Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, Holtsgöng, nýr Landsspítali, Nýr Landspítali við Hringbraut, Reitur 1.180.3, Vættaborgir 15-25 og 27-35, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Austurstræti 6, Borgartún 8-16, Háteigsvegur 7, Laugavegur 74, Austurbæjarskóli, Grettisgata 62, Tryggvagata 22, Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Ný götunöfn í Túnahverfi, Bergstaðastræti 1, Laugavegur 12, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Kúrland 27, Rafstöðvarvegur 1A,

Skipulagsráð

231. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 26. janúar kl. 09:10, var haldinn 231. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Stefán Finnsson og Marta Grettisdóttir, Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Jóhannes Kjarval og Margrét Þormar Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 14. og 21. janúar 2011.



Umsókn nr. 80500
2.
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 vegna Holtsganga dags. 21. janúar 2011.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Einnig samþykkt að leggja lýsinguna fyrir svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Flugmálastjórnar Íslands, Isavia auk þeirra sveitarfélaga sem eru aðilar að svæðisskipulaginu. Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur og vef Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Vísað til borgarráðs.

Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins


Umsókn nr. 110036
3.
Holtsgöng, nýr Landsspítali, lýsing, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Holtsganga og aukningar á byggingarmagni á svæði Landsspítalans við Hringbraut dags. 21. janúar 2011.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Flugmálastjórnar Íslands, Isavia auk Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins og nágrannasveitarfélaga. Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.

Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins


Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
4.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram lýsing Spital vegna deiliskipulags og umhverfismats vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar, Flugmálastjórnar Íslands, Isavia auk Hverfisráðs miðborgar. Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.

Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100396 (01.18.03)
5.
Reitur 1.180.3, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 20. janúar 2011 að breytingu á landnotkun reits 1.180.3, sem afmarkast af Bergstaðastræti til vesturs, Óðinsgötu til austurs og miðborgarsvæði til norðurs. Einnig lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs til Umhverfisráðuneytisins dags. 17. nóvember 2010 ásamt svarbréfi Umhverfisráðuneytisins dags. 17. janúar 2011.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs


Umsókn nr. 110004 (02.34)
6.
Vættaborgir 15-25 og 27-35, breyting á skilmálum
Á fundi skipulagsstjóra 6. janúar 2011 var lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 6. janúar 2011 að breytingu á skilmálum deiliskipulags Borgarholts 2, Borgarhverfis A vegna lóðanna nr. 15-25 og 27-35. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni en byggingarreitir haldast óbreyttir.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 42506
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 619 frá 18. janúar og nr. 620 frá 25. janúar 2011.



Umsókn nr. 42438 (01.14.040.3)
610593-2919 Lindarvatn ehf
Borgartúni 31 105 Reykjavík
8.
Austurstræti 6, breyta í hótel
Sótt er um leyfi til að stækka til suðurs, byggja kvisti í þak og innrétta hótel með 30 herbergjum í atvinnuhúsi á lóð nr. 6 við Austurstræti. Einnig er lagt fram bréf GP arkitekta dags. 12. janúar 2011.
Erindi fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 23. janúar 2011.
Áður gerð stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Stækkun: 80,1 ferm., 160,7 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 12.374.


Frestað.

Umsókn nr. 42394 (01.22.010.7)
681205-3220 Höfðatorg ehf
Skúlagötu 63 105 Reykjavík
9.
Borgartún 8-16, S2 - hótel
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. desember 2010 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 7-16 hæða hótel, bygging S2 í deiliskipulagi, með 342 herbergjum ásamt 4. áfanga bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir yfirlýsing VERKÍS dags. 20. desember 2010 og bréf hönnuðar varðandi aðkomu dags. 21. desember 2010.
Stærðir: Kjallari -2, tæknirými 162 ferm., kjallari -1, geymslur 1430,6 ferm., kjallari, geymslur 1.412 ferm., 1. hæð móttaka 1.372 ferm., 2. hæð herbergi 1.426,4 ferm., 3. -7. hæð herbergi 1.232,9 ferm., 8. - 16. hæð herbergi 574,2 ferm., 17. hæð tæknirými 64,4 ferm.
Samtals 17.200,1 ferm., 61.740 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.753.980

Pálmar Kristmundsson arkitekt kynnti.
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknareyðublaði.


Umsókn nr. 42386 (01.24.430.2)
670308-1380 Catch the Fire Reykjavík
Háteigsvegi 7 105 Reykjavík
10.
Háteigsvegur 7, (fsp) samkomuhús v/BN041248
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. desember 2010 þar sem spurt er hvort endurskoða megi neikvætt svar við fyrirspurn BN041248 dags. 30. mars 2010 um að innrétta húsnæði fyrir Catch the fire Reykjavík í húsi á lóð nr. 7 við Háteigsveg.
Meðfylgjandi er orðsending borgarstjóra dags. 31. ágúst 2010, bréf Harra Ormarssonar hdl. dags. 31. ágúst 2010 og bréf safnaðarins dags. 24. nóvember 2010

Fyrri niðurstaða skipulagsstjóra staðfest. Umsótt starfssemi er ekki í samræmi við landnotkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.
Vísað til embættis byggingarfulltrúa til ákvörðunar um beitingu þvingunarúrræða.


Umsókn nr. 110024 (01.17.42)
621097-2109 Zeppelin ehf
Skeifunni 19 108 Reykjavík
11.
Laugavegur 74, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrispurn Zeppelin arkitekta dags. 19. janúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi 1.174.2. Í breytingunni felst breyting á þakhalla og hæð á viðbyggingu hússins nr 74 við Laugaveg, samkvæmt uppdrætti Zeppelin arkitekta dags. 21. janúar 2011.

Neikvætt. Ekki er fallist á að leggja til breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurnina.

Umsókn nr. 100410 (01.19.21)
700301-3380 Foreldrafélag Austurbæjarskóla
Austurbæjarskóla 101 Reykjavík
12.
Austurbæjarskóli, aðveitustöð Orkuveitu Reykjavíkur
Lagt fram bréf Foreldrafélags Austurbæjarskóla dags. 15. nóvember 2010 varðandi öryggi barna á skólalóðinni vegna aðveitustöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Einnig er lagt fram bréf foreldrafélags Austurbæjarskóla dags. 21. desember 2010 þar sem óskað er eftir formlegu svari við bréfi frá 15. nóvember sl. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 10. janúar 2011.

Minnisblað skipulagsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 100426 (01.19.01)
110254-3349 Gunnlaugur Björn Jónsson
Aðalstræti 77a 450 Patreksfjörður
13.
Grettisgata 62, málskot
Á fundi skipulagsstjóra 26. nóvember 2010 var lagt fram málskot Gunnlaugs Björns Jónssonar dags. 24. nóvember 2010 varðandi neikvæða afgreiðslu fyrirspurnar á afgreiðslufundi skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2010 um að byggja við húsið nr. 62 við Grettisgötu til vesturs, hækka um eina hæð og að innrétta nýja íbúð á þriðju hæð og breyta jarðhæð í íbúð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 1. desember 2010.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
Tillagan verður annaðhvort grenndarkynnt eða auglýst þegar hún berst.


Umsókn nr. 100456 (01.14.00)
621206-2300 ADVEL - lögfræðiþjónusta ehf
Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík
14.
Tryggvagata 22, málskot
Lagt fram málskot Advel lögfræðiþjónustu dags. 21. desember 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 10. desember 2010 um breytingu á innréttingu 1. hæðar hússins á lóðinni nr. 22 við Tryggvagötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 25. janúar 2011.

Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 10. desember 2010 staðfest með vísan til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 110016
15.
Húsverndarsjóður Reykjavíkur, Úthlutun styrkja 2011
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 13. janúar 2011 að auglýsingu um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2011.

Samþykkt.
Af hálfu skipulagsráðs voru tilnefndir í vinnuhóp Hjálmar Sveinsson og Gísli Marteinn Baldursson.


Umsókn nr. 42515
16.
Ný götunöfn í Túnahverfi, Bríetartún, Þórunnartún, Katrínartún og Guðrúnartún.
Lögð fram drög af kynningarbréfi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 14. janúar 2011 í Túnahverfi til hagsmunaaðila vegna tillögu Reykjavíkurborgar um nafnabreytingar á fjórum götum í Túnahverfi.

Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 11:50

Frestað.

Umsókn nr. 42532 (01.17.140.1 02)
17.
Bergstaðastræti 1, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 19. janúar 2011 ásamt afritum af bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. desember 2010 og 13. janúar 2011, þar sem tilkynnt er um friðun á ytra byrði hússins nr. 1 við Bergstaðastræti.

Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði hússins nr. 1 við Bergstaðastræti.. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."


Umsókn nr. 42533 (01.17.140.1)
18.
3">Laugavegur 12, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 19. janúar 2011 ásamt afritum af bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 17. desember 2010 og 13. janúar 2011, þar sem tilkynnt er um friðun á ytra byrði hússins nr. 12 við Laugaveg.

Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði hússins nr. 12 við Laugarveg. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."


Umsókn nr. 110019 (05.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. janúar 2011 ásamt kæru Þóris J. Einarssonar dags. 12. janúar 2011 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun fyrir Hólmsheiði í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 110020 (05.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. janúar 2011 ásamt kæru Guðmundar Osvaldssonar f.h. Landeigendafélagsins Græðis dags. 11. janúar 2011 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun fyrir Hólmsheiði í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 110018 (01.86.14)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
21.
Kúrland 27, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 17. janúar 2011 ásamt kæru dags. 7. janúar 2011 þar sem kærð er synjun á leyfi fyrir áður gerðri setlaug á lóðinni að Kúrlandi 27 í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 110017 (04.21.98)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
22.
Rafstöðvarvegur 1A, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 17. janúar 2011 áamt kæru dags. 7. janúar 2011 þar sem kærð er breyting á skráningu byggingarstígs fasteigna við Rafstöðvarveg 1a í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.