Skipulagsráð,

Skipulagsráð

229. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 5. janúar kl. 09:00, var haldinn 229. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn á göngu á svæðinu frá Tónlistarhúsinu Hörpu að Kaffivagninum á Grandagarði. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Jafnframt mættu varamennirnir Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Sverrir Bollason, Stefán Benediktsson og varaáheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Ólafur Bjarnason, Björn Axelsson, Margrét Þormar, Jóhannes Kjarval og Margrét Leifsdóttir . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 110001
1.
Skipulagsráð, hafnarganga
Gönguferð frá TRH svæðinu að Kaffivagninum með leiðsögn hafnarstjóra og skipulags-og byggingarsviðs.