft. Hönnunin gerir ráð fyrir aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu.Tillagan var kynnt á fundi umhverfis og samgönguráðs sem haldinn var 11. maí 2010 og samþykkti ráðið samhljóða að kynna hana í viðkomandi hverfisráði. Hún var því kynnt í Hverfisráði Miðborgar en í því ráði á meðal annarra sæti formaður Íbúasamtaka Miðborgar. Lýsti hverfisráðið á fundi sínum 26. maí samhljóða yfir "ánægju sinni með tillöguna". Hverfisráði miðborgar var aftur kynnt málið á fundi ráðsins sem haldinn var júlí og þar er ítrekuð jákvæð afstaða og ánægja með tillöguna. Óttar Proppé formaður hverfisráðsins stýrði fundi. Áður en framkvæmdir hófust var íbúum kynnt verkið í dreifibréfi sem sent var út 21.júlí 2010. Þar er hönnun torgsins lýst með myndum og uppdráttum. Verkinu lauk fyrir Menningarnótt. Ekki komu fram hugmyndir frá núverandi meirihluta í borgarstjórn um að fresta eða endurskoða hönnun torgsins. Vegna ummæla formanns skipulagsráðs í fréttaviðtali í Fréttatímanum er eðlilegt að fara yfir þennan feril og hafa hann réttan.

Skipulagsráð hefur ekki átt aðkomu að hönnun Baldurstorgs enda er hún á vettvangi umhverfis og samgönguráðs, eins og áður segir. Óskað eftir því að skipulagsráð fái kynningu á skipulagi torgsins og útliti þess á næsta fundi ráðsins. Að lokinni kynningu leggi skipulagsráð mat á það hvort það telji ástæðu til þess að hönnunin verði endurskoðuð."

Frestað.

Umsókn nr. 110047 (01.6)
15.
Vatnsmýrin, friðland
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. janúar 2011 ásamt bréfi rekstors Háskóla Íslands og forstöðumanns Norræna Hússins dags. 29. nóvember 2010 varðandi friðlandið í Vatnsmýri.
Borgarráð samþykkti svohljóðandi tillögu:
"Lagt er til að sviðsstýru Umhverfis- og samgöngusviðs og skipulagsstjóra verði falið að hefja viðræður við rektor Háskóla Íslands og forstöðumann Norræna Hússins um málið. Jafnframt verði erindinu vísað til stýrihóps um heildarskipulag Vatnsmýrar."



Umsókn nr. 110071 (01.14)
16.
Austurstræti, göngugata
Lögð fram til kynningar tillaga Framkvæmdasviðs dags. í febrúar 2011 að endurbótum á Austurstræti samkvæmt uppdrætti Kjartan Mogensen landslagsarkitekts dags. í febrúar 2011.
Ámundi Brynjólfsson og Kristín Einarsdóttir kynntu tillöguna.

Skipulagsráð bókaði:
"Skipulagsráð lýsir yfir ánægju sinni með tillöguna og felur Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkur að láta einnig fjarlægja önnur hlið á Laugaveginum."


Umsókn nr. 110079
17.
Breiðholt, göngustígar
Arkitektar Skyggni Frábært kynna endurhönnun á stígnum bak við löngu blokkina í Fellahverfi; Gyðufell, Fannarfell og Iðufell sem er samstarfsverkefni stýrihóps 111, Skyggni Frábært og Fellaskóla.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 11:10

Ástríður Magnúsdóttir arkitekt og Gunnar Sigurðsson arkitekt kynntu.

Umsókn nr. 80500
18.
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. febrúar 2011 varðandi samþykkt borgarráðs frá 27. janúar 2011 um kynningu lýsingar vegna breytingar á deiliskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Holtsganga.



Umsókn nr. 110036
19.
Holtsgöng, nýr Landsspítali, lýsing, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. febrúar 2011 vegna samþykkt borgarráðs dags. 27. janúar 2011 um kynningu lýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landspítalans við Hringbraut.



Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
20.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. febrúar 2011 vegna samþykkt borgarráðs 27. janúar 2011 um kynningu lýsingar vegna deiliskipulags og umhverfismats vegna Landspítala við Hringbraut.



Umsókn nr. 110004 (02.34)
21.
Vættaborgir 15-25 og 27-35, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. febrúar 2011 um samþykkt borgarráðs s.d um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Borgarholts 2, Borgarhverfis A,vegna lóðanna að Vættaborgum 15-25 og 27-35



Umsókn nr. 110075 (02.85)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
22.
">Fannafold 63, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 14. febrúar 2011 ásamt kæru dags. 28. janúar 2011 þar sem kærð er samþykkt fyrir breytingum að Fannafoldi 63 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 17. febrúar 2011.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 110002 (02.34.35)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
23.
Vættaborgir 27, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og buggingarmála dags. 29. desember 2010 ásamt kæru dags. 28. desember 2010 þar sem kærð er synjun umsóknar um byggingarleyfi fyrir breytingu á fasteigninni að Vættaborgum 27 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 8. febrúar 2011.


Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 100448 (01.52)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
24.
Lágholtsvegur 11, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. desember 2010 ásamt kæru dags. 2. desember 2010 þar sem kærð er synjun á byggingarleyfi fyrir svalapalli við húsið að Lágholtsvegi 11 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10. febrúar 2011.


Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.